Þurfa meira fjármagn til að gera meira en bara að slökkva elda Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. mars 2022 16:19 Benedikt Ófeigsson er sérfræðingur hjá Veðurstofunni og trúnaðarmaður Félags íslenskra náttúrufræðinga. Veðurstofan þarf að bæta upp tæplega 130 milljóna króna halla á næstu tveimur árum en starfsmenn telja niðurskurðaraðgerðir koma verulega niður á getu stofnunarinnar til að sinna brýnum verkefnum. Sérfræðingur á Veðurstofunni telur ljóst að auka þurfi fjármagn til stofnunarinnar í stað þess að skera niður. Starfsmönnum Veðurstofunnar var tilkynnt í lok febrúarmánaðar að skera þyrfti niður um 126 milljónir króna á næstu tveimur árum til að bæta upp halla sem hafði myndast í lok síðasta árs. Brást Veðurstofan meðal annars við með því að segja upp þremur starfsmönnum, breyta starfshlutfalli og draga úr yfirvinnu. Þá hafa frekari aðgerðir verið boðaðar. Benedikt Ófeigsson, sérfræðingur á Veðurstofunni, segir umsvif stofnunarinnar hafa aukist verulega undanfarin ár. „Við erum að horfa upp á tíð eldgos, mjög erfið veður, fárviðri hvað eftir annað yfir veturinn, rauðar viðvaranir, eins og fólk hefur kannski orðið vart við, og aukin skriðuföll. Þannig það er mjög mikið aukið álag á grunnstarfsemi Veðurstofunnar,“ segir Benedikt. Niðurskurður geti valdið verulegri og varanlegri röskun Sérfræðingar og vísindamenn Veðurstofunnar sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær og vöruðu við stöðunni. Þrátt fyrir að verkefni þeirra verði sífellt viðameiri og flóknari fylgi fjárframlög ekki þeirri þróun. „Sérfræðingar og vísindafólk á Veðurstofu Ísland telur að viðvarandi niðurskurðaraðgerðir geti valdið verulegri og varanlegri röskun á getu Veðurstofu Íslands til þess að sinna brýnum og lögbundnum skyldum sínum,“ segir í yfirlýsingunni. Benedikt segir ljóst að niðurskurður bitni á starfseminni. „Það þarf á einhverjum tímapunkti að ákveða hvað við ætlum að vakta og hvað ekki, sem þýðir að einhvers staðar þarf að sleppa að vakta þar sem við þurfum að vakta. Það á bara eftir að koma í ljós hvar við þurfum að skera niður,“ segir Benedikt. Grunnstarfsemin forsenda þess að stofnunin ráði við atburði Hann bendir á að þörf sé á aukinni vöktun almennt svo hægt sé að vara við mögulegri vá en einblínt sé um of á einstaka atburði, á borð við eldgos og skriðuföll. „Það koma yfirleitt peningar þegar eitthvað gerist, það er ekki vandamálið. Heldur er það kannski frekar að þessi daglega grunnvöktun og grunnstarfsemi, sem við þurfum að sinna til þess að hafa getuna til að bregðast svo við, það grefst svolítið undan henni vegna þess að grunnfjármögnunin er ekki að vaxa,“ segir Benedikt. Síðustu niðurskurðaraðgerðir fólu í sér að þremur starfsmönnum var sagt upp, starfshlutfalli annarra var breytt og dregið var úr yfirvinnu. Þá hafa frekari aðgerðir verið boðaðar.Vísir/Vilhelm „Það þarf að hugsa þetta heildstætt, það gengur ekki að stofnunin hlaupi bara endalaust til þess að slökkva elda, það er að segja að bregðast við atburðum, heldur þurfum við líka að hafa getuna til að sinna þessum grunnmælikerfum sem eru forsenda þess að við ráðum við atburðinn,“ segir hann enn fremur. Þá hafi mikilvæg verkefni setið á hakanum í nokkurn tíma og stefndi í óefni jafnvel áður en ákveðið var að skera niður núna síðast. Aðspurður um hvort auka þurfi fjármagn eða halda framlögum á pari segir Benedikt að þau megi í hið minnsta ekki við frekari niðurskurði. „Við erum að sinna þessu eins og er en það er alltaf að verða þyngra og þyngra. Það er mjög mikið álag á mörgum starfsmönnum þannig ég held að það hljóti að þurfa að auka fjármagn frá stjórnvöldum í Veðurstofuna,“ segir Benedikt. Veður Náttúruhamfarir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Starfsmönnum Veðurstofunnar var tilkynnt í lok febrúarmánaðar að skera þyrfti niður um 126 milljónir króna á næstu tveimur árum til að bæta upp halla sem hafði myndast í lok síðasta árs. Brást Veðurstofan meðal annars við með því að segja upp þremur starfsmönnum, breyta starfshlutfalli og draga úr yfirvinnu. Þá hafa frekari aðgerðir verið boðaðar. Benedikt Ófeigsson, sérfræðingur á Veðurstofunni, segir umsvif stofnunarinnar hafa aukist verulega undanfarin ár. „Við erum að horfa upp á tíð eldgos, mjög erfið veður, fárviðri hvað eftir annað yfir veturinn, rauðar viðvaranir, eins og fólk hefur kannski orðið vart við, og aukin skriðuföll. Þannig það er mjög mikið aukið álag á grunnstarfsemi Veðurstofunnar,“ segir Benedikt. Niðurskurður geti valdið verulegri og varanlegri röskun Sérfræðingar og vísindamenn Veðurstofunnar sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær og vöruðu við stöðunni. Þrátt fyrir að verkefni þeirra verði sífellt viðameiri og flóknari fylgi fjárframlög ekki þeirri þróun. „Sérfræðingar og vísindafólk á Veðurstofu Ísland telur að viðvarandi niðurskurðaraðgerðir geti valdið verulegri og varanlegri röskun á getu Veðurstofu Íslands til þess að sinna brýnum og lögbundnum skyldum sínum,“ segir í yfirlýsingunni. Benedikt segir ljóst að niðurskurður bitni á starfseminni. „Það þarf á einhverjum tímapunkti að ákveða hvað við ætlum að vakta og hvað ekki, sem þýðir að einhvers staðar þarf að sleppa að vakta þar sem við þurfum að vakta. Það á bara eftir að koma í ljós hvar við þurfum að skera niður,“ segir Benedikt. Grunnstarfsemin forsenda þess að stofnunin ráði við atburði Hann bendir á að þörf sé á aukinni vöktun almennt svo hægt sé að vara við mögulegri vá en einblínt sé um of á einstaka atburði, á borð við eldgos og skriðuföll. „Það koma yfirleitt peningar þegar eitthvað gerist, það er ekki vandamálið. Heldur er það kannski frekar að þessi daglega grunnvöktun og grunnstarfsemi, sem við þurfum að sinna til þess að hafa getuna til að bregðast svo við, það grefst svolítið undan henni vegna þess að grunnfjármögnunin er ekki að vaxa,“ segir Benedikt. Síðustu niðurskurðaraðgerðir fólu í sér að þremur starfsmönnum var sagt upp, starfshlutfalli annarra var breytt og dregið var úr yfirvinnu. Þá hafa frekari aðgerðir verið boðaðar.Vísir/Vilhelm „Það þarf að hugsa þetta heildstætt, það gengur ekki að stofnunin hlaupi bara endalaust til þess að slökkva elda, það er að segja að bregðast við atburðum, heldur þurfum við líka að hafa getuna til að sinna þessum grunnmælikerfum sem eru forsenda þess að við ráðum við atburðinn,“ segir hann enn fremur. Þá hafi mikilvæg verkefni setið á hakanum í nokkurn tíma og stefndi í óefni jafnvel áður en ákveðið var að skera niður núna síðast. Aðspurður um hvort auka þurfi fjármagn eða halda framlögum á pari segir Benedikt að þau megi í hið minnsta ekki við frekari niðurskurði. „Við erum að sinna þessu eins og er en það er alltaf að verða þyngra og þyngra. Það er mjög mikið álag á mörgum starfsmönnum þannig ég held að það hljóti að þurfa að auka fjármagn frá stjórnvöldum í Veðurstofuna,“ segir Benedikt.
Veður Náttúruhamfarir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira