Facebook og Instagram lokað í Rússlandi vegna ofstækis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 21. mars 2022 14:24 Meta hefur verið gert að loka á Facebook og Instagram í Rússlandi. Getty/Fernando Gutierrez-Juarezþ Rússneskur dómstóll hefur skipað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, að stöðva starfsemi Facebook og Instagram í Rússlandi án fyrirvara. Í úrskurðinum er vísað til „ofstækisvirkni“ og Meta skilgreint sem ofstækisfélag. Frá því að stríð Rússa í Úkraínu hófst fyrir tæpum fjórum vikum síðan hefur stór hluti hernaðarins farið fram í gegn um veraldarvefinn, meðal annars með mynd- og myndbandabirtingum sem sýna eiga veruleika stríðsins. Bæði Rússar og Úkraínumenn hafa háð netstríð sem fyrst og fremst hefur einkennst í metfjölda falsfrétta, -mynda og -myndbanda sem hafa farið í dreifingu um netið. Stjórnvöld í Rússlandi bönnuðu Facebook upphaflega í byrjun mars og takmörkuðu notkun Twitter. Rússneskur dómstóll hefur nú gert Meta, móðurfyrirtæki Instagram og Facebook, að loka í Rússlandi vegna ofstækisvirkni á samfélagsmiðlunum. Fram kemur í frétt TASS, rússnesks fjölmiðils í eigu ríkisins, að meira en 6.400 falsfærslur hafi verið birtar á Instagram frá því að „sértækar hernaðaraðgerðir“ Rússa í Úkraínu hófust. Með úrskurði dómstólsins eru miðlarnir tveir bannaðir og Meta skilgreint sem ofstækisfélag. Athygli vekur að bannið nær ekki til spjallþjónustunnar Whatsapp sem er einnig í eigu Meta. Whatsapp er einn vinsælasti samskiptamiðilinn í Rússlandi. Felix Light, blaðamaður hjá The Moscow Times, segir að Meta sé nú komið í hóp nýnasistahreyfinga, al-Qaeda og stjórnarandstöðuhreyfingar Navalny. Allar hafa verið skilgreindar sem ofstækishreyfingar og starfsemi þeirra bönnuð í Rússlandi. Segja falsfréttum og boðum á mótmæli dreift á Instagram Er þar átt við færslur þar sem sagt er „rangt“ frá gangi mála í Úkraínu, að mati rússneskra yfirvalda. Á það til að mynda við færslur þar sem fjallað er um stríðið sem stríð, innrás eða árásir en ekki „sértæka hernaðaraðgerð“ eins og rússnesk yfirvöld kalla stríðið í Úkraínu. Í frétt Tass er vísað til nýrrar skýrslu Roskomnadzor, eftirlitsstofnunar Rússlands um virkni á samfélagsmiðlum, að meira en 6.400 slíkar færslur hafi birst á Instagram frá upphafi stríðsins. Þar af séu 4.600 færslur þar sem sagt er rangt frá tilgangi aðgerða Rússa í Úkraínu og 1.800 færslur þar sem hvatt er til óeirða og mótmæla gegn aðgerðunum í Úkraínu. Það ber að taka fram að í mörgum tilfellum eru samfélagsmiðlar einu tól Rússa til að heyra og sjá það sem öll heimsbyggðin sér og heyrir frá Úkraínu. Nær allir starfandi miðlar í Rússlandi eru ríkisreknir og þeir fáu sem eru það ekki hafa mjög litla starfsemi innan landamæra Rússlands - lang flestir sjálfstætt starfandi blaðamenn hafa flúið landið eftir að stríðið hófst í Úkraínu. Þá hafa Rússar margir hverjir ekki aðgang að erlendum miðlum, svo sem BBC, Radio Free Europe og Deutsche Welle, eftir að yfirvöld í Rússlandi létu loka á miðlana fyrir „dreifingu falsfrétta“ um innrásina. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Samfélagsmiðlar Meta Facebook Tengdar fréttir Ólafur Ragnar hafður að háði og spotti á Facebook Fjölmargir hafa stigið fram á Facebook og fordæmt ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi sitjandi forseta Íslands þau sem hann viðhafði um innrás Rússa í Úkraínu í viðtali við Egil Helgason á Ríkissjónvarpinu í gær. Þar talar fólk tæpitungulaust. 21. mars 2022 13:14 Búið að finna borg fyrir stelpurnar okkar og Hvít-Rússa Vegna innrásar Rússa í Úkraínu, með aðstoð Hvít-Rússa, hefur ríkt óvissa varðandi mikilvægan útileik Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í fótbolta kvenna. Nú er leikstaður fundinn. 21. mars 2022 12:30 Veltir því fyrir sér hvort Ólafur Ragnar afsaki gjörðir Pútíns Prófessor í stjórnmálafræði veltir því fyrir sér hvort að afsökun fyrir gjörðir Pútíns felist í ummælum Ólafs Ragnars Grímssonar, þess efnis að stækkun Atlantshafsbandalagsins hafi leitt til stríðsins í Úkraínu. 21. mars 2022 12:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Frá því að stríð Rússa í Úkraínu hófst fyrir tæpum fjórum vikum síðan hefur stór hluti hernaðarins farið fram í gegn um veraldarvefinn, meðal annars með mynd- og myndbandabirtingum sem sýna eiga veruleika stríðsins. Bæði Rússar og Úkraínumenn hafa háð netstríð sem fyrst og fremst hefur einkennst í metfjölda falsfrétta, -mynda og -myndbanda sem hafa farið í dreifingu um netið. Stjórnvöld í Rússlandi bönnuðu Facebook upphaflega í byrjun mars og takmörkuðu notkun Twitter. Rússneskur dómstóll hefur nú gert Meta, móðurfyrirtæki Instagram og Facebook, að loka í Rússlandi vegna ofstækisvirkni á samfélagsmiðlunum. Fram kemur í frétt TASS, rússnesks fjölmiðils í eigu ríkisins, að meira en 6.400 falsfærslur hafi verið birtar á Instagram frá því að „sértækar hernaðaraðgerðir“ Rússa í Úkraínu hófust. Með úrskurði dómstólsins eru miðlarnir tveir bannaðir og Meta skilgreint sem ofstækisfélag. Athygli vekur að bannið nær ekki til spjallþjónustunnar Whatsapp sem er einnig í eigu Meta. Whatsapp er einn vinsælasti samskiptamiðilinn í Rússlandi. Felix Light, blaðamaður hjá The Moscow Times, segir að Meta sé nú komið í hóp nýnasistahreyfinga, al-Qaeda og stjórnarandstöðuhreyfingar Navalny. Allar hafa verið skilgreindar sem ofstækishreyfingar og starfsemi þeirra bönnuð í Rússlandi. Segja falsfréttum og boðum á mótmæli dreift á Instagram Er þar átt við færslur þar sem sagt er „rangt“ frá gangi mála í Úkraínu, að mati rússneskra yfirvalda. Á það til að mynda við færslur þar sem fjallað er um stríðið sem stríð, innrás eða árásir en ekki „sértæka hernaðaraðgerð“ eins og rússnesk yfirvöld kalla stríðið í Úkraínu. Í frétt Tass er vísað til nýrrar skýrslu Roskomnadzor, eftirlitsstofnunar Rússlands um virkni á samfélagsmiðlum, að meira en 6.400 slíkar færslur hafi birst á Instagram frá upphafi stríðsins. Þar af séu 4.600 færslur þar sem sagt er rangt frá tilgangi aðgerða Rússa í Úkraínu og 1.800 færslur þar sem hvatt er til óeirða og mótmæla gegn aðgerðunum í Úkraínu. Það ber að taka fram að í mörgum tilfellum eru samfélagsmiðlar einu tól Rússa til að heyra og sjá það sem öll heimsbyggðin sér og heyrir frá Úkraínu. Nær allir starfandi miðlar í Rússlandi eru ríkisreknir og þeir fáu sem eru það ekki hafa mjög litla starfsemi innan landamæra Rússlands - lang flestir sjálfstætt starfandi blaðamenn hafa flúið landið eftir að stríðið hófst í Úkraínu. Þá hafa Rússar margir hverjir ekki aðgang að erlendum miðlum, svo sem BBC, Radio Free Europe og Deutsche Welle, eftir að yfirvöld í Rússlandi létu loka á miðlana fyrir „dreifingu falsfrétta“ um innrásina.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Samfélagsmiðlar Meta Facebook Tengdar fréttir Ólafur Ragnar hafður að háði og spotti á Facebook Fjölmargir hafa stigið fram á Facebook og fordæmt ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi sitjandi forseta Íslands þau sem hann viðhafði um innrás Rússa í Úkraínu í viðtali við Egil Helgason á Ríkissjónvarpinu í gær. Þar talar fólk tæpitungulaust. 21. mars 2022 13:14 Búið að finna borg fyrir stelpurnar okkar og Hvít-Rússa Vegna innrásar Rússa í Úkraínu, með aðstoð Hvít-Rússa, hefur ríkt óvissa varðandi mikilvægan útileik Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í fótbolta kvenna. Nú er leikstaður fundinn. 21. mars 2022 12:30 Veltir því fyrir sér hvort Ólafur Ragnar afsaki gjörðir Pútíns Prófessor í stjórnmálafræði veltir því fyrir sér hvort að afsökun fyrir gjörðir Pútíns felist í ummælum Ólafs Ragnars Grímssonar, þess efnis að stækkun Atlantshafsbandalagsins hafi leitt til stríðsins í Úkraínu. 21. mars 2022 12:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Ólafur Ragnar hafður að háði og spotti á Facebook Fjölmargir hafa stigið fram á Facebook og fordæmt ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi sitjandi forseta Íslands þau sem hann viðhafði um innrás Rússa í Úkraínu í viðtali við Egil Helgason á Ríkissjónvarpinu í gær. Þar talar fólk tæpitungulaust. 21. mars 2022 13:14
Búið að finna borg fyrir stelpurnar okkar og Hvít-Rússa Vegna innrásar Rússa í Úkraínu, með aðstoð Hvít-Rússa, hefur ríkt óvissa varðandi mikilvægan útileik Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í fótbolta kvenna. Nú er leikstaður fundinn. 21. mars 2022 12:30
Veltir því fyrir sér hvort Ólafur Ragnar afsaki gjörðir Pútíns Prófessor í stjórnmálafræði veltir því fyrir sér hvort að afsökun fyrir gjörðir Pútíns felist í ummælum Ólafs Ragnars Grímssonar, þess efnis að stækkun Atlantshafsbandalagsins hafi leitt til stríðsins í Úkraínu. 21. mars 2022 12:00