Eitt ár frá því að jörðin rifnaði við Fagradalsfjall Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. mars 2022 10:27 Gosið var mikið sjónarspil. Vísir/Vilhelm. Eitt ár er í dag liðið frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga hófst. Þrátt fyrir að vera nokkuð lítið og jafnvel ræfill að sumra mati, reyndist gosið það langlífasta á 21. öldinni. Gosið hófst þann 19. mars á síðasta ári eftir hrinu skjálfta sem staðið hafði linnulaust í tæplega eitt og hálft ár. Ekkert lát var á skjálftunum fyrr en loks létti á spennu og gosið hófst. Mun betur fór en á horfðist því gosið reyndist lítið. Gosið reyndist mikil veisla fyrir ljósmyndara.Vísir/Vilhelm „Það sem við erum að horfa á er bara óttalegur ræfill” sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur þegar hann var að fljúga yfir gosstöðvarnar skömmu eftir að eldgosið hófst. Fyrstu myndir af eldgosinu bárust skömmu eftir að það hófst, og þrátt fyrir að vera ekki stórt, var það afskaplega tignarlegt. Gosið átti hins vegar eftir að bæta í kraftinn og leggja töluvert landsvæði á Reykjanesskaga undir hraun á því hálfa ári sem það stóð, frá 19. mars til 18. september, eða í 183 daga. Hraunið þekur tæpa fimm ferkílómetra. Eldgosið í Fagradalsfjalli séð frá Kópavogi.Vísir/Vilhelm Mesta sjónarspilið átti sér stað síðasta sumar þegar tók að bera á miklum strókum á nokkurra mínútna fresti. Risu þeir upp í allt að tvö til þrjú hundruð metra hæð þegar mest lét. Sjá mátti glóandi strókana allt frá höfuðborgarsvæðinu. Miklir kvikustrókar voru á meðal þess sem einkenndi hluta þessa goss.Vísir/Vilhelm. Hér að neðan má sjá ýmis myndbrot frá gosinu sem reynst hafa afar vinsæl á Vísi. Gosið var tekið fyrir í sérstökum gosannál um síðustu áramót. Vefmyndavél Vísis fangaði óróakviðurnar í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hraungusurnar gengu upp úr gígnum af miklum krafti með reglulegu millibili. Hér má sjá samansafn af myndum af gusunum og undir hljómar lagið Glósóli með Sigur Rós. Björn Steinbekk var með sérstaka drónaútsendingu frá gosstöðvunum í Fagradalsfjalli sem lauk með því að einum drónanum var flogið lágt yfir virkasta gíginn þannig að áhorfendur gátu fylgst með kvikunni í miklu návígi og allt í beinni útsendingu á Vísi. Dróninn bráðnaði svo að lokum og hrapaði ofan í sjálfan gíginn. Kristján Már Unnarsson fréttamaður var á vettvangi í maí og sýndi hina miklu kvikustróka í beinni útsendingu. Eldgosið tók kipp mikinn kipp þann 29. júní síðastliðinn með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tímamót Grindavík Tengdar fréttir Magnaðar myndir RAX af gosstöðvunum í dag Allt er með kyrrum kjörum við Geldingadali, það er að segja ef litið er á þá úr flugvél. Þar er þó jarðskjálftahrina enn í fullum gangi og gæti eldgos hafist á ný fyrirvaralaust. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Geldingadali í dag. 23. desember 2021 14:33 Gosið sem stal öllum fyrirsögnum af faraldrinum Skjálftar, óróapúls og eldgos. Almannavarnir fengu nýja krísu í fangið í upphafi ársins þegar Reykjanesskaginn nötraði og skalf þar til eldgos hófst að lokum í Fagradalsfjalli. 3. desember 2021 07:01 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira
Gosið hófst þann 19. mars á síðasta ári eftir hrinu skjálfta sem staðið hafði linnulaust í tæplega eitt og hálft ár. Ekkert lát var á skjálftunum fyrr en loks létti á spennu og gosið hófst. Mun betur fór en á horfðist því gosið reyndist lítið. Gosið reyndist mikil veisla fyrir ljósmyndara.Vísir/Vilhelm „Það sem við erum að horfa á er bara óttalegur ræfill” sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur þegar hann var að fljúga yfir gosstöðvarnar skömmu eftir að eldgosið hófst. Fyrstu myndir af eldgosinu bárust skömmu eftir að það hófst, og þrátt fyrir að vera ekki stórt, var það afskaplega tignarlegt. Gosið átti hins vegar eftir að bæta í kraftinn og leggja töluvert landsvæði á Reykjanesskaga undir hraun á því hálfa ári sem það stóð, frá 19. mars til 18. september, eða í 183 daga. Hraunið þekur tæpa fimm ferkílómetra. Eldgosið í Fagradalsfjalli séð frá Kópavogi.Vísir/Vilhelm Mesta sjónarspilið átti sér stað síðasta sumar þegar tók að bera á miklum strókum á nokkurra mínútna fresti. Risu þeir upp í allt að tvö til þrjú hundruð metra hæð þegar mest lét. Sjá mátti glóandi strókana allt frá höfuðborgarsvæðinu. Miklir kvikustrókar voru á meðal þess sem einkenndi hluta þessa goss.Vísir/Vilhelm. Hér að neðan má sjá ýmis myndbrot frá gosinu sem reynst hafa afar vinsæl á Vísi. Gosið var tekið fyrir í sérstökum gosannál um síðustu áramót. Vefmyndavél Vísis fangaði óróakviðurnar í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hraungusurnar gengu upp úr gígnum af miklum krafti með reglulegu millibili. Hér má sjá samansafn af myndum af gusunum og undir hljómar lagið Glósóli með Sigur Rós. Björn Steinbekk var með sérstaka drónaútsendingu frá gosstöðvunum í Fagradalsfjalli sem lauk með því að einum drónanum var flogið lágt yfir virkasta gíginn þannig að áhorfendur gátu fylgst með kvikunni í miklu návígi og allt í beinni útsendingu á Vísi. Dróninn bráðnaði svo að lokum og hrapaði ofan í sjálfan gíginn. Kristján Már Unnarsson fréttamaður var á vettvangi í maí og sýndi hina miklu kvikustróka í beinni útsendingu. Eldgosið tók kipp mikinn kipp þann 29. júní síðastliðinn með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tímamót Grindavík Tengdar fréttir Magnaðar myndir RAX af gosstöðvunum í dag Allt er með kyrrum kjörum við Geldingadali, það er að segja ef litið er á þá úr flugvél. Þar er þó jarðskjálftahrina enn í fullum gangi og gæti eldgos hafist á ný fyrirvaralaust. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Geldingadali í dag. 23. desember 2021 14:33 Gosið sem stal öllum fyrirsögnum af faraldrinum Skjálftar, óróapúls og eldgos. Almannavarnir fengu nýja krísu í fangið í upphafi ársins þegar Reykjanesskaginn nötraði og skalf þar til eldgos hófst að lokum í Fagradalsfjalli. 3. desember 2021 07:01 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira
Magnaðar myndir RAX af gosstöðvunum í dag Allt er með kyrrum kjörum við Geldingadali, það er að segja ef litið er á þá úr flugvél. Þar er þó jarðskjálftahrina enn í fullum gangi og gæti eldgos hafist á ný fyrirvaralaust. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Geldingadali í dag. 23. desember 2021 14:33
Gosið sem stal öllum fyrirsögnum af faraldrinum Skjálftar, óróapúls og eldgos. Almannavarnir fengu nýja krísu í fangið í upphafi ársins þegar Reykjanesskaginn nötraði og skalf þar til eldgos hófst að lokum í Fagradalsfjalli. 3. desember 2021 07:01