Sérbýli hækkar um 27% milli ára: Stórauka þarf uppbyggingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. mars 2022 12:31 Ríkisstjórnarfundur í Ráðherrabústaðnum Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um ríflega fimmtung milli ára samkvæmt upplýsingum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Meðalverð á fermetra í fjölbýli er rúmlega hundrað og tuttugu þúsund hærra nú en fyrir ári. Forsætisráðherra segir aðgerða þörf hjá ríki og sveitarfélögum. Meðalfermetra verð á íbúð í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu frá desember til mars var 624 þúsund krónur en fyrir ári var það um 550 þúsund samkvæmt upplýsingum úr Þjóðskrá. Þá seldust tæplega 40 prósent íbúða á landinu öllu yfir ásettu verði í janúar. Þar af seldust um 45 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði og hefur það hlutfall aldrei mælst hærra samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Tólf mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu nam um 22 prósent umí janúar, þar af hækkaði sérbýli um 27 prósent en fjölbýli um 21,5 prósent. Samtök iðnaðarins bentu á í upphafi mánaðarins að það hafi ekki sést annar eins húsnæðisskortur í langan tíma. Þörfin á nýjum íbúðum nemi um 4.000 íbúðum á ári, en framboðið sé um 1.500 íbúðir. Það vanti nýtt land undir byggingar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir brýnt að bregðast við húsnæðiskortinum. „Það er skortur á framboði. Við erum ekki að byggja nóg til að mæta mannfjöldaspá Hagstofunnar. Það liggur fyrir að frekari aðgerða er þörf af hálfu ekki bara ríkis heldur líka sveitarfélaga. Nú er átakshópur að störfum vegna þessa þar sem sitja fulltrúar ríkis, sveitarfélaga, verklýðshreyfingarinnar og annarra aðila á vinnumarkaði þar sem verið er að móta tillögur til að mæta vandanum,“ segir Katrín. Húsnæðismál Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Um helmingur íbúða á höfuðborgarsvæðinu seldist yfir ásettu verði í janúar Rétt tæplega 40 prósent íbúða á landinu öllu seldust yfir ásettu verði í janúarmánuði og um 44,9 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallið hefur aldrei mælst hærra. 17. mars 2022 08:52 Vilja nú fjörutíu milljónum meira fyrir hús sem var keypt í júlí Hús á Lindarbraut á Seltjarnarnesi, sem hefur verið á sölu í fimm mánuði, hefur hækkað um rúmar tuttugu milljónir króna í verði frá því það var sett á sölu. Húsið er 183,4 fermetrar og er til sölu fyrir 192 milljónir króna. 16. mars 2022 12:58 Verðbólguvæntingar fjárfesta ekki verið hærri frá hruni, bankinn þarf að „gefa skýr skilaboð“ Verðbólguhorfurnar hafa versnað til muna á skömmum tíma, rétt eins og í öðrum löndum í kringum okkur, og eru íslenskir fjárfestar á skuldabréfamarkaði að sjá fyrir sér að verðbólguskotið sem kunni að vera í vændum verði það mikið að ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggðum ríkisskuldabréfum „muni étast upp í verðbólgunni.“ 16. mars 2022 06:00 Vísitala íbúðaverðs hækkað um 22,5 prósent síðastliðið ár Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 844,0 stig í febrúar og hækkar um 2,5% á milli mánaða. Þetta er meiri hækkun en í janúar og desember þegar vísitalan hækkaði um 1,7% og 1,8% frá fyrri mánuði. 15. mars 2022 18:20 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Meðalfermetra verð á íbúð í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu frá desember til mars var 624 þúsund krónur en fyrir ári var það um 550 þúsund samkvæmt upplýsingum úr Þjóðskrá. Þá seldust tæplega 40 prósent íbúða á landinu öllu yfir ásettu verði í janúar. Þar af seldust um 45 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði og hefur það hlutfall aldrei mælst hærra samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Tólf mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu nam um 22 prósent umí janúar, þar af hækkaði sérbýli um 27 prósent en fjölbýli um 21,5 prósent. Samtök iðnaðarins bentu á í upphafi mánaðarins að það hafi ekki sést annar eins húsnæðisskortur í langan tíma. Þörfin á nýjum íbúðum nemi um 4.000 íbúðum á ári, en framboðið sé um 1.500 íbúðir. Það vanti nýtt land undir byggingar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir brýnt að bregðast við húsnæðiskortinum. „Það er skortur á framboði. Við erum ekki að byggja nóg til að mæta mannfjöldaspá Hagstofunnar. Það liggur fyrir að frekari aðgerða er þörf af hálfu ekki bara ríkis heldur líka sveitarfélaga. Nú er átakshópur að störfum vegna þessa þar sem sitja fulltrúar ríkis, sveitarfélaga, verklýðshreyfingarinnar og annarra aðila á vinnumarkaði þar sem verið er að móta tillögur til að mæta vandanum,“ segir Katrín.
Húsnæðismál Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Um helmingur íbúða á höfuðborgarsvæðinu seldist yfir ásettu verði í janúar Rétt tæplega 40 prósent íbúða á landinu öllu seldust yfir ásettu verði í janúarmánuði og um 44,9 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallið hefur aldrei mælst hærra. 17. mars 2022 08:52 Vilja nú fjörutíu milljónum meira fyrir hús sem var keypt í júlí Hús á Lindarbraut á Seltjarnarnesi, sem hefur verið á sölu í fimm mánuði, hefur hækkað um rúmar tuttugu milljónir króna í verði frá því það var sett á sölu. Húsið er 183,4 fermetrar og er til sölu fyrir 192 milljónir króna. 16. mars 2022 12:58 Verðbólguvæntingar fjárfesta ekki verið hærri frá hruni, bankinn þarf að „gefa skýr skilaboð“ Verðbólguhorfurnar hafa versnað til muna á skömmum tíma, rétt eins og í öðrum löndum í kringum okkur, og eru íslenskir fjárfestar á skuldabréfamarkaði að sjá fyrir sér að verðbólguskotið sem kunni að vera í vændum verði það mikið að ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggðum ríkisskuldabréfum „muni étast upp í verðbólgunni.“ 16. mars 2022 06:00 Vísitala íbúðaverðs hækkað um 22,5 prósent síðastliðið ár Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 844,0 stig í febrúar og hækkar um 2,5% á milli mánaða. Þetta er meiri hækkun en í janúar og desember þegar vísitalan hækkaði um 1,7% og 1,8% frá fyrri mánuði. 15. mars 2022 18:20 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Um helmingur íbúða á höfuðborgarsvæðinu seldist yfir ásettu verði í janúar Rétt tæplega 40 prósent íbúða á landinu öllu seldust yfir ásettu verði í janúarmánuði og um 44,9 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallið hefur aldrei mælst hærra. 17. mars 2022 08:52
Vilja nú fjörutíu milljónum meira fyrir hús sem var keypt í júlí Hús á Lindarbraut á Seltjarnarnesi, sem hefur verið á sölu í fimm mánuði, hefur hækkað um rúmar tuttugu milljónir króna í verði frá því það var sett á sölu. Húsið er 183,4 fermetrar og er til sölu fyrir 192 milljónir króna. 16. mars 2022 12:58
Verðbólguvæntingar fjárfesta ekki verið hærri frá hruni, bankinn þarf að „gefa skýr skilaboð“ Verðbólguhorfurnar hafa versnað til muna á skömmum tíma, rétt eins og í öðrum löndum í kringum okkur, og eru íslenskir fjárfestar á skuldabréfamarkaði að sjá fyrir sér að verðbólguskotið sem kunni að vera í vændum verði það mikið að ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggðum ríkisskuldabréfum „muni étast upp í verðbólgunni.“ 16. mars 2022 06:00
Vísitala íbúðaverðs hækkað um 22,5 prósent síðastliðið ár Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 844,0 stig í febrúar og hækkar um 2,5% á milli mánaða. Þetta er meiri hækkun en í janúar og desember þegar vísitalan hækkaði um 1,7% og 1,8% frá fyrri mánuði. 15. mars 2022 18:20