Hatursorðræða og fjórða valdið Jódís Skúladóttir skrifar 27. mars 2022 08:00 Lyfjafyrirtæki er að prófa lyf við krabbameini í legi og býður konum að skrá sig í lyfjarannsóknina. Ég læt skrá mig sem konu, því ég skilgreini mig sem konu. Lyfjafyrirtækið gerir athugasemd og hafnar mér. Ég fæddist vissulega í líkama konu, hef alltaf upplifað mig sem slíka en vegna heilsubrests varð að fjarlægja úr mér legið og því hefur ríkið og lyfjafyrirtækið tekið þá ákvörðun að banna mér að skilgreina mig sem konu. Ég passa ekki lengur inn í þann fyrir fram gefna og ferkantaða raunveruleika sem þröngsýni og kredduháttur fortíðar heimtar að mér sé troðið í. Nei sem betur fer stendur ríkið vörð um réttindi fólks og hver manneskja sem af einhverjum ástæðum, hverjar svo sem þær kunna að vera, fellur ekki að hinu hefðbundna tvíhyggjukerfi á nú lagalegan rétt þökk sé ríkistjórn Katrínar Jakobsdóttur og þeim sem studdu mál um kynrænt sjálfræði. En það er auðvitað galið að ég sé að eyða púðri í að svara svo ömurlegum skrifum og birtust í Morgunblaðinu þann 25. mars síðastliðinn og voru rituð af Írisi Erlingsdóttur. Höfundur titlar sig sem fjölmiðlafræðing undir greininni og mig langar því að nota tækifærið og fjalla nánar um hlutverk og takmörk fjölmiðla þegar kemur að réttindabaráttu minnihlutahópa. Fjölmiðlar eru hið svo kallaða fjórða vald samfélagsins. Þegar þrískiptingu ríkisvaldsins sleppir, ss. löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldi, geta fjölmiðlar haft gríðarleg áhrif á mótun samfélagsins. Við höfum séð þessu valdi beitt bæði til góðs og ills í heiminum. Áróður ýmiskonar gegn minnihlutahópum hefur í gegnum söguna verið notaður til að ýta undir hatur og ofbeldi. En einnig hafa fjölmiðlar með valdi sínu komið góðum verkum í höfn með þéttu aðhaldi og opinni umræðu um krefjandi mál. Árið 2022 er skelfilegt að jafn stór og mikilvægur fjölmiðill og Morgunblaðið er skuli leyfa sér að birta hatursorðræðu sem vegur ekki bara að heiðri eins þjóðfélagshóps heldur er til þess fallin að ýta undir mismunun og hatur gegn einstaklingum í veikri stöðu. Nú hefur maður, sem notar svipaða orðræðu um hinsegin fólk og birtist í grein Írisar, hafið stríð Í Evrópu. Orðræðu sem hefur ýtt undir mismunun og ofbeldi í hans heimalandi og jafnvel kostað mannslíf. Ekkert getur réttlætt slíka orðræðu en hún gýs jafnan upp þegar við látum áróður og fasisma í fjölmiðlum leyfast án athugasemda. Ég veit að ég nota sterk orð en staðan í löndum þar sem öfgastefnur seytla inn í meðvitund okkar gegnum fjölmiðla sem misnota vald sitt, er með slíkum hætti að transfólk er í lífshættu. Þess vegna má ekki láta svona skrif í fjölmiðla á Íslandi standa óáreitt. Við verðum að láta í okkur heyra og segja NEI við samþykkjum ekki að nokkur manneskja, hvaða hópi sem hún tilheyri, þurfi að sitja undir slíkum áróðri og niðurlægingu. Þetta er fyrir neðan virðingu miðilsins og teldi ég réttast að ritstjórn vandaði betur til verka í framtíðinni þegar birta á aðsendar greinar og jafnvel hefði ég talið fulla ástæðu til að stjórnin bæðist afsökunar fyrir hönd blaðsins á því að birta áróður og niðrandi ummæli um transfólk árið 2022 þegar okkur ber öllum að standa vörð um fjölbreytt samfélag. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Hinsegin Jódís Skúladóttir Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Lyfjafyrirtæki er að prófa lyf við krabbameini í legi og býður konum að skrá sig í lyfjarannsóknina. Ég læt skrá mig sem konu, því ég skilgreini mig sem konu. Lyfjafyrirtækið gerir athugasemd og hafnar mér. Ég fæddist vissulega í líkama konu, hef alltaf upplifað mig sem slíka en vegna heilsubrests varð að fjarlægja úr mér legið og því hefur ríkið og lyfjafyrirtækið tekið þá ákvörðun að banna mér að skilgreina mig sem konu. Ég passa ekki lengur inn í þann fyrir fram gefna og ferkantaða raunveruleika sem þröngsýni og kredduháttur fortíðar heimtar að mér sé troðið í. Nei sem betur fer stendur ríkið vörð um réttindi fólks og hver manneskja sem af einhverjum ástæðum, hverjar svo sem þær kunna að vera, fellur ekki að hinu hefðbundna tvíhyggjukerfi á nú lagalegan rétt þökk sé ríkistjórn Katrínar Jakobsdóttur og þeim sem studdu mál um kynrænt sjálfræði. En það er auðvitað galið að ég sé að eyða púðri í að svara svo ömurlegum skrifum og birtust í Morgunblaðinu þann 25. mars síðastliðinn og voru rituð af Írisi Erlingsdóttur. Höfundur titlar sig sem fjölmiðlafræðing undir greininni og mig langar því að nota tækifærið og fjalla nánar um hlutverk og takmörk fjölmiðla þegar kemur að réttindabaráttu minnihlutahópa. Fjölmiðlar eru hið svo kallaða fjórða vald samfélagsins. Þegar þrískiptingu ríkisvaldsins sleppir, ss. löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldi, geta fjölmiðlar haft gríðarleg áhrif á mótun samfélagsins. Við höfum séð þessu valdi beitt bæði til góðs og ills í heiminum. Áróður ýmiskonar gegn minnihlutahópum hefur í gegnum söguna verið notaður til að ýta undir hatur og ofbeldi. En einnig hafa fjölmiðlar með valdi sínu komið góðum verkum í höfn með þéttu aðhaldi og opinni umræðu um krefjandi mál. Árið 2022 er skelfilegt að jafn stór og mikilvægur fjölmiðill og Morgunblaðið er skuli leyfa sér að birta hatursorðræðu sem vegur ekki bara að heiðri eins þjóðfélagshóps heldur er til þess fallin að ýta undir mismunun og hatur gegn einstaklingum í veikri stöðu. Nú hefur maður, sem notar svipaða orðræðu um hinsegin fólk og birtist í grein Írisar, hafið stríð Í Evrópu. Orðræðu sem hefur ýtt undir mismunun og ofbeldi í hans heimalandi og jafnvel kostað mannslíf. Ekkert getur réttlætt slíka orðræðu en hún gýs jafnan upp þegar við látum áróður og fasisma í fjölmiðlum leyfast án athugasemda. Ég veit að ég nota sterk orð en staðan í löndum þar sem öfgastefnur seytla inn í meðvitund okkar gegnum fjölmiðla sem misnota vald sitt, er með slíkum hætti að transfólk er í lífshættu. Þess vegna má ekki láta svona skrif í fjölmiðla á Íslandi standa óáreitt. Við verðum að láta í okkur heyra og segja NEI við samþykkjum ekki að nokkur manneskja, hvaða hópi sem hún tilheyri, þurfi að sitja undir slíkum áróðri og niðurlægingu. Þetta er fyrir neðan virðingu miðilsins og teldi ég réttast að ritstjórn vandaði betur til verka í framtíðinni þegar birta á aðsendar greinar og jafnvel hefði ég talið fulla ástæðu til að stjórnin bæðist afsökunar fyrir hönd blaðsins á því að birta áróður og niðrandi ummæli um transfólk árið 2022 þegar okkur ber öllum að standa vörð um fjölbreytt samfélag. Höfundur er þingmaður VG.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun