Körfubolti

Tvítug körfuboltastelpa átti troðslu helgarinnar í Marsfárinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Francesca Belibi er hér fagnað af liðsfélögum sínum í Stanford liðinu.
Francesca Belibi er hér fagnað af liðsfélögum sínum í Stanford liðinu. Getty/Douglas Stringer

Fran Belibi átti mögulega og mjög líklega tilþrif helgarinnar í bandaríska háskólakörfuboltanum þegar Stanford skólinn vann 78-37 stórsigur á Montana State í 64 liða úrslitunum úrslitakeppninnar.

Belibi varði þá þriggja stiga skot frá leikmanni Montana, náði frákastinu sjálf, brunaði upp allan völlinn og tróð boltanum í körfuna í hraðaupphlaupinu.

Ekki alveg dæmigerð tilþrif sem við sjáum í kvennakörfunni en þeim mun mikilfenglegri fyrir vikið. Það má sjá þessi frábæru tilþrif hennar hér fyrir neðan.

Belibi varð aðeins áttunda konan til að troða boltanum í háskólakörfubolta kvenna í Bandaríkjunum þegar hún gerði það í fyrsta sinn árið 2020. Síðan hefur hún endurtekið leikinn og er nú farinn að gera það í sjálfri úrslitakeppninni.

Belibi er tvítug og á sínu öðru ári í skólanum en hún og félagar hennar í Stanford urðu meistarar fyrir ári síðan þegar hún var nýliði.

Nú er Belibi í enn stærra hlutverki hjá Stanford en hún er með 8,1 stig, 4,3 fráköst að meðaltali á aðeins 13,0 mínútum í leik.

Belibi var hins vegar atkvæðamikil í þessum sigri með 12 stig, 13 fráköst og 2 varin skot. Hér fyrir neðan má sjá annað sjónarhorn á troðsluna hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×