Skærustu stjörnunni sagt upp í gegnum tölvupóst eftir langa störukeppni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. mars 2022 07:31 Enginn leikmaður hefur skorað meira fyrir Esbjerg en Estavana Polman, eða 1.270 mörk. getty/Jan Christensen Hollenska handboltakonan Estavana Polman hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Esbjerg í Danmörku. Hún er ósátt með hvernig staðið var að starfslokum hennar hjá félaginu. Eftir mikla störukeppni milli Polmans og Jespers Jensen, þjálfara Esbjerg, var henni tjáð að hennar krafta væri ekki lengur óskað hjá félaginu, jafnvel þótt samningur hennar við það renni ekki út fyrr en eftir næsta tímabil. Polman hefur leikið með Esbjerg frá 2013. Hún hefur þrisvar sinnum orðið danskur meistari með félaginu og er markahæsti leikmaður í sögu þess. En nú er þeirri sögu lokið. „Undanfarnar vikur hef ég reynt að fá fund með þjálfaranum. Ég túlkaði það þannig að við ættum að hittast og ræða stöðuna. Og ég og ráðgjafi minn reyndum að fá fund með félaginu. En það samþykkti það ekki og þess í stað fékk ég tölvupóst um að ég myndi ekki spila meira fyrir Esbjerg,“ skrifaði Polman á Instagram. „Það er mikilvægt að fyrir mig að segja að þetta var ákvörðun félagsins og svona sá ég ekki fyrir mér að tími minn hjá því myndi enda.“ Um langt árabil var Polman skærasta stjarna Esbjerg og helsta andlit liðsins. Meiðsli í hné hafa hins vegar hægt á henni og hún hefur átt erfitt með að endurheimta sæti sitt í liðinu. Polman og Jensen hafa átt í deilum undanfarna mánuði og stjórn Esbjerg hefur nú tekið þá ákvörðun að hún spili ekki meira með liðinu. „Eftir níu ár hjá félaginu er þetta augljóslega sorgardagur fyrir mig. Ég hef lengi reynt mitt besta til að leysa öll vandamál milli mín, félagsins og þjálfarans. Undanfarnar vikur hef ég reynt að fá fund með þjálfaranum. Því miður verð ég að segja að ég skil ekki ákvörðunina og hvernig henni var miðlað,“ sagði Polman. Ekki liggur fyrir hvað tekur við hjá henni. Sem fyrr sagði er hún enn samningsbundin Esbjerg og yrði að komast að samkomulagi við félagið um að rifta samningnum ef hún ætlar að spila á næsta tímabili. Danski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Eftir mikla störukeppni milli Polmans og Jespers Jensen, þjálfara Esbjerg, var henni tjáð að hennar krafta væri ekki lengur óskað hjá félaginu, jafnvel þótt samningur hennar við það renni ekki út fyrr en eftir næsta tímabil. Polman hefur leikið með Esbjerg frá 2013. Hún hefur þrisvar sinnum orðið danskur meistari með félaginu og er markahæsti leikmaður í sögu þess. En nú er þeirri sögu lokið. „Undanfarnar vikur hef ég reynt að fá fund með þjálfaranum. Ég túlkaði það þannig að við ættum að hittast og ræða stöðuna. Og ég og ráðgjafi minn reyndum að fá fund með félaginu. En það samþykkti það ekki og þess í stað fékk ég tölvupóst um að ég myndi ekki spila meira fyrir Esbjerg,“ skrifaði Polman á Instagram. „Það er mikilvægt að fyrir mig að segja að þetta var ákvörðun félagsins og svona sá ég ekki fyrir mér að tími minn hjá því myndi enda.“ Um langt árabil var Polman skærasta stjarna Esbjerg og helsta andlit liðsins. Meiðsli í hné hafa hins vegar hægt á henni og hún hefur átt erfitt með að endurheimta sæti sitt í liðinu. Polman og Jensen hafa átt í deilum undanfarna mánuði og stjórn Esbjerg hefur nú tekið þá ákvörðun að hún spili ekki meira með liðinu. „Eftir níu ár hjá félaginu er þetta augljóslega sorgardagur fyrir mig. Ég hef lengi reynt mitt besta til að leysa öll vandamál milli mín, félagsins og þjálfarans. Undanfarnar vikur hef ég reynt að fá fund með þjálfaranum. Því miður verð ég að segja að ég skil ekki ákvörðunina og hvernig henni var miðlað,“ sagði Polman. Ekki liggur fyrir hvað tekur við hjá henni. Sem fyrr sagði er hún enn samningsbundin Esbjerg og yrði að komast að samkomulagi við félagið um að rifta samningnum ef hún ætlar að spila á næsta tímabili.
Danski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira