Stálu HM-gullverðlaunum hans Paul Pogba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2022 11:01 Paul Pogba fagnar heimsmeistaratitlinum í Moskvu með HM-bikarinn í hendinni og HM-gullverðlaunin um hálsinn. EPA-EFE/PETER POWELL Innbrotsþjófarnir sem komust inn á heimili franska knattspyrnumannsins Paul Pogba á dögunum höfðu með sér verðmæti. Innbrotið var framið á meðan Paul Pogba var að spila í Meistaradeildinni á Old Trafford og eiginkona var í stúkunni. Börnin voru hins vegar heima. Pogba ræddi innbrotið í blaðaviðtali og einnig um að hafa orðið þunglyndur eftir að hafa lent í Jose Mourinho á Old Trafford. Paul Pogba: Burglars stole World Cup winner's medal, Man Utd & France midfielder says https://t.co/fspBGyf6qE— BBC News (UK) (@BBCNews) March 22, 2022 Brotist var inn til Pogba 15. mars síðastliðinn en Manchester United var þá að spila örlagaríkan leik á móti Atletico Madrid þar sem United endaði á að detta úr leik í Meistaradeildinni. Meðal þess sem stolið var voru gullverðlaun Poga frá því á heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018. „Þeir tóku skartgripi frá móður minni og HM-gullverðlaunin mín,“ sagði Paul Pogba í viðtali við franska blaðið Le Figaro. „Það sem hræddi mig mest var að bæði börnin mín voru heima með barnfóstru sinni. Hún heyrði allt, hringdi í konuna mína og öryggisverði en læsti sig síðan inn í herbergi með strákunum,“ sagði Pogba. „Hún var í áfalli í marga daga. Aðalatriðið var að það var í lagi með börnin mín,“ sagði Pogba. Pogba talaði líka um andlegt ástand sitt í viðtalinu en hann er nú staddur með franska landsliðinu sem er að fara spila vináttuleiki á móti Fílabeinsströndinni og Suður-Afríku. „Ég hef glímt við þunglyndi á mínum ferli en við tölum bara ekki um slíkt,“ sagði Pogba. Paul Pogba shares he's dealt with depression in his career pic.twitter.com/2lpoJvLiyh— B/R Football (@brfootball) March 22, 2022 „Stundum veistu ekki hver þú ert, stundum viltu bara einangra þig og vera einn. Það eru skýr dæmi um þunglyndi,“ sagði Pogba. „Þetta byrjaði hjá mér persónulega þegar Jose Mourinho var hjá Manchester United. Þú ferð að spyrja sjálfan þig spurninga og ferð að velta því fyrir þér hvort að þetta sé bara þér að kenna. Það er vegna þess að þú hefur aldrei upplifað slíkt áður á ævi þinni,“ sagði Pogba. „Við fáum há laun og kvörtum vanalega ekki en það kemur samt ekki í veg fyrir það að við förum í gegnum erfiða tíma eins og allir aðrir í sínu lífi,“ sagði Pogba. Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira
Innbrotið var framið á meðan Paul Pogba var að spila í Meistaradeildinni á Old Trafford og eiginkona var í stúkunni. Börnin voru hins vegar heima. Pogba ræddi innbrotið í blaðaviðtali og einnig um að hafa orðið þunglyndur eftir að hafa lent í Jose Mourinho á Old Trafford. Paul Pogba: Burglars stole World Cup winner's medal, Man Utd & France midfielder says https://t.co/fspBGyf6qE— BBC News (UK) (@BBCNews) March 22, 2022 Brotist var inn til Pogba 15. mars síðastliðinn en Manchester United var þá að spila örlagaríkan leik á móti Atletico Madrid þar sem United endaði á að detta úr leik í Meistaradeildinni. Meðal þess sem stolið var voru gullverðlaun Poga frá því á heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018. „Þeir tóku skartgripi frá móður minni og HM-gullverðlaunin mín,“ sagði Paul Pogba í viðtali við franska blaðið Le Figaro. „Það sem hræddi mig mest var að bæði börnin mín voru heima með barnfóstru sinni. Hún heyrði allt, hringdi í konuna mína og öryggisverði en læsti sig síðan inn í herbergi með strákunum,“ sagði Pogba. „Hún var í áfalli í marga daga. Aðalatriðið var að það var í lagi með börnin mín,“ sagði Pogba. Pogba talaði líka um andlegt ástand sitt í viðtalinu en hann er nú staddur með franska landsliðinu sem er að fara spila vináttuleiki á móti Fílabeinsströndinni og Suður-Afríku. „Ég hef glímt við þunglyndi á mínum ferli en við tölum bara ekki um slíkt,“ sagði Pogba. Paul Pogba shares he's dealt with depression in his career pic.twitter.com/2lpoJvLiyh— B/R Football (@brfootball) March 22, 2022 „Stundum veistu ekki hver þú ert, stundum viltu bara einangra þig og vera einn. Það eru skýr dæmi um þunglyndi,“ sagði Pogba. „Þetta byrjaði hjá mér persónulega þegar Jose Mourinho var hjá Manchester United. Þú ferð að spyrja sjálfan þig spurninga og ferð að velta því fyrir þér hvort að þetta sé bara þér að kenna. Það er vegna þess að þú hefur aldrei upplifað slíkt áður á ævi þinni,“ sagði Pogba. „Við fáum há laun og kvörtum vanalega ekki en það kemur samt ekki í veg fyrir það að við förum í gegnum erfiða tíma eins og allir aðrir í sínu lífi,“ sagði Pogba.
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira