Innlent

Tekinn tvisvar á 25 mínútum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögregla hafði hendur í hári ökumanns í tvígang í nótt með skömmu millibili.
Lögregla hafði hendur í hári ökumanns í tvígang í nótt með skömmu millibili. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti í tvígang á 25 mínútna kafla í nótt að hafa afskipti af ökumanni í Hafnarfirði.

Í dagbók lögreglu kemur fram að rétt fyrir klukkan fjögur í nótt hafi lögregla mælt ökumann á 140 kílómetra hraða í Hafnarfirði. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. Elti lögregla manninn sem stöðvaði bíl sinn fyrir utan heimili sitt.

Þá kom í ljós að lögregla hafði haft afskipti af manninum 25 mínútum áður þegar hann hafði verið kærður fyrir akstur sviptur ökuréttindum.


Tengdar fréttir

Beit mann í kinnina á veitingastað

Lögregla var kölluð til á veitingastað í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan tvö í nótt þar sem kona hafði ráðist á mann og bitið hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×