„Gæti ekki gerst á verri tíma“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2022 13:00 Elías Rafn Ólafsson missir af landsleikjunum við Finnland á laugardaginn og Spán í næstu viku en nær mögulega að spila í Þjóðadeildinni í júní. Getty/Alex Nicodim Elías Rafn Ólafsson fékk slæmar fréttir í gærkvöld þegar í ljós kom að hann hefði handleggsbrotnað. Um er að ræða fyrstu alvarlegu meiðslin hjá þessum 22 ára landsliðsmarkverði í fótbolta. Segja má að upphaf atvinnumannsferils Elíasar, síðustu misseri, hafi verið draumi líkast en síðasta vika líkari martröð. Hann vann sér í fyrra inn stöðu sem aðalmarkvörður eins besta liðs Skandinavíu, Midtjylland í Danmörku, og sló þannig út danska HM-farann Jonas Lössl sem á endanum var lánaður til Brentford í Englandi. Elías vann sig sömuleiðis inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins síðasta haust og hefði sjálfsagt verið að fara að mæta stórliði Spánar í næstu viku en nú verður ekkert af því. „Ég fékk bara högg á framhandlegginn og hann brotnaði,“ segir Elías sem meiddist í 1-0 sigri Midtjylland gegn Silkeborg í gær. Elias olafsson frygter det værste efter sammenstødet med Vallys og kom ud med en kraftig støtteskinne på armen #siffcm #sldk #fcm https://t.co/rMfGHkDm4w— Klaus Egelund (@klausegelund) March 20, 2022 „Þetta var 50/50 stungusending, ég kom út í boltann og hann [Nicolai Vallys, leikmaður Silkeborg] var svolítið seinn að hoppa og fór af fullum krafti í handlegginn á mér með fætinum. Þetta var helvíti vont þarna á þessu augnabliki, og eftir á líka,“ segir Elías sem komst svo að því um kvöldið að um handleggsbrot væri að ræða. „Var mjög spenntur að fá að keppa aftur til að komast almennilega yfir þetta“ Síðustu dagar hafa verið Elíasi erfiðir því meiðslin bætast ofan á vonbrigðin yfir sjaldséðum en skrautlegum mistökum sem Elías gerði á lokamínútu toppslagsins við FC Kaupmannahöfn fyrir rúmri viku, sem urðu til þess að FCK vann 1-0 og náði sex stiga forskoti á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. „Þetta gerist bara í fótboltanum. Það gera allir mistök. Auðvitað var það svekkjandi, og enn frekar vegna þess hvaða leikur þetta var og að þetta var á síðustu sekúndunni. Ég var mjög spenntur að fá að keppa aftur til að komast almennilega yfir þetta. Þetta er bara pirrandi og leiðinlegt,“ segir Elías. Mögulega með í Þjóðadeildinni Hann verður í gifsi næstu 6-8 vikurnar, áður en endurhæfing hefst, og missir því af restinni af tímabilinu í Danmörku: „Þetta er auðvitað bara svekkjandi. Þetta gæti ekki gerst á verri tíma. Núna er bara úrslitakeppnin eftir hjá okkur, og svo er auðvitað mjög svekkjandi líka að missa af þessum landsleikjum. En maður þarf bara að lifa með þessu. Það er ekkert við þessu að gera. Það má segja að þetta séu fyrstu alvöru meiðslin. Það hefur komið upp eitthvað lítið inn á milli en ekkert svona alvarlegt. Það er samt gott að þetta eru þannig meiðsli að það er alveg ákveðinn tímarammi varðandi það hvenær maður kemur til baka,“ segir Elías sem mögulega verður klár í slaginn í júní, með íslenska landsliðinu í Þjóðadeildinni: „Vonandi. Það er alls ekki útilokað.“ Danski boltinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Elías handleggsbrotinn og frá út tímabilið Elías Rafn Ólafsson leikur ekki meira með Midtjylland á tímabilinu eftir að hafa handleggsbrotnað í leik gegn Silkeborg í gær. 21. mars 2022 11:31 Elías Rafn meiddur: Ingvar kallaður inn í landsliðið Ingvar Jónsson, markvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi æfingaleiki. Ástæðan er sú að Elías Rafn Ólafsson meiddist í leik með Midtjylland í dag og verður frá í einhvern tíma vegna þess. 20. mars 2022 23:31 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Sjá meira
Segja má að upphaf atvinnumannsferils Elíasar, síðustu misseri, hafi verið draumi líkast en síðasta vika líkari martröð. Hann vann sér í fyrra inn stöðu sem aðalmarkvörður eins besta liðs Skandinavíu, Midtjylland í Danmörku, og sló þannig út danska HM-farann Jonas Lössl sem á endanum var lánaður til Brentford í Englandi. Elías vann sig sömuleiðis inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins síðasta haust og hefði sjálfsagt verið að fara að mæta stórliði Spánar í næstu viku en nú verður ekkert af því. „Ég fékk bara högg á framhandlegginn og hann brotnaði,“ segir Elías sem meiddist í 1-0 sigri Midtjylland gegn Silkeborg í gær. Elias olafsson frygter det værste efter sammenstødet med Vallys og kom ud med en kraftig støtteskinne på armen #siffcm #sldk #fcm https://t.co/rMfGHkDm4w— Klaus Egelund (@klausegelund) March 20, 2022 „Þetta var 50/50 stungusending, ég kom út í boltann og hann [Nicolai Vallys, leikmaður Silkeborg] var svolítið seinn að hoppa og fór af fullum krafti í handlegginn á mér með fætinum. Þetta var helvíti vont þarna á þessu augnabliki, og eftir á líka,“ segir Elías sem komst svo að því um kvöldið að um handleggsbrot væri að ræða. „Var mjög spenntur að fá að keppa aftur til að komast almennilega yfir þetta“ Síðustu dagar hafa verið Elíasi erfiðir því meiðslin bætast ofan á vonbrigðin yfir sjaldséðum en skrautlegum mistökum sem Elías gerði á lokamínútu toppslagsins við FC Kaupmannahöfn fyrir rúmri viku, sem urðu til þess að FCK vann 1-0 og náði sex stiga forskoti á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. „Þetta gerist bara í fótboltanum. Það gera allir mistök. Auðvitað var það svekkjandi, og enn frekar vegna þess hvaða leikur þetta var og að þetta var á síðustu sekúndunni. Ég var mjög spenntur að fá að keppa aftur til að komast almennilega yfir þetta. Þetta er bara pirrandi og leiðinlegt,“ segir Elías. Mögulega með í Þjóðadeildinni Hann verður í gifsi næstu 6-8 vikurnar, áður en endurhæfing hefst, og missir því af restinni af tímabilinu í Danmörku: „Þetta er auðvitað bara svekkjandi. Þetta gæti ekki gerst á verri tíma. Núna er bara úrslitakeppnin eftir hjá okkur, og svo er auðvitað mjög svekkjandi líka að missa af þessum landsleikjum. En maður þarf bara að lifa með þessu. Það er ekkert við þessu að gera. Það má segja að þetta séu fyrstu alvöru meiðslin. Það hefur komið upp eitthvað lítið inn á milli en ekkert svona alvarlegt. Það er samt gott að þetta eru þannig meiðsli að það er alveg ákveðinn tímarammi varðandi það hvenær maður kemur til baka,“ segir Elías sem mögulega verður klár í slaginn í júní, með íslenska landsliðinu í Þjóðadeildinni: „Vonandi. Það er alls ekki útilokað.“
Danski boltinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Elías handleggsbrotinn og frá út tímabilið Elías Rafn Ólafsson leikur ekki meira með Midtjylland á tímabilinu eftir að hafa handleggsbrotnað í leik gegn Silkeborg í gær. 21. mars 2022 11:31 Elías Rafn meiddur: Ingvar kallaður inn í landsliðið Ingvar Jónsson, markvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi æfingaleiki. Ástæðan er sú að Elías Rafn Ólafsson meiddist í leik með Midtjylland í dag og verður frá í einhvern tíma vegna þess. 20. mars 2022 23:31 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Sjá meira
Elías handleggsbrotinn og frá út tímabilið Elías Rafn Ólafsson leikur ekki meira með Midtjylland á tímabilinu eftir að hafa handleggsbrotnað í leik gegn Silkeborg í gær. 21. mars 2022 11:31
Elías Rafn meiddur: Ingvar kallaður inn í landsliðið Ingvar Jónsson, markvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi æfingaleiki. Ástæðan er sú að Elías Rafn Ólafsson meiddist í leik með Midtjylland í dag og verður frá í einhvern tíma vegna þess. 20. mars 2022 23:31
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti