„Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. mars 2022 13:46 Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist í yfirlitsræðu hans á flokksþingi Framsóknarþingsins í dag, vona að rússnesku þjóðinni bæri sú gæfa að losa sig við illmennin í Kreml, líkt og hann orðaði það, sem stjórnuðu Rússlandi. Flokksþing Framsóknarflokksins fer nú fram á Grand hótel í Reykjavík. Þar hélt Sigurður Ingi ræðu þar sem hann fór yfir stöðuna hér á landi og í heimsmálunum, eins og horfir við honum. Sigurður Ingi ræddi fyrst stöðuna í Úkraínu vegna innrásar Rússa. Minntist hann uppvaxtaráranna í skugga kalda stríðsins þar sem ógnartilfinningin var alltaf handan við hornið vegna kjarnorkuvopnaógnarinnar. „Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa þá ógnartilfinningu sem ég fann bærast innra með mér þegar Pútín minnti á kjarnorkuvopnaeign Rússlands,“ sagði Sigurður Ingi og átti þar við Vladímir Pútín Rússlandsforseta. Horfa má á ræðuna í heild sinni hér að neðan. Hún hefst þegar um 44 mínútur er liðnar af myndbandinu. Í ræðu sinni sagði Sigurður Ingi að samstaða væri eina svarið við árás Rússa á Úkraínumenn. Þá ýjaði hann að því að Ísland gæti komið til aðstoðar í Úkraínu að loknu stríði. „Okkar þekking í vopnabrölti er lítil en þekking okkar í að byggja upp innviði er mikil og getur komið til góða þegar kemur að því að byggja upp eftir stríð,“ sagði Sigurður Ingi sem sagðist vonast eftir því að stríðið myndi ekki standa lengra. „Vonandi verður stríðið ekki of langt, það er búið að vera of langt nú þegar. Vonandi verður það ekki blóðugra en enn er orðið og vonandi tekst að stöðva þessi illvirki. Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml sem eru yfir stjórn þessa merkilega lands, Rússlands,“ sagði Sigurður Ingi. Áhyggjur af ofurhagnaði og ítökum sjávarútvegsfyrirtækja Í ræðunni kom Sigurður Ingi einnig inn á sjávarútveginn hér á landi. Sagði hann að mikilvægt væri að ná samstöðu um réttlátari skiptingu á hagnaði af sjávarauðlindinni. Sagði Sigurður Ingi að íslenskur sjávarútvegur væri í fremstu röð í heiminum, hér hefðu sjávarútvegsfyrirtæki sýnt mikinn metnað og náð miklum árangri í nýtingu sjávarfangs. Sjávarútvegurinn hér væri hátæknigrein þar sem nýjustu tækni væri beitt til að auka vermæti sjávarafla. Engu að síður væri ofurhagnaður einstakra fyrirtækja og aukin ítök sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum greinum áhyggjuefni. Sigurður Ingi mærði hugvitið í íslenskum sjávarútvegi en sagði að Framsókn hefði áhyggjur af ofurhagnaði einstakra fyrirtækja í geiranum.Vísir/Jóhann „Ofurhagnaður einstakra fyrirtækja og sífellt aukin ítök sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum greinum er eitthvað sem við í Framsókn höfum haft áhyggjur af. Við höfum lagt mikla áherslu á að þjóðareign auðlinda verði skýrð í stjórnarskrá Íslands. Því miður hefur stjórnmálaflokkunum ekki auðnast að ná samhljómi um stjórnarskrárbreytingar en við munum leggja okkar af mörkum til að staðfesta það í stjórnarskrá að fiskurinn í sjónum, eins og aðrar auðlindir landsins, séu eign þjóðarinnar.“ Sagði Sigurður Ingi að Framsóknarflokkurinn myndi leggja áherslu á að stærri hluti af hagnaði einstakra fyrirtækja rynni til þjóðarinnar. „Við munum líka leggja mikla áherslu á að ná sátt um þau gjöld sem sjávarútvegurinn greiðir, ná sátt um að stærri hluti af ofurhagnaði einstakra fyrirtækja, samhliða verulega aukinni arðsemi greinarinnar næstu tíu ár, renni til þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar. Við erum til í samtalið um hvernig þessi sátt, sem er nauðsynleg, ekki síst fyrir greinina sjálfa – náist. Það er mikilvægt að ná samstöðu um réttlátari skiptingu á hagnaði af sjávarauðlindinni.“ Framsóknarflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Sjávarútvegur Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Flokksþing Framsóknarflokksins fer nú fram á Grand hótel í Reykjavík. Þar hélt Sigurður Ingi ræðu þar sem hann fór yfir stöðuna hér á landi og í heimsmálunum, eins og horfir við honum. Sigurður Ingi ræddi fyrst stöðuna í Úkraínu vegna innrásar Rússa. Minntist hann uppvaxtaráranna í skugga kalda stríðsins þar sem ógnartilfinningin var alltaf handan við hornið vegna kjarnorkuvopnaógnarinnar. „Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa þá ógnartilfinningu sem ég fann bærast innra með mér þegar Pútín minnti á kjarnorkuvopnaeign Rússlands,“ sagði Sigurður Ingi og átti þar við Vladímir Pútín Rússlandsforseta. Horfa má á ræðuna í heild sinni hér að neðan. Hún hefst þegar um 44 mínútur er liðnar af myndbandinu. Í ræðu sinni sagði Sigurður Ingi að samstaða væri eina svarið við árás Rússa á Úkraínumenn. Þá ýjaði hann að því að Ísland gæti komið til aðstoðar í Úkraínu að loknu stríði. „Okkar þekking í vopnabrölti er lítil en þekking okkar í að byggja upp innviði er mikil og getur komið til góða þegar kemur að því að byggja upp eftir stríð,“ sagði Sigurður Ingi sem sagðist vonast eftir því að stríðið myndi ekki standa lengra. „Vonandi verður stríðið ekki of langt, það er búið að vera of langt nú þegar. Vonandi verður það ekki blóðugra en enn er orðið og vonandi tekst að stöðva þessi illvirki. Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml sem eru yfir stjórn þessa merkilega lands, Rússlands,“ sagði Sigurður Ingi. Áhyggjur af ofurhagnaði og ítökum sjávarútvegsfyrirtækja Í ræðunni kom Sigurður Ingi einnig inn á sjávarútveginn hér á landi. Sagði hann að mikilvægt væri að ná samstöðu um réttlátari skiptingu á hagnaði af sjávarauðlindinni. Sagði Sigurður Ingi að íslenskur sjávarútvegur væri í fremstu röð í heiminum, hér hefðu sjávarútvegsfyrirtæki sýnt mikinn metnað og náð miklum árangri í nýtingu sjávarfangs. Sjávarútvegurinn hér væri hátæknigrein þar sem nýjustu tækni væri beitt til að auka vermæti sjávarafla. Engu að síður væri ofurhagnaður einstakra fyrirtækja og aukin ítök sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum greinum áhyggjuefni. Sigurður Ingi mærði hugvitið í íslenskum sjávarútvegi en sagði að Framsókn hefði áhyggjur af ofurhagnaði einstakra fyrirtækja í geiranum.Vísir/Jóhann „Ofurhagnaður einstakra fyrirtækja og sífellt aukin ítök sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum greinum er eitthvað sem við í Framsókn höfum haft áhyggjur af. Við höfum lagt mikla áherslu á að þjóðareign auðlinda verði skýrð í stjórnarskrá Íslands. Því miður hefur stjórnmálaflokkunum ekki auðnast að ná samhljómi um stjórnarskrárbreytingar en við munum leggja okkar af mörkum til að staðfesta það í stjórnarskrá að fiskurinn í sjónum, eins og aðrar auðlindir landsins, séu eign þjóðarinnar.“ Sagði Sigurður Ingi að Framsóknarflokkurinn myndi leggja áherslu á að stærri hluti af hagnaði einstakra fyrirtækja rynni til þjóðarinnar. „Við munum líka leggja mikla áherslu á að ná sátt um þau gjöld sem sjávarútvegurinn greiðir, ná sátt um að stærri hluti af ofurhagnaði einstakra fyrirtækja, samhliða verulega aukinni arðsemi greinarinnar næstu tíu ár, renni til þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar. Við erum til í samtalið um hvernig þessi sátt, sem er nauðsynleg, ekki síst fyrir greinina sjálfa – náist. Það er mikilvægt að ná samstöðu um réttlátari skiptingu á hagnaði af sjávarauðlindinni.“
Framsóknarflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Sjávarútvegur Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira