Skærustu stjörnunni sagt upp í gegnum tölvupóst eftir langa störukeppni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. mars 2022 07:31 Enginn leikmaður hefur skorað meira fyrir Esbjerg en Estavana Polman, eða 1.270 mörk. getty/Jan Christensen Hollenska handboltakonan Estavana Polman hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Esbjerg í Danmörku. Hún er ósátt með hvernig staðið var að starfslokum hennar hjá félaginu. Eftir mikla störukeppni milli Polmans og Jespers Jensen, þjálfara Esbjerg, var henni tjáð að hennar krafta væri ekki lengur óskað hjá félaginu, jafnvel þótt samningur hennar við það renni ekki út fyrr en eftir næsta tímabil. Polman hefur leikið með Esbjerg frá 2013. Hún hefur þrisvar sinnum orðið danskur meistari með félaginu og er markahæsti leikmaður í sögu þess. En nú er þeirri sögu lokið. „Undanfarnar vikur hef ég reynt að fá fund með þjálfaranum. Ég túlkaði það þannig að við ættum að hittast og ræða stöðuna. Og ég og ráðgjafi minn reyndum að fá fund með félaginu. En það samþykkti það ekki og þess í stað fékk ég tölvupóst um að ég myndi ekki spila meira fyrir Esbjerg,“ skrifaði Polman á Instagram. „Það er mikilvægt að fyrir mig að segja að þetta var ákvörðun félagsins og svona sá ég ekki fyrir mér að tími minn hjá því myndi enda.“ Um langt árabil var Polman skærasta stjarna Esbjerg og helsta andlit liðsins. Meiðsli í hné hafa hins vegar hægt á henni og hún hefur átt erfitt með að endurheimta sæti sitt í liðinu. Polman og Jensen hafa átt í deilum undanfarna mánuði og stjórn Esbjerg hefur nú tekið þá ákvörðun að hún spili ekki meira með liðinu. „Eftir níu ár hjá félaginu er þetta augljóslega sorgardagur fyrir mig. Ég hef lengi reynt mitt besta til að leysa öll vandamál milli mín, félagsins og þjálfarans. Undanfarnar vikur hef ég reynt að fá fund með þjálfaranum. Því miður verð ég að segja að ég skil ekki ákvörðunina og hvernig henni var miðlað,“ sagði Polman. Ekki liggur fyrir hvað tekur við hjá henni. Sem fyrr sagði er hún enn samningsbundin Esbjerg og yrði að komast að samkomulagi við félagið um að rifta samningnum ef hún ætlar að spila á næsta tímabili. Danski handboltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Enski boltinn Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Eftir mikla störukeppni milli Polmans og Jespers Jensen, þjálfara Esbjerg, var henni tjáð að hennar krafta væri ekki lengur óskað hjá félaginu, jafnvel þótt samningur hennar við það renni ekki út fyrr en eftir næsta tímabil. Polman hefur leikið með Esbjerg frá 2013. Hún hefur þrisvar sinnum orðið danskur meistari með félaginu og er markahæsti leikmaður í sögu þess. En nú er þeirri sögu lokið. „Undanfarnar vikur hef ég reynt að fá fund með þjálfaranum. Ég túlkaði það þannig að við ættum að hittast og ræða stöðuna. Og ég og ráðgjafi minn reyndum að fá fund með félaginu. En það samþykkti það ekki og þess í stað fékk ég tölvupóst um að ég myndi ekki spila meira fyrir Esbjerg,“ skrifaði Polman á Instagram. „Það er mikilvægt að fyrir mig að segja að þetta var ákvörðun félagsins og svona sá ég ekki fyrir mér að tími minn hjá því myndi enda.“ Um langt árabil var Polman skærasta stjarna Esbjerg og helsta andlit liðsins. Meiðsli í hné hafa hins vegar hægt á henni og hún hefur átt erfitt með að endurheimta sæti sitt í liðinu. Polman og Jensen hafa átt í deilum undanfarna mánuði og stjórn Esbjerg hefur nú tekið þá ákvörðun að hún spili ekki meira með liðinu. „Eftir níu ár hjá félaginu er þetta augljóslega sorgardagur fyrir mig. Ég hef lengi reynt mitt besta til að leysa öll vandamál milli mín, félagsins og þjálfarans. Undanfarnar vikur hef ég reynt að fá fund með þjálfaranum. Því miður verð ég að segja að ég skil ekki ákvörðunina og hvernig henni var miðlað,“ sagði Polman. Ekki liggur fyrir hvað tekur við hjá henni. Sem fyrr sagði er hún enn samningsbundin Esbjerg og yrði að komast að samkomulagi við félagið um að rifta samningnum ef hún ætlar að spila á næsta tímabili.
Danski handboltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Enski boltinn Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira