Gríðarlegt álag á bráðamóttöku barna vegna inflúensu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. mars 2022 14:01 Valtýr Thors, barnalæknir. Vísir/Arnar Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku barna í vikunni vegna inflúensu og kórónuveirunnar. Aðsóknarmet hafa verið slegin dag eftir dag, að sögn Valtýs Thors, barnalæknis á Barnaspítala Hringsins. „Þetta er að slaga upp í hundrað komur á dag. Aðsóknarmetin hafa lengi verið í kringum áttatíu en núna er þetta yfir níutíu á hverjum einasta degi og alveg óhemju mikið álag,” segir Valtýr. Árleg inflúensa hefur verið að gera vart við sig að undanförnu en stærstur hluti þeirra sem greinist í dag eru börn en viðbúið er að fleiri fullorðnir smitist í framhaldinu. Eitt barn er inniliggjandi á spítala með inflúensu og fimm börn með covid-19, þar af er nýburi á gjörgæslu á vökudeild. Valtýr segir að einkenni inflúensu og covid séu keimlík og oft erfitt að greina þar á milli með skoðun einni og sér. Þá sé útlit fyrir að börn sem nýverið hafi veikst séu móttækilegri fyrir næstu pest. „Við erum að sjá mjög mikið af krökkum, ekki bara á spítalanum heldur líka á heilsugæslunni og hjá öðrum barnalæknum úti í bæ, sem eru að glíma við síendurtekin veikindi, allt frá október, desember og jafnvel fyrr. Þetta veldur miklu álagi, á börnin fyrst og fremst en líka á heilbrigðisþjónustuna og auðvitað foreldrana.” Hann segir að spítalinn ráði enn við ástandið en vonar að það fari að hægjast um. „Þetta er allt á bláþræði hjá okkur, að því leytinu til að við erum ekki bara með bráðamóttökuna heldur líka inniliggjandi á deildinni. Það eru allir á hlaupum alla daga og við erum að vonast til að þegar fer að sljákka í inflúensunni að það komi tímabil þar sem fólk geti aðeins hlaðið batteríin. En það verður bara að koma í ljós,” segir Valtýr og tekur fram að þrátt fyrir eril á spítalanum eigi fólk ekki að veigra sér við því að leita þangað. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
„Þetta er að slaga upp í hundrað komur á dag. Aðsóknarmetin hafa lengi verið í kringum áttatíu en núna er þetta yfir níutíu á hverjum einasta degi og alveg óhemju mikið álag,” segir Valtýr. Árleg inflúensa hefur verið að gera vart við sig að undanförnu en stærstur hluti þeirra sem greinist í dag eru börn en viðbúið er að fleiri fullorðnir smitist í framhaldinu. Eitt barn er inniliggjandi á spítala með inflúensu og fimm börn með covid-19, þar af er nýburi á gjörgæslu á vökudeild. Valtýr segir að einkenni inflúensu og covid séu keimlík og oft erfitt að greina þar á milli með skoðun einni og sér. Þá sé útlit fyrir að börn sem nýverið hafi veikst séu móttækilegri fyrir næstu pest. „Við erum að sjá mjög mikið af krökkum, ekki bara á spítalanum heldur líka á heilsugæslunni og hjá öðrum barnalæknum úti í bæ, sem eru að glíma við síendurtekin veikindi, allt frá október, desember og jafnvel fyrr. Þetta veldur miklu álagi, á börnin fyrst og fremst en líka á heilbrigðisþjónustuna og auðvitað foreldrana.” Hann segir að spítalinn ráði enn við ástandið en vonar að það fari að hægjast um. „Þetta er allt á bláþræði hjá okkur, að því leytinu til að við erum ekki bara með bráðamóttökuna heldur líka inniliggjandi á deildinni. Það eru allir á hlaupum alla daga og við erum að vonast til að þegar fer að sljákka í inflúensunni að það komi tímabil þar sem fólk geti aðeins hlaðið batteríin. En það verður bara að koma í ljós,” segir Valtýr og tekur fram að þrátt fyrir eril á spítalanum eigi fólk ekki að veigra sér við því að leita þangað.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira