Segja verkefnastjórn og yfirsýn hafa brugðist við tilfærslu skimunar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. mars 2022 17:09 Starfshópurinn segir ljóst að heilbrigðiskerfið sé viðkvæmt gagnvart breytingum og endurskipulagningu og því hefði þurft að vanda sérstaklega vel til verka. Vísir/Getty Yfirsýn og verkefnastjórn hjá heilbrigðisráðuneytinu brást þegar framkvæmd leghálsskimunar var færð úr höndum Krabbameinsfélags Íslands og til nýrrar Samhæfingarmiðstöðvar krabbameina á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps Læknafélags Íslands sem fjallar um breytingar á skipulagi og framkvæmd leghálskrabbameinsskimunar. Starfshópurinn fór yfir aðdraganda breytingarinnar en ekki er ofsögum sagt að heilbrigðisyfirvöld fái falleinkunn í skýrslunni. Starfshópurinn segir ljóst að heilbrigðiskerfið sé viðkvæmt gagnvart breytingum og endurskipulagningu og því hefði þurft að vanda sérstaklega vel til verka. Hópurinn segir að verulega hafi skort á víðtæku samráði og undirbúningi sem tilfærsla starfseminnar hefði kallað á. Tímasett verk- og kostnaðaráætlun hafi þá ekki verið gerð af hálfu forsvarsaðila hvorki heilsugæslu né heilbrigðisráðuneytisins. Breytingunum hafi þá verið stýrt af fáeinum starfsmönnum nýrrar Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimunar. Staðsetning, stjórnun og utanumhald hafi þá markast af skammtímalausnum innan heilsugæslunnar. Umtalsverð óvissa hafi því skapast vegna allra þeirra þátta ferlisins sem ekki hafði verið hugsað fyrir. Langur tími hafi til að mynda liðið á árinu 2021 þar til margar konur fengu svör um niðurstöðu skimunar. Ekki var gert áhættumat á því hvar veika punkta gæti verið að finna í yfirfærsluferlinu og ekki gert ráð fyrir tímabili þar sem bæði kerfin yrðu keyrð samtímis til að tryggja samfellu og að nýtt kerfi virkaði sem skyldi. Starfshópurinn segir að kostnaðaráætlun hafi verið ófullkomin og að ekki hafi verið gætt með réttum hætti að persónuvernd við flutning íslenskra lífsýna erlendis. Loks er það álit starfshópsins að stjórnunaraðilum í heilbrigðismálum landsins hefði mátt vera ljóst að þörf væri á vönduðum undirbúningi og lengri tíma fyrir svo umfangsmikið verkefni til að ekki yrði rof á þjónustu sem þegar var til staðar í gegnum leitarstarf Krabbameinsfélagsins. Starfshópurinn fer fram á það að atburðarás, líkt og þessi, endurtaki sig ekki þegar gera á umfangsmiklar breytingar í heilbrigðiskerfinu í framtíðinni. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Krabbameinsfélagið greiðir konu með banvænt krabbamein tugi milljóna Kona sem greindist með banvænt krabbamein fær greiddar tugi milljóna króna í bætur frá Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við leghálsskimun. Þegar meinið loks uppgötvaðist var það ekki lengur skurðtækt. 9. desember 2021 23:00 Landlæknir áréttaði við heilsugæsluna að láta konur njóta vafans Öll leghálssýni sem fyrst voru sett til hliðar vegna gruns um ofskimum voru á endanum send til rannsóknar í Danmörku. Örfá einkennasýni voru þeirra á meðal. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Embætti landlæknis í sumar og svörum þeirra við fyrirspurnum Vísis. 29. október 2021 07:30 Konur sem fóru í skimun í mars bíða enn svara Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimunar hafa beðið meira en fjóra mánuði. Konur sem fóru í skimun í lok mars eiga enn eftir að fá niðurstöðu. Þetta kemur fram í svörum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Vísis. 16. ágúst 2021 06:33 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps Læknafélags Íslands sem fjallar um breytingar á skipulagi og framkvæmd leghálskrabbameinsskimunar. Starfshópurinn fór yfir aðdraganda breytingarinnar en ekki er ofsögum sagt að heilbrigðisyfirvöld fái falleinkunn í skýrslunni. Starfshópurinn segir ljóst að heilbrigðiskerfið sé viðkvæmt gagnvart breytingum og endurskipulagningu og því hefði þurft að vanda sérstaklega vel til verka. Hópurinn segir að verulega hafi skort á víðtæku samráði og undirbúningi sem tilfærsla starfseminnar hefði kallað á. Tímasett verk- og kostnaðaráætlun hafi þá ekki verið gerð af hálfu forsvarsaðila hvorki heilsugæslu né heilbrigðisráðuneytisins. Breytingunum hafi þá verið stýrt af fáeinum starfsmönnum nýrrar Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimunar. Staðsetning, stjórnun og utanumhald hafi þá markast af skammtímalausnum innan heilsugæslunnar. Umtalsverð óvissa hafi því skapast vegna allra þeirra þátta ferlisins sem ekki hafði verið hugsað fyrir. Langur tími hafi til að mynda liðið á árinu 2021 þar til margar konur fengu svör um niðurstöðu skimunar. Ekki var gert áhættumat á því hvar veika punkta gæti verið að finna í yfirfærsluferlinu og ekki gert ráð fyrir tímabili þar sem bæði kerfin yrðu keyrð samtímis til að tryggja samfellu og að nýtt kerfi virkaði sem skyldi. Starfshópurinn segir að kostnaðaráætlun hafi verið ófullkomin og að ekki hafi verið gætt með réttum hætti að persónuvernd við flutning íslenskra lífsýna erlendis. Loks er það álit starfshópsins að stjórnunaraðilum í heilbrigðismálum landsins hefði mátt vera ljóst að þörf væri á vönduðum undirbúningi og lengri tíma fyrir svo umfangsmikið verkefni til að ekki yrði rof á þjónustu sem þegar var til staðar í gegnum leitarstarf Krabbameinsfélagsins. Starfshópurinn fer fram á það að atburðarás, líkt og þessi, endurtaki sig ekki þegar gera á umfangsmiklar breytingar í heilbrigðiskerfinu í framtíðinni.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Krabbameinsfélagið greiðir konu með banvænt krabbamein tugi milljóna Kona sem greindist með banvænt krabbamein fær greiddar tugi milljóna króna í bætur frá Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við leghálsskimun. Þegar meinið loks uppgötvaðist var það ekki lengur skurðtækt. 9. desember 2021 23:00 Landlæknir áréttaði við heilsugæsluna að láta konur njóta vafans Öll leghálssýni sem fyrst voru sett til hliðar vegna gruns um ofskimum voru á endanum send til rannsóknar í Danmörku. Örfá einkennasýni voru þeirra á meðal. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Embætti landlæknis í sumar og svörum þeirra við fyrirspurnum Vísis. 29. október 2021 07:30 Konur sem fóru í skimun í mars bíða enn svara Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimunar hafa beðið meira en fjóra mánuði. Konur sem fóru í skimun í lok mars eiga enn eftir að fá niðurstöðu. Þetta kemur fram í svörum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Vísis. 16. ágúst 2021 06:33 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Krabbameinsfélagið greiðir konu með banvænt krabbamein tugi milljóna Kona sem greindist með banvænt krabbamein fær greiddar tugi milljóna króna í bætur frá Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við leghálsskimun. Þegar meinið loks uppgötvaðist var það ekki lengur skurðtækt. 9. desember 2021 23:00
Landlæknir áréttaði við heilsugæsluna að láta konur njóta vafans Öll leghálssýni sem fyrst voru sett til hliðar vegna gruns um ofskimum voru á endanum send til rannsóknar í Danmörku. Örfá einkennasýni voru þeirra á meðal. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Embætti landlæknis í sumar og svörum þeirra við fyrirspurnum Vísis. 29. október 2021 07:30
Konur sem fóru í skimun í mars bíða enn svara Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimunar hafa beðið meira en fjóra mánuði. Konur sem fóru í skimun í lok mars eiga enn eftir að fá niðurstöðu. Þetta kemur fram í svörum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Vísis. 16. ágúst 2021 06:33