Neymar og Messi tala ekki við Hakimi sem er að verða brjálaður hjá PSG Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. mars 2022 11:01 Lionel Messi og hinir Suður-Ameríkumennirnir hjá Paris Saint Germain tala ekki lengur við Achraf Hakimi. getty/Tnani Badreddine Achraf Hakimi vill fara frá Paris Saint-Germain, aðeins nokkrum mánuðum eftir að félagið keypti hann frá Inter. Hakimi var frábær hjá Inter á síðasta tímabili og átti stóran þátt í að liðið varð Ítalíumeistari. Hann hefur ekki náð sama flugi með PSG í vetur og er vansæll innan vallar sem utan. Blaðamaðurinn Daniel Riolo greindi frá því í þættinum Foot Show á RMC að suður-amerískir leikmenn PSG, eins og Lionel Messi og Neymar, töluðu ekki við Hakimi. „Hann er að verða brjálaður. Suður-Ameríkumennirnir tala ekki lengur við hann. Hann vill fara frá PSG. Hann er búinn að fá nóg,“ sagði Riolo. „Hæfileikar hans eru ekki nýttir svo kannski þarftu að láta hann fara. Ég gagnrýndi hann fyrir misjafna spilamennsku en það verður að segjast að hann á erfitt með að láta ljós sitt skína í þessu liði. Hann er eðlilega reiður og mælirinn er fullur.“ Mars hefur verið hræðilegur hjá PSG. Liðið féll úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa kastað tveggja marka forskoti frá sér gegn Real Madrid. Og um helgina steinlá Parísarliðið fyrir Monaco, 3-0. Liðsandinn er í molum en samkvæmt RMC skiptist leikmannahópurinn í tvær klíkur, leikmenn sem eru frönskumælandi og Suður-Ameríkumenn. PSG á franska meistaratitilinn vísan en liðið er með tólf stiga forskot á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar. PSG er hins vegar dottið út úr frönsku bikarkeppninni og Meistaradeildinni eins og áður sagði. Franski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Hakimi var frábær hjá Inter á síðasta tímabili og átti stóran þátt í að liðið varð Ítalíumeistari. Hann hefur ekki náð sama flugi með PSG í vetur og er vansæll innan vallar sem utan. Blaðamaðurinn Daniel Riolo greindi frá því í þættinum Foot Show á RMC að suður-amerískir leikmenn PSG, eins og Lionel Messi og Neymar, töluðu ekki við Hakimi. „Hann er að verða brjálaður. Suður-Ameríkumennirnir tala ekki lengur við hann. Hann vill fara frá PSG. Hann er búinn að fá nóg,“ sagði Riolo. „Hæfileikar hans eru ekki nýttir svo kannski þarftu að láta hann fara. Ég gagnrýndi hann fyrir misjafna spilamennsku en það verður að segjast að hann á erfitt með að láta ljós sitt skína í þessu liði. Hann er eðlilega reiður og mælirinn er fullur.“ Mars hefur verið hræðilegur hjá PSG. Liðið féll úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa kastað tveggja marka forskoti frá sér gegn Real Madrid. Og um helgina steinlá Parísarliðið fyrir Monaco, 3-0. Liðsandinn er í molum en samkvæmt RMC skiptist leikmannahópurinn í tvær klíkur, leikmenn sem eru frönskumælandi og Suður-Ameríkumenn. PSG á franska meistaratitilinn vísan en liðið er með tólf stiga forskot á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar. PSG er hins vegar dottið út úr frönsku bikarkeppninni og Meistaradeildinni eins og áður sagði.
Franski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira