Tiger lék á Augusta og gæti snúið aftur á Masters í næstu viku Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2022 09:31 Tiger Woods kann afar vel við sig á Augusta-vellinum en þar mun hann hafa tekið æfingahring í gær. Getty Það ríkir spenna og eftirvænting í golfheiminum eftir að það sást til Tigers Woods klára 18 holur á Augusta-vellinum þar sem Masters risamótið hefst í næstu viku. Hinn 46 ára gamli Tiger, sem svo lengi var efsti maður heimslistans í golfi, hefur verið að jafna sig af meiðslum í fæti eftir bílslysið sem hann lenti í fyrir 14 mánuðum. Samkvæmt bandarískum miðlum mætti Tiger á Augusta-völlinn í gær og lék 18 holur en með honum í för voru Charlie sonur hans og PGA-kylfingurinn Justin Thomas. Svo virðist sem að hann hafi viljað taka æfingahring með Thomas, sem er náinn vinur Woods-fjölskyldunnar, til að sjá hvort að hann réði við það að taka þátt á mótinu. „Hann lék allar holurnar. Mér fannst hann líta vel út,“ sagði heimildamaður ESPN. Tiger er á blaði yfir þá 91 kylfinga sem skráðir eru vegna Masters í næstu viku en hann hefur unnið mótið fimm sinnum, síðast árið 2019. Það verður svo að koma í ljós hvort að hann nýtir sér það. Hann hefur alls unnið 15 risamót á ferlinum. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Bílslys Tigers Woods Masters-mótið Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að hafa misst mann af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Hinn 46 ára gamli Tiger, sem svo lengi var efsti maður heimslistans í golfi, hefur verið að jafna sig af meiðslum í fæti eftir bílslysið sem hann lenti í fyrir 14 mánuðum. Samkvæmt bandarískum miðlum mætti Tiger á Augusta-völlinn í gær og lék 18 holur en með honum í för voru Charlie sonur hans og PGA-kylfingurinn Justin Thomas. Svo virðist sem að hann hafi viljað taka æfingahring með Thomas, sem er náinn vinur Woods-fjölskyldunnar, til að sjá hvort að hann réði við það að taka þátt á mótinu. „Hann lék allar holurnar. Mér fannst hann líta vel út,“ sagði heimildamaður ESPN. Tiger er á blaði yfir þá 91 kylfinga sem skráðir eru vegna Masters í næstu viku en hann hefur unnið mótið fimm sinnum, síðast árið 2019. Það verður svo að koma í ljós hvort að hann nýtir sér það. Hann hefur alls unnið 15 risamót á ferlinum. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Bílslys Tigers Woods Masters-mótið Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að hafa misst mann af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira