„Allt of snemma“ spáin fyrir Bestu-deild kvenna í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2022 13:30 Valskonur urðu Íslandsmeistarar í fyrra og eru sigurstranglegastar í ár. Vísir/Hulda Margrét Í nýjasta þættinum af Lengjubikarmörkum kvenna þá fékk Helena Ólafsdóttir sérfræðinga sína, þær Margréti Láru Viðarsdóttur og Sonnýju Láru Þráinsdóttur, til að spá fyrir um lokaröðina í Bestu-deild kvenna í sumar. Það er náttúrulega enn meira en mánuður í að fyrsti leikur verður spilaður og undirbúningstímabilið en í fullum gangi og það var því krefjandi verkefni fyrir þær stöllur að spá öllum liðunum í ákveðið sæti. „Fullsnemmt sko,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir í léttum tón en lét sig hafa það að spá eins og Margrét Lára. Þær voru alveg sammála um fimm efstu liðin. „Þið eruð sammála um Val í fyrsta sætið og Breiðablik í annað sætið. Þið eruð líka báðar með Selfoss í þriðja sætinu,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Lengjubikarmarka kvenna. „Ég hef bara ofboðslega mikla trú á þessu dæmi á Selfossi. Hef auðvitað ofboðslega mikla trú á Birni og Báru. B-in tvö eiga eftir að standa sig virkilega vel. Þau eru frábærir þjálfarar og eru líka búin að fá til sín góða leikmenn og það eru líka góðir leikmenn fyrir á Selfossi. Um leið og þær finna sinn takt, fara að vinna leiki og fá sjálfstraust, þá hef ég mikla trú á því að þær eiga eftir að gefa Val og Breiðablik harða baráttu,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. „Liðin í öðru til sjötta sæti gætu endað alls staðar,“ sagði Sonný Lára. „Við sáum að Lengjubikarinn var mjög jafn fyrir utan Val og Breiðablik. Það kom ekki í ljós fyrr en í síðasta leik hvaða lið færi í undanúrslitin með Val og Breiðabliki,“ sagði Margrét. Sérfræðingarnir voru ekki sammála um fallliðin. Það má sjá alla spána þeirra Margrétar Láru og Sonný Láru sem og rökstuðning þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Snemmbúin spá fyrir Bestu deild kvenna 2022 Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Það er náttúrulega enn meira en mánuður í að fyrsti leikur verður spilaður og undirbúningstímabilið en í fullum gangi og það var því krefjandi verkefni fyrir þær stöllur að spá öllum liðunum í ákveðið sæti. „Fullsnemmt sko,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir í léttum tón en lét sig hafa það að spá eins og Margrét Lára. Þær voru alveg sammála um fimm efstu liðin. „Þið eruð sammála um Val í fyrsta sætið og Breiðablik í annað sætið. Þið eruð líka báðar með Selfoss í þriðja sætinu,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Lengjubikarmarka kvenna. „Ég hef bara ofboðslega mikla trú á þessu dæmi á Selfossi. Hef auðvitað ofboðslega mikla trú á Birni og Báru. B-in tvö eiga eftir að standa sig virkilega vel. Þau eru frábærir þjálfarar og eru líka búin að fá til sín góða leikmenn og það eru líka góðir leikmenn fyrir á Selfossi. Um leið og þær finna sinn takt, fara að vinna leiki og fá sjálfstraust, þá hef ég mikla trú á því að þær eiga eftir að gefa Val og Breiðablik harða baráttu,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. „Liðin í öðru til sjötta sæti gætu endað alls staðar,“ sagði Sonný Lára. „Við sáum að Lengjubikarinn var mjög jafn fyrir utan Val og Breiðablik. Það kom ekki í ljós fyrr en í síðasta leik hvaða lið færi í undanúrslitin með Val og Breiðabliki,“ sagði Margrét. Sérfræðingarnir voru ekki sammála um fallliðin. Það má sjá alla spána þeirra Margrétar Láru og Sonný Láru sem og rökstuðning þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Snemmbúin spá fyrir Bestu deild kvenna 2022 Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild kvenna Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira