Jussie Smollett laus úr fangelsi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. mars 2022 10:14 Jussie Smollett yfirgaf fangelsið í Cook sýslu í gærkvöldi. AP/Rex Arbogast Bandaríska leikaranum Jussie Smollett hefur verið sleppt úr fangelsi meðan hann bíður niðurstöðu áfrýjunar í máli sínu en hann var í síðustu viku dæmdur í 150 daga óskilorðsbundið fangelsi og 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa sviðsett árás á sjálfan sig árið 2019. Að því er kemur fram í frétt New York Times úrskurðaði áfrýjunardómstóll í Chicago í gærkvöldi að Smollett yrði sleppt úr fangelsinu í Cook sýslu gegn tryggingu en lögmenn Smollett færðu þau rök fyrir að hann yrði líklegast búinn að afplána dóm sinn áður en niðurstaða áfrýjunar lægi fyrir. Saksóknarar gagnrýndu þau rök og sögðu það skapa hættulegt fordæmi að fresta afplánun þegar um stuttan dóm er að ræða. Tveir af þremur dómurum við áfrýjunardómstólinn voru þó sammála um að sleppa Smollett gegn tryggingu og vísuðu til þess að glæpur Smollett hafi ekki falið í sér ofbeldi. Hafnar því að árásin hafi verið sviðsett Mál leikarans hefur vakið töluverða athygli en í janúar 2019 sagðist hann hafa verið fórnarlamb árásar sem hann sagði hafa grundvallast á hatri árásarmanna á samkynhneigðum og svörtum. Fljótlega kom upp grunur um að Smollett hafi sviðsett árásina í þeim tilgangi að vekja athygli á sjálfum sér Við réttarhöld í málinu sögðu saksóknarar að Smollett hafi greitt bræðrunum Abimbola og Plabinjo Osundairo til að ráðast á sig fyrir utan íbúð hans. Hafi hann fyrirskipað þeim að setja snöru um háls hans og ýja að því að þeir væru stuðningsmenn Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta. Jussie Smollett after the sentencing: I am not suicidal. If anything happens to me when I go in there, you must all know that. pic.twitter.com/xe2wYpQJ4O— philip lewis (@Phil_Lewis_) March 11, 2022 Bræðurnir báru vitni fyrir dómi og sagði Abimbola að Smollett hafi skipað honum að ráðast á sig. Sjálfur neitaði Smollett því alfarið að árásin hafi verið sviðsett og hélt því fram að hann væri saklaus. Í desember 2021 var Smollett síðan sakfelldur af kviðdómi. Þegar dómur var kveðinn upp í málinu síðastliðinn föstudag sagðist Smollett ekki vera í sjálfsvígshugleiðingum og að ef eitthvað kæmi fyrir hann í fangelsinu þá væri það ekki af eigin hendi. Hann virtist þannig vísa til máls Jeffrey Epstein sem fannst látinn í fangaklefa sínum meðan lögregla rannsakaði umfangsmikil kynferðisbrot hans. Margir gagnrýndu þessi ummæli Smollett harðlega og héldu því fram að um væri að ræða enn eina tilraunina til að fá vorkun en dómari féllst þó á það að Smollett myndi njóta verndar á meðan afplánun hans stendur. Mál Jussie Smollett Bandaríkin Tengdar fréttir Smollett fundinn sekur um að hafa logið til um árás Bandaríski leikarinn Jussie Smollett laug að lögreglu þegar hann fullyrti að hann hafi verið fórnarlamb árásar sem hann sagði hafa grundvallast á hatri árásarmanna á samkynhneigðum og svörtum. 10. desember 2021 07:48 Jussie Smollett ákærður á ný Sérstakur saksóknari í Illinois hefur ákært bandaríska sjónvarpsleikarann fyrir að hafa logið á að lögreglu. 12. febrúar 2020 07:40 Lögregla birtir myndband af Smollett með snöruna um hálsinn Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað. 25. júní 2019 11:06 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Sjá meira
Að því er kemur fram í frétt New York Times úrskurðaði áfrýjunardómstóll í Chicago í gærkvöldi að Smollett yrði sleppt úr fangelsinu í Cook sýslu gegn tryggingu en lögmenn Smollett færðu þau rök fyrir að hann yrði líklegast búinn að afplána dóm sinn áður en niðurstaða áfrýjunar lægi fyrir. Saksóknarar gagnrýndu þau rök og sögðu það skapa hættulegt fordæmi að fresta afplánun þegar um stuttan dóm er að ræða. Tveir af þremur dómurum við áfrýjunardómstólinn voru þó sammála um að sleppa Smollett gegn tryggingu og vísuðu til þess að glæpur Smollett hafi ekki falið í sér ofbeldi. Hafnar því að árásin hafi verið sviðsett Mál leikarans hefur vakið töluverða athygli en í janúar 2019 sagðist hann hafa verið fórnarlamb árásar sem hann sagði hafa grundvallast á hatri árásarmanna á samkynhneigðum og svörtum. Fljótlega kom upp grunur um að Smollett hafi sviðsett árásina í þeim tilgangi að vekja athygli á sjálfum sér Við réttarhöld í málinu sögðu saksóknarar að Smollett hafi greitt bræðrunum Abimbola og Plabinjo Osundairo til að ráðast á sig fyrir utan íbúð hans. Hafi hann fyrirskipað þeim að setja snöru um háls hans og ýja að því að þeir væru stuðningsmenn Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta. Jussie Smollett after the sentencing: I am not suicidal. If anything happens to me when I go in there, you must all know that. pic.twitter.com/xe2wYpQJ4O— philip lewis (@Phil_Lewis_) March 11, 2022 Bræðurnir báru vitni fyrir dómi og sagði Abimbola að Smollett hafi skipað honum að ráðast á sig. Sjálfur neitaði Smollett því alfarið að árásin hafi verið sviðsett og hélt því fram að hann væri saklaus. Í desember 2021 var Smollett síðan sakfelldur af kviðdómi. Þegar dómur var kveðinn upp í málinu síðastliðinn föstudag sagðist Smollett ekki vera í sjálfsvígshugleiðingum og að ef eitthvað kæmi fyrir hann í fangelsinu þá væri það ekki af eigin hendi. Hann virtist þannig vísa til máls Jeffrey Epstein sem fannst látinn í fangaklefa sínum meðan lögregla rannsakaði umfangsmikil kynferðisbrot hans. Margir gagnrýndu þessi ummæli Smollett harðlega og héldu því fram að um væri að ræða enn eina tilraunina til að fá vorkun en dómari féllst þó á það að Smollett myndi njóta verndar á meðan afplánun hans stendur.
Mál Jussie Smollett Bandaríkin Tengdar fréttir Smollett fundinn sekur um að hafa logið til um árás Bandaríski leikarinn Jussie Smollett laug að lögreglu þegar hann fullyrti að hann hafi verið fórnarlamb árásar sem hann sagði hafa grundvallast á hatri árásarmanna á samkynhneigðum og svörtum. 10. desember 2021 07:48 Jussie Smollett ákærður á ný Sérstakur saksóknari í Illinois hefur ákært bandaríska sjónvarpsleikarann fyrir að hafa logið á að lögreglu. 12. febrúar 2020 07:40 Lögregla birtir myndband af Smollett með snöruna um hálsinn Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað. 25. júní 2019 11:06 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Sjá meira
Smollett fundinn sekur um að hafa logið til um árás Bandaríski leikarinn Jussie Smollett laug að lögreglu þegar hann fullyrti að hann hafi verið fórnarlamb árásar sem hann sagði hafa grundvallast á hatri árásarmanna á samkynhneigðum og svörtum. 10. desember 2021 07:48
Jussie Smollett ákærður á ný Sérstakur saksóknari í Illinois hefur ákært bandaríska sjónvarpsleikarann fyrir að hafa logið á að lögreglu. 12. febrúar 2020 07:40
Lögregla birtir myndband af Smollett með snöruna um hálsinn Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað. 25. júní 2019 11:06