„Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef lent í“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. mars 2022 20:00 Jón Arnar Guðbrandsson veitingamaður. Hann ætlar að opna veitingastað þar sem fólk eldra en 60 ára fær vinnu. arnar halldórsson Veitingamaður sem ákvað að auglýsa sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri segir viðbrögð við auglýsingunni það ótrúlegasta sem hann hafi lent í. Hann segir ótal kosti við þennan hóp starfsfólks og telur mikla aldursfordóma ríkja í samfélaginu. Undanfarið hafa borist fréttir af því að fólk yfir fimmtugt eigi erfitt með að fá vinnu sökum aldurs. Jóni Arnari veitingamanni sem vinnur nú að því að opna veitingastaðinn Grazie Trattoria varð við að heyra viðtöl á borð við þetta hér að neðan. Arnar segir að það erfiðasta við að opna veitingastað sé sú áskorun að ráða starfsfólk og nýverið hafi hann áttað sig á því að stór hópur fólks á besta aldri bíði eftir því að fá vinnu. Viðbrögðin ótrúleg Hann brá því á það ráð að óska sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri. „Sko viðbrögðin eru búin að vera ótrúlega. Ég er búinn að gera margt um ævina en þetta er það ótrúlegasta sem ég hef lent í, ég verð að segja það,“ sagði Jón Arnar Guðbrandsson, veitingamaður og eigandi Grazie Trattoria. Yfir hundrað umsóknir hafa borist auk tugi fyrirspurna. Það sé þó hans tilfinning að hópurinn sé hræddur við höfnun. „Já ég var að spá í að sækja um hjá þér en ég veit ekki hvort ég sé rétta manneskjan. Þetta er kannski of mikið eða lítið?“ Þau eru bara pínu hrædd við að koma því þau eru búin kannski að sækja um tugi starfa en hafa yfirleitt ekki fengið svar til baka.“ Minni líkur á að starfsfólkið hringi sig inn veikt vegna þynnku Hann segir ótal kosti við að hafa fólk á þessum aldri í vinnu. Til dæmis þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að það hringi sig inn veikt um helgar vegna timburmanna. „Ég hef grun um það að þegar ég mæti þá bíði þeir við hurðina og ég held að það sé pottþétt að við munum fá þau alltaf í vinnuna og aldrei of seint.“ Jón Arnar Guðbrandsson eigandi Grazie Trattoria. Stefnt er að því að opna staðinn í lok mánaðar en staðurinn er staðsettur á Hverfisgötu.arnar halldórsson Mikill félagsskapur fólginn í vinnu Hann segið að i vinnu felist mikill félagsskapur, sérstaklega fyrir þennan hóp fólks og rifjar upp sögu af 73 ára vini sem missti vinnuna vegna aldurs „En svo er hann að vinna alltaf núna á föstudögum. Þá fer hann og er að skera kjöt á einum veitingastað og hann bíður alla vikuna eftir því að komast í vinnuna og hitta alla og spjalla.“ Jón segir að miklir aldursfordómar ríki á Íslandi. „Og ég sjálfur. Ég hef verið að reka veitingastað og vildi helst engann yfir þrítugt. Ég hugsa núna bara hvað var ég að hugsa. Þetta er galið. Ég trúi því að þetta muni breyta viðhorfi margra.“ Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Undanfarið hafa borist fréttir af því að fólk yfir fimmtugt eigi erfitt með að fá vinnu sökum aldurs. Jóni Arnari veitingamanni sem vinnur nú að því að opna veitingastaðinn Grazie Trattoria varð við að heyra viðtöl á borð við þetta hér að neðan. Arnar segir að það erfiðasta við að opna veitingastað sé sú áskorun að ráða starfsfólk og nýverið hafi hann áttað sig á því að stór hópur fólks á besta aldri bíði eftir því að fá vinnu. Viðbrögðin ótrúleg Hann brá því á það ráð að óska sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri. „Sko viðbrögðin eru búin að vera ótrúlega. Ég er búinn að gera margt um ævina en þetta er það ótrúlegasta sem ég hef lent í, ég verð að segja það,“ sagði Jón Arnar Guðbrandsson, veitingamaður og eigandi Grazie Trattoria. Yfir hundrað umsóknir hafa borist auk tugi fyrirspurna. Það sé þó hans tilfinning að hópurinn sé hræddur við höfnun. „Já ég var að spá í að sækja um hjá þér en ég veit ekki hvort ég sé rétta manneskjan. Þetta er kannski of mikið eða lítið?“ Þau eru bara pínu hrædd við að koma því þau eru búin kannski að sækja um tugi starfa en hafa yfirleitt ekki fengið svar til baka.“ Minni líkur á að starfsfólkið hringi sig inn veikt vegna þynnku Hann segir ótal kosti við að hafa fólk á þessum aldri í vinnu. Til dæmis þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að það hringi sig inn veikt um helgar vegna timburmanna. „Ég hef grun um það að þegar ég mæti þá bíði þeir við hurðina og ég held að það sé pottþétt að við munum fá þau alltaf í vinnuna og aldrei of seint.“ Jón Arnar Guðbrandsson eigandi Grazie Trattoria. Stefnt er að því að opna staðinn í lok mánaðar en staðurinn er staðsettur á Hverfisgötu.arnar halldórsson Mikill félagsskapur fólginn í vinnu Hann segið að i vinnu felist mikill félagsskapur, sérstaklega fyrir þennan hóp fólks og rifjar upp sögu af 73 ára vini sem missti vinnuna vegna aldurs „En svo er hann að vinna alltaf núna á föstudögum. Þá fer hann og er að skera kjöt á einum veitingastað og hann bíður alla vikuna eftir því að komast í vinnuna og hitta alla og spjalla.“ Jón segir að miklir aldursfordómar ríki á Íslandi. „Og ég sjálfur. Ég hef verið að reka veitingastað og vildi helst engann yfir þrítugt. Ég hugsa núna bara hvað var ég að hugsa. Þetta er galið. Ég trúi því að þetta muni breyta viðhorfi margra.“
Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira