Stjórnarmaður Hauka í bann vegna fölsunar Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2022 12:30 Stjórnarmaður Hauka í Hafnarfirði, Ellert Ingi Hafsteinsson, má ekki sinna stjórnunarstörfum í fótbolta næstu sex mánuði. vísir/vilhelm Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur dæmt Haukum 3-0 tap gegn ÍH í Lengjubikar karla í fótbolta eftir að í ljós kom að Haukar tefldu fram ólöglegum leikmanni undir nafni leikmanns sem var í einangrun vegna kórónuveirusmits. Haukar þurfa að greiða samtals 160.000 krónur í sektir vegna málsins og Ellert Ingi Hafsteinsson, meðstjórnandi í stjórn knattspyrnudeildar Hauka, var úrskurðaður í sex mánaða bann frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu fyrir að bera ábyrgð á fölsun leikskýrslu. Haukar skoruðu sex mörk í leiknum gegn engu marki ÍH en var dæmt tap þar sem að Gunnar Darri Bergvinsson kom inn á snemma í seinni hálfleik, þrátt fyrir að hafa ekki verið búinn að fá leikheimild eftir komuna til Hauka frá Dalvík/Reyni. Báru við örvæntingu vegna manneklu Leikur Hauka og ÍH fór fram 19. febrúar en Gunnar Darri fékk leikheimild viku síðar. Gunnar Darri hafði reyndar æft með Haukum frá áramótum en mistök réðu því að ekki var búið að ganga löglega frá félagaskiptum fyrir hann. Vegna manneklu, meðal annars vegna kórónuveirusmita, voru Haukar aðeins með tvo löglega varamenn til taks og skráðu þeir Gunnar Darra undir öðru nafni sem þriðja varamann. Valið var nafn á leikmanni sem var heima vegna smits. Haukar viðurkenndu að hafa falsað leikskýrsluna og báru við örvæntingu vegna manneklu. Fölsunin er í raun aðskilið brot frá því að tefla fram ólöglegum leikmanni. Fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni fengu Haukar 60.000 króna sekt og var dæmt tap, en fyrir að falsa skýrsluna vísvitandi fengu þeir að auki 100.000 króna sekt og ábyrgðaraðili, fyrrnefndur Ellert Ingi, sex mánaða bann frá störfum. Íslenski boltinn Haukar Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Haukar þurfa að greiða samtals 160.000 krónur í sektir vegna málsins og Ellert Ingi Hafsteinsson, meðstjórnandi í stjórn knattspyrnudeildar Hauka, var úrskurðaður í sex mánaða bann frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu fyrir að bera ábyrgð á fölsun leikskýrslu. Haukar skoruðu sex mörk í leiknum gegn engu marki ÍH en var dæmt tap þar sem að Gunnar Darri Bergvinsson kom inn á snemma í seinni hálfleik, þrátt fyrir að hafa ekki verið búinn að fá leikheimild eftir komuna til Hauka frá Dalvík/Reyni. Báru við örvæntingu vegna manneklu Leikur Hauka og ÍH fór fram 19. febrúar en Gunnar Darri fékk leikheimild viku síðar. Gunnar Darri hafði reyndar æft með Haukum frá áramótum en mistök réðu því að ekki var búið að ganga löglega frá félagaskiptum fyrir hann. Vegna manneklu, meðal annars vegna kórónuveirusmita, voru Haukar aðeins með tvo löglega varamenn til taks og skráðu þeir Gunnar Darra undir öðru nafni sem þriðja varamann. Valið var nafn á leikmanni sem var heima vegna smits. Haukar viðurkenndu að hafa falsað leikskýrsluna og báru við örvæntingu vegna manneklu. Fölsunin er í raun aðskilið brot frá því að tefla fram ólöglegum leikmanni. Fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni fengu Haukar 60.000 króna sekt og var dæmt tap, en fyrir að falsa skýrsluna vísvitandi fengu þeir að auki 100.000 króna sekt og ábyrgðaraðili, fyrrnefndur Ellert Ingi, sex mánaða bann frá störfum.
Íslenski boltinn Haukar Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira