Ásgeir Örn um lokasprettinn: Skák í gangi og röðin á liðunum gæti breyst töluvert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2022 10:30 Valsmaðurinn Arnór Snær Óskarsson var frábær í bikarúrslitavikunni. Hér skorar hann í undanúrslitaleiknum á móti Val. Vísir/Hulda Margrét Olís-deild karla í handbolta hefst aftur í dag eftir hlé vegna bikarúrslitanna og landsliðsæfinga. Það verða kláraðar fimm umferðir á næstu átján dögum og Guðjón Guðmundsson fékk Ásgeir Örn Hallgrímsson úr Seinni bylgjunni til að fara aðeins yfir hvernig lokakafli mótsins lítur úr. Haukarnir eru á toppnum í deildinni með 27 stig, einu stigi á undan Val sem er í öðru sæti. FH er síðan í þriðja sætinu með 24 stig en á leik til góða. ÍBV er í fjórða sæti með 22 stig en á umræddan leik við FH inni. Skemmtilegir tímar fram undan „Við sjáum núna að þetta eru Haukar, Valur, FH og ÍBV. Þau eru efst og eru að fara að berjast um þetta. Næstu vikur verða mjög skemmtilegar ekki síst í ljósi þess að öll þessi lið eiga leiki innbyrðis. Röðin á liðunum gæti breyst töluvert. Það eru því skemmtilegir tímar fram undan,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. En skiptir fyrsta sæti máli? Klippa: Ásgeir Örn Hallgrímsson um lokasprettinn í Olís deild karla „Já, ég held að það skipti máli því þá ertu með tryggðan heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Það getur skipt máli þegar upp er staðið. Við höfum samt alveg séð að það eru fullt af liðum sem hafa unnið á útivelli,“ sagði Ásgeir Örn. Stjarnan, Afturelding, Selfoss, KA og Fram munu síðan berjast um næstu fjögur sæti inn í úrslitakeppnina. Eitt þeirra mun sitja eftir. Munar bara einu stigi á fimmta og áttunda sæti „Það munar bara einu stigi frá liðunum í fimmta og áttunda sæti. Svo er það spurning hvað Framararnir ætli að gera. Hvort að þeir ætli að blanda sér í baráttuna. Þar er aftur skemmtilegur innbyrðis leikur sem er Fram-KA,“ sagði Ásgeir Örn. „Það er ekkert sjálfgefið að þessi efstu fjögur vinni svo næstu fjögur þegar í úrslitakeppnina er komið,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Meðbyr með KA mönnum „Nei, alls ekki. Ég get alveg ímyndað mér lið eins og KA. Það er ákveðinn meðbyr með þeim. Þeir áttu alveg frábæra helgi í bikarúrslitunum þar sem við sáum þá bæði spila vel, það var mikil stemmning á pöllunum og unglingarnir voru líka að standa sig, vel. Það er ákveðið mómentum í félaginu sem gæti skilað þeim langt. Það verður til dæmis mjög erfitt að fara norður,“ sagði Ásgeir Örn. Stjörnumenn hafa ollið vonbrigðum eftir áramót. „Þeir hafa ollið mjög miklum vonbrigðum, búnir að tapa einhverjum fjórum leikjum í röð og fimm í röð með þessum bikarleik sem þeir tapa. Þeir eru bara í mjög erfiðri stöðu en gætu snúið þessu við ef þeir hafa nýtt þessar þrjár vikur vel þar sem þeir voru í pásu. Farið yfir sinn leik og núllstillt sig svolítið. Þeir eiga alveg nóg inni,“ sagði Ásgeir Örn. Eru þjálfararnir tilbúnir að taka áhættuna? Meiðslastaða liðanna skiptir verulegu máli á þessum tímapunkti á leiktíðinni. „Nú fer smá skák í gang um hvernig þjálfararnir ætla að stilla þessu upp. Þú vilt hafa alla leikmennina þína heila í úrslitakeppninni en að sama skapi þá viltu líka vera á góðu róli þegar úrslitakeppnin byrjar. Þetta er smá skák hvernig þjálfararnir ætla að stilla þessu upp og hvort þeir séu tilbúnir að taka einhverja áhættu með því að hvíla leikmenn,“ sagði Ásgeir Örn. Það má sjá allt viðtalið við Ásgeir Örn hér fyrir ofan. Heil umferð fer fram í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Leikur Fram og KA verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 17.50 og strax á eftir verður sýndur beint kvennaleikur Fram og Stjörnunnar. Þá verður leikur FH og Vals sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.15. Seinni bylgjan gerir síðan upp alla umferðina annað kvöld. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Sjá meira
Haukarnir eru á toppnum í deildinni með 27 stig, einu stigi á undan Val sem er í öðru sæti. FH er síðan í þriðja sætinu með 24 stig en á leik til góða. ÍBV er í fjórða sæti með 22 stig en á umræddan leik við FH inni. Skemmtilegir tímar fram undan „Við sjáum núna að þetta eru Haukar, Valur, FH og ÍBV. Þau eru efst og eru að fara að berjast um þetta. Næstu vikur verða mjög skemmtilegar ekki síst í ljósi þess að öll þessi lið eiga leiki innbyrðis. Röðin á liðunum gæti breyst töluvert. Það eru því skemmtilegir tímar fram undan,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. En skiptir fyrsta sæti máli? Klippa: Ásgeir Örn Hallgrímsson um lokasprettinn í Olís deild karla „Já, ég held að það skipti máli því þá ertu með tryggðan heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Það getur skipt máli þegar upp er staðið. Við höfum samt alveg séð að það eru fullt af liðum sem hafa unnið á útivelli,“ sagði Ásgeir Örn. Stjarnan, Afturelding, Selfoss, KA og Fram munu síðan berjast um næstu fjögur sæti inn í úrslitakeppnina. Eitt þeirra mun sitja eftir. Munar bara einu stigi á fimmta og áttunda sæti „Það munar bara einu stigi frá liðunum í fimmta og áttunda sæti. Svo er það spurning hvað Framararnir ætli að gera. Hvort að þeir ætli að blanda sér í baráttuna. Þar er aftur skemmtilegur innbyrðis leikur sem er Fram-KA,“ sagði Ásgeir Örn. „Það er ekkert sjálfgefið að þessi efstu fjögur vinni svo næstu fjögur þegar í úrslitakeppnina er komið,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Meðbyr með KA mönnum „Nei, alls ekki. Ég get alveg ímyndað mér lið eins og KA. Það er ákveðinn meðbyr með þeim. Þeir áttu alveg frábæra helgi í bikarúrslitunum þar sem við sáum þá bæði spila vel, það var mikil stemmning á pöllunum og unglingarnir voru líka að standa sig, vel. Það er ákveðið mómentum í félaginu sem gæti skilað þeim langt. Það verður til dæmis mjög erfitt að fara norður,“ sagði Ásgeir Örn. Stjörnumenn hafa ollið vonbrigðum eftir áramót. „Þeir hafa ollið mjög miklum vonbrigðum, búnir að tapa einhverjum fjórum leikjum í röð og fimm í röð með þessum bikarleik sem þeir tapa. Þeir eru bara í mjög erfiðri stöðu en gætu snúið þessu við ef þeir hafa nýtt þessar þrjár vikur vel þar sem þeir voru í pásu. Farið yfir sinn leik og núllstillt sig svolítið. Þeir eiga alveg nóg inni,“ sagði Ásgeir Örn. Eru þjálfararnir tilbúnir að taka áhættuna? Meiðslastaða liðanna skiptir verulegu máli á þessum tímapunkti á leiktíðinni. „Nú fer smá skák í gang um hvernig þjálfararnir ætla að stilla þessu upp. Þú vilt hafa alla leikmennina þína heila í úrslitakeppninni en að sama skapi þá viltu líka vera á góðu róli þegar úrslitakeppnin byrjar. Þetta er smá skák hvernig þjálfararnir ætla að stilla þessu upp og hvort þeir séu tilbúnir að taka einhverja áhættu með því að hvíla leikmenn,“ sagði Ásgeir Örn. Það má sjá allt viðtalið við Ásgeir Örn hér fyrir ofan. Heil umferð fer fram í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Leikur Fram og KA verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 17.50 og strax á eftir verður sýndur beint kvennaleikur Fram og Stjörnunnar. Þá verður leikur FH og Vals sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.15. Seinni bylgjan gerir síðan upp alla umferðina annað kvöld. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Sjá meira