Spurning vikunnar: Hversu oft ferðu í sleik við makann þinn? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 18. mars 2022 12:31 Er kossatímabilið eitthvað sem eðlilegt er að fjari út þegar fólk er búið að vera lengi saman? Eða gleymum við jafnvel að taka okkur tíma og kyssast djúpt og innilega? Getty Fyrsti kossinn ykkar, spennan, hitinn í kinnunum, fiðrildin í maganum og þessi löngun til að kyssast meira og meira... manstu? Þessi ástríða sem einkennir oft á tíðum tímabilið þegar fólk er að byrja saman breytist yfirleitt með tímanum, eðlilega. Lífið og hversdagurinn tekur við eftir ferðalagið saman á bleika skýinu. Það er ekki þar með sagt að ástríðan og fiðringurinn þurfi að minnka eða fjara alveg út, heldur þurfum við kannski að hafa aðeins meira fyrir því að kalla þessar tilfinningar fram. Halda þeim við. Er mögulegt að vekja aftur upp kossatímabilið? Spurningunni hversu oft pör stunda kynlíf er oft velt upp í umræðum um sambönd og ástríðu eða ástríðuleysi í samböndum. En hvað með kossana? Þessa innilegu djúpu kossa sem ekkert endilega þurfa að leiða til kynlífs? Þessar kossastundir sem margir upplifa sem einhvers konar alsælu í byrjun sambands. Er óraunhæft að halda því við eða jafnvel kveikja á því aftur? Gleymum við því jafnvel að eyða tíma í að kyssast innilega og leggjum aðal áhersluna að halda kynlífinu við? Eðlilega er það misjafnt á milli fólks og para hversu mikið snerting, ástríða og kynlíf vegur í sambandinu en er ekki áhugavert að hugsa til þessara djúpu kossa sem kveiktu allar tilfinningarnar í byrjun? Hversu langt er síðan þú fórst í sleik við makann þinn? Spurning vikunnar er að þessu sinni beint til allra þeirra sem eru í langtíma ástarsambandi. (Sambönd sem hafa verið til í allavega ár eða meira.) Hversu oft ferðu í sleik við makann þinn? Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis nær vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar og niðurstöður hér. Ástin og lífið Spurning vikunnar Kynlíf Tengdar fréttir „Allir þurfa á smá ást að halda núna“ „Tímasetningin er fullkomin, við þurfum eitthvað hlýtt í hjartað og það er fátt fallegra en fólk í leit að ástinni," segir Ása Ninna Pétursdóttir um nýja seríu Fyrsta bliksins en önnur sería stefnumótaþáttanna byrjar í sýningu á Stöð 2 í næstu viku. 17. mars 2022 06:00 „Við þroskuðumst bæði rosalega á þessu og öðluðumst nýja lífssýn“ Sóli og Viktoría höfðu aðeins verið saman í nokkra mánuði þegar alvara lífsins bankaði upp á. Þau segjast þó ekki taka lífinu of alvarlega og hafa þau tekist á við öll sín verkefni á einstakan hátt með jákvæðni, æðruleysi og húmor að vopni. 17. mars 2022 15:12 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Ef hann er ekki til í að deila mat er hann ekki sá rétti“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Sniðug, opin, klár og heit“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Þessi ástríða sem einkennir oft á tíðum tímabilið þegar fólk er að byrja saman breytist yfirleitt með tímanum, eðlilega. Lífið og hversdagurinn tekur við eftir ferðalagið saman á bleika skýinu. Það er ekki þar með sagt að ástríðan og fiðringurinn þurfi að minnka eða fjara alveg út, heldur þurfum við kannski að hafa aðeins meira fyrir því að kalla þessar tilfinningar fram. Halda þeim við. Er mögulegt að vekja aftur upp kossatímabilið? Spurningunni hversu oft pör stunda kynlíf er oft velt upp í umræðum um sambönd og ástríðu eða ástríðuleysi í samböndum. En hvað með kossana? Þessa innilegu djúpu kossa sem ekkert endilega þurfa að leiða til kynlífs? Þessar kossastundir sem margir upplifa sem einhvers konar alsælu í byrjun sambands. Er óraunhæft að halda því við eða jafnvel kveikja á því aftur? Gleymum við því jafnvel að eyða tíma í að kyssast innilega og leggjum aðal áhersluna að halda kynlífinu við? Eðlilega er það misjafnt á milli fólks og para hversu mikið snerting, ástríða og kynlíf vegur í sambandinu en er ekki áhugavert að hugsa til þessara djúpu kossa sem kveiktu allar tilfinningarnar í byrjun? Hversu langt er síðan þú fórst í sleik við makann þinn? Spurning vikunnar er að þessu sinni beint til allra þeirra sem eru í langtíma ástarsambandi. (Sambönd sem hafa verið til í allavega ár eða meira.) Hversu oft ferðu í sleik við makann þinn? Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis nær vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar og niðurstöður hér.
Ástin og lífið Spurning vikunnar Kynlíf Tengdar fréttir „Allir þurfa á smá ást að halda núna“ „Tímasetningin er fullkomin, við þurfum eitthvað hlýtt í hjartað og það er fátt fallegra en fólk í leit að ástinni," segir Ása Ninna Pétursdóttir um nýja seríu Fyrsta bliksins en önnur sería stefnumótaþáttanna byrjar í sýningu á Stöð 2 í næstu viku. 17. mars 2022 06:00 „Við þroskuðumst bæði rosalega á þessu og öðluðumst nýja lífssýn“ Sóli og Viktoría höfðu aðeins verið saman í nokkra mánuði þegar alvara lífsins bankaði upp á. Þau segjast þó ekki taka lífinu of alvarlega og hafa þau tekist á við öll sín verkefni á einstakan hátt með jákvæðni, æðruleysi og húmor að vopni. 17. mars 2022 15:12 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Ef hann er ekki til í að deila mat er hann ekki sá rétti“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Sniðug, opin, klár og heit“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Allir þurfa á smá ást að halda núna“ „Tímasetningin er fullkomin, við þurfum eitthvað hlýtt í hjartað og það er fátt fallegra en fólk í leit að ástinni," segir Ása Ninna Pétursdóttir um nýja seríu Fyrsta bliksins en önnur sería stefnumótaþáttanna byrjar í sýningu á Stöð 2 í næstu viku. 17. mars 2022 06:00
„Við þroskuðumst bæði rosalega á þessu og öðluðumst nýja lífssýn“ Sóli og Viktoría höfðu aðeins verið saman í nokkra mánuði þegar alvara lífsins bankaði upp á. Þau segjast þó ekki taka lífinu of alvarlega og hafa þau tekist á við öll sín verkefni á einstakan hátt með jákvæðni, æðruleysi og húmor að vopni. 17. mars 2022 15:12