Heilsugæslan hættir að bjóða upp á hraðpróf Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. mars 2022 15:05 Fyrir mánuði var ákveðið að hætta nær alfarið að notast við PCR-próf en nú er breyting á. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að gera breytingar á sýnatökum vegna Covid-19 hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en frá og með föstudeginum 1. apríl verður einungis boðið upp á PCR-sýnatökur á Suðurlandsbraut. Með breytingunni verður aðeins hægt að fara í hraðpróf hjá einkaaðilum gegn gjaldi. Dregið var verulega úr notkun PCR-prófa fyrir rúmum mánuði vegna mikils álags við greiningu og voru þá hraðgreiningarpróf notuð í auknum mæli. Fólk sem greindist með Covid þurfti ekki að fá niðurstöðu úr hraðprófi staðfesta með PCR-prófi. Undanfarinn mánuð hefur notkun á PCR-prófum verið bundin við ábendingar lækna og þá sem eru með alvarleg einkenni eða alvarlega undirliggjandi sjúkdóma. Nú hefur dregið verulega úr fjölda þeirra sem greinast daglega með Covid og ætti álagið þar af leiðandi að vera minna við greiningu. Þeir sem þurfa að fara í PCR-sýnatöku vegna ferðalaga geta bókað sýnatöku á vegnum travel.covid.is en sýnatakan og vottorðið kosta sjö þúsund krónur. Þeir sem eru með einkenni Covid-19 geta áfram bókað PCR-sýnatöku í gegnum Heilsuveru og ekki þarf að greiða fyrir þá þjónustu. Að því er kemur fram á vef Heilsugæslunnar verður áfram hægt að bóka hraðpróf vegna ferðalaga hjá einkaaðilum en reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna sýnatöku til greiningar á Covid-19, sem gerði einkafyrirtækjum kleift að bjóða upp á endurgjaldslaus hraðpróf, rennur út um mánaðarmótin. Gert er ráð fyrir að einkaaðilar haldi áfram að bjóða upp á sýnatöku en að notendur verði rukkaðir fyrir þá þjónustu líkt og fyrir 16. september 2021 þegar reglugerðin tók fyrst gildi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Landspítali ekki lengur á neyðarstigi Landspítali hefur verið færður af neyðarstigi og er kominn á hættustig frá á með hádegi í dag. 28. mars 2022 12:33 Sýnatökur vegna COVID-19 hafa kostað ríkið rúma ellefu milljarða Heildarkostnaður ríkisins vegna sýnatöku frá því að heimsfaraldur COVID-19 hófst eru rúmir ellefu milljarðar króna. 22. mars 2022 14:19 Hætta nær alfarið notkun PCR-prófa Ekki verður lengur í boði fyrir fólk með einkenni Covid-sýkingar að panta PCR-sýnatöku. Vegna mikils álags við greiningu verður notkun PCR-prófa nær alfarið hætt og hraðgreiningarpróf einungis í boði fyrir almenning. Fólk sem greinist með Covid-19 er ekki lengur skylt að fara í einangrun. 23. febrúar 2022 11:05 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Dregið var verulega úr notkun PCR-prófa fyrir rúmum mánuði vegna mikils álags við greiningu og voru þá hraðgreiningarpróf notuð í auknum mæli. Fólk sem greindist með Covid þurfti ekki að fá niðurstöðu úr hraðprófi staðfesta með PCR-prófi. Undanfarinn mánuð hefur notkun á PCR-prófum verið bundin við ábendingar lækna og þá sem eru með alvarleg einkenni eða alvarlega undirliggjandi sjúkdóma. Nú hefur dregið verulega úr fjölda þeirra sem greinast daglega með Covid og ætti álagið þar af leiðandi að vera minna við greiningu. Þeir sem þurfa að fara í PCR-sýnatöku vegna ferðalaga geta bókað sýnatöku á vegnum travel.covid.is en sýnatakan og vottorðið kosta sjö þúsund krónur. Þeir sem eru með einkenni Covid-19 geta áfram bókað PCR-sýnatöku í gegnum Heilsuveru og ekki þarf að greiða fyrir þá þjónustu. Að því er kemur fram á vef Heilsugæslunnar verður áfram hægt að bóka hraðpróf vegna ferðalaga hjá einkaaðilum en reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna sýnatöku til greiningar á Covid-19, sem gerði einkafyrirtækjum kleift að bjóða upp á endurgjaldslaus hraðpróf, rennur út um mánaðarmótin. Gert er ráð fyrir að einkaaðilar haldi áfram að bjóða upp á sýnatöku en að notendur verði rukkaðir fyrir þá þjónustu líkt og fyrir 16. september 2021 þegar reglugerðin tók fyrst gildi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Landspítali ekki lengur á neyðarstigi Landspítali hefur verið færður af neyðarstigi og er kominn á hættustig frá á með hádegi í dag. 28. mars 2022 12:33 Sýnatökur vegna COVID-19 hafa kostað ríkið rúma ellefu milljarða Heildarkostnaður ríkisins vegna sýnatöku frá því að heimsfaraldur COVID-19 hófst eru rúmir ellefu milljarðar króna. 22. mars 2022 14:19 Hætta nær alfarið notkun PCR-prófa Ekki verður lengur í boði fyrir fólk með einkenni Covid-sýkingar að panta PCR-sýnatöku. Vegna mikils álags við greiningu verður notkun PCR-prófa nær alfarið hætt og hraðgreiningarpróf einungis í boði fyrir almenning. Fólk sem greinist með Covid-19 er ekki lengur skylt að fara í einangrun. 23. febrúar 2022 11:05 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Landspítali ekki lengur á neyðarstigi Landspítali hefur verið færður af neyðarstigi og er kominn á hættustig frá á með hádegi í dag. 28. mars 2022 12:33
Sýnatökur vegna COVID-19 hafa kostað ríkið rúma ellefu milljarða Heildarkostnaður ríkisins vegna sýnatöku frá því að heimsfaraldur COVID-19 hófst eru rúmir ellefu milljarðar króna. 22. mars 2022 14:19
Hætta nær alfarið notkun PCR-prófa Ekki verður lengur í boði fyrir fólk með einkenni Covid-sýkingar að panta PCR-sýnatöku. Vegna mikils álags við greiningu verður notkun PCR-prófa nær alfarið hætt og hraðgreiningarpróf einungis í boði fyrir almenning. Fólk sem greinist með Covid-19 er ekki lengur skylt að fara í einangrun. 23. febrúar 2022 11:05