Húsnæði Garðheima verður rifið en byggt verður á nýjum stað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. mars 2022 22:03 Garðheimafjölskyldan, foreldrar og börnin þeirra. Frá vinstri, Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri. Olga Björney Gísladóttir, innkaupastjóri, Sigurður Björn Gíslason, rekstrarstjóri, Jónína Sigríður Lárusdóttir, stofnandi Garðheima, Gísli Hinrik Sigurðsson, stofnandi Garðheima og Jóna Björk Gísladóttir, markaðsstjóri. Aðsend Nýlega rann upp langþráður dagur hjá Garðheimafjölskyldunni þegar fyrsta skóflustungan að nýjum höfuðstöðvum Garðheima var tekin við Álfabakka 6 í Reykjavík. „Já, við höfum fengið frábæra samstarfsaðila með okkur í vegferðina og erum við sannfærð um að úr verði ein fallegasta garðyrkjumiðstöð, sem reist hefur verið. Hönnun hússins hefur verið í höndum PK arkitekta, Ferils verkfræðistofu, Landslags, Hafstudio og hollenska fyrirtækisins Smiemans, en þeir sérhæfa sig í byggingu garðyrkjumiðstöðva út um allan heim. Um er að ræða 7000 fm stálgrindarhús ásamt útisölusvæði á 20.000 fm lóð sem liggur við rætur Seljahverfisins og niður að Reykjanesbrautinni,“ segir Jóna Björk Gísladóttir, markaðsstjóri Garðheima. Tveggja milljarða króna framkvæmd Garðheimar voru stofnaðir árið 1999 af Gísla Hinrik Sigurðssyni og Jónínu Sigríði Lárusdóttur. Í dag hafa börn þeirra, Sigurður Björn, Kristín Helga, Olga Björney og Jóna Björk Gíslabörn tekið við rekstrinum og starfa þar öll saman undir stjórn Kristínar Helgu Gísladóttur, framkvæmdastjóra. Um 60 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu í dag. Það var vel tekið á því við moksturinn þegar fyrstu skóflustungurnar voru teknar af nýju húsinu. Frá vinstri, Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri, Hinrik Örn Davíðsson, vaktstjóri og barnabarn Gísla og Jónínu, Gísli Hinrik Sigurðsson, stofnandi Garðheima, Matthías Jörvi Jensson, barnabarn Gísla og Jónínu og framtíðar starfsmaður Garðheima og Valdimar Jaki Jensson, sem er líka barnabarn Gísla og Jónínu og framtíðar starfsmaður fyrirtækisins.Aðsend Kostnaður við nýja Garðheima verður um tveir milljarðar króna. Reiknað er með að opnað verði á nýja staðnum vorið 2023. Hagar eiga lóðina og núverandi húsnæði Garðheima, sem og lóðirnar í kring. Þeir hyggjast byggja íbúðablokkir og verslunarhúsnæði í bland á öllum reitnum. Núverandi húsnæði Garðheima verður því rifið. Svona mun nýja húsnæði við Álfabakka 6 líta út. Mikið hefur verið lagt upp úr því að gera húsið eins umhverfisvænt og kostur er. Á lóðinni verða blágrænar ofanvatnslausnir, grasþak yfir hluta hússins, vökvunarkerfi, sem safnar regnvatni til að vökva plöntur í sölu, o.s.frv.Aðsend Reykjavík Garðyrkja Verslun Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Já, við höfum fengið frábæra samstarfsaðila með okkur í vegferðina og erum við sannfærð um að úr verði ein fallegasta garðyrkjumiðstöð, sem reist hefur verið. Hönnun hússins hefur verið í höndum PK arkitekta, Ferils verkfræðistofu, Landslags, Hafstudio og hollenska fyrirtækisins Smiemans, en þeir sérhæfa sig í byggingu garðyrkjumiðstöðva út um allan heim. Um er að ræða 7000 fm stálgrindarhús ásamt útisölusvæði á 20.000 fm lóð sem liggur við rætur Seljahverfisins og niður að Reykjanesbrautinni,“ segir Jóna Björk Gísladóttir, markaðsstjóri Garðheima. Tveggja milljarða króna framkvæmd Garðheimar voru stofnaðir árið 1999 af Gísla Hinrik Sigurðssyni og Jónínu Sigríði Lárusdóttur. Í dag hafa börn þeirra, Sigurður Björn, Kristín Helga, Olga Björney og Jóna Björk Gíslabörn tekið við rekstrinum og starfa þar öll saman undir stjórn Kristínar Helgu Gísladóttur, framkvæmdastjóra. Um 60 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu í dag. Það var vel tekið á því við moksturinn þegar fyrstu skóflustungurnar voru teknar af nýju húsinu. Frá vinstri, Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri, Hinrik Örn Davíðsson, vaktstjóri og barnabarn Gísla og Jónínu, Gísli Hinrik Sigurðsson, stofnandi Garðheima, Matthías Jörvi Jensson, barnabarn Gísla og Jónínu og framtíðar starfsmaður Garðheima og Valdimar Jaki Jensson, sem er líka barnabarn Gísla og Jónínu og framtíðar starfsmaður fyrirtækisins.Aðsend Kostnaður við nýja Garðheima verður um tveir milljarðar króna. Reiknað er með að opnað verði á nýja staðnum vorið 2023. Hagar eiga lóðina og núverandi húsnæði Garðheima, sem og lóðirnar í kring. Þeir hyggjast byggja íbúðablokkir og verslunarhúsnæði í bland á öllum reitnum. Núverandi húsnæði Garðheima verður því rifið. Svona mun nýja húsnæði við Álfabakka 6 líta út. Mikið hefur verið lagt upp úr því að gera húsið eins umhverfisvænt og kostur er. Á lóðinni verða blágrænar ofanvatnslausnir, grasþak yfir hluta hússins, vökvunarkerfi, sem safnar regnvatni til að vökva plöntur í sölu, o.s.frv.Aðsend
Reykjavík Garðyrkja Verslun Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira