Ung knattspyrnukona sakar Barcelona um illa meðferð Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2022 11:00 Giovana Queiroz er samningsbundin Barcelona en var lánuð til Levante. Getty Giovana Queiroz, 18 ára brasilísk landsliðskona í fótbolta, hefur sakað spænska félagið Barcelona um hrottafengna meðferð en hún er leikmaður félagsins. Queiroz, sem er núna að láni hjá öðru spænsku félagi, Levante, lýsir þessu í opnu bréfi til Joan Laporta, forseta Barcelona. Queiroz segir að aðili hjá félaginu hafi „viljað eyðileggja orðspor mitt, grafa undan sjálfstrausti mínu og skemma vinnuaðstæður mínar.“ Barcelona segir ásakanirnar ósannar. Fréttir af bréfi Queiroz birtast sama dag og liðið leikur afar mikilvægan leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, gegn Real Madrid á Camp Nou þar sem uppselt er. Barcelona, sem er Evrópumeistari, vann fyrri leikinn 3-1. Segist hafa verið lokuð inni án ástæðu Queiroz segir í bréfinu að þeir erfiðleikar sem hún hafi upplifað hafi að hluta tengst því þegar hún var kölluð í brasilíska landsliðið. „Ég fór að fá öðruvísi meðhöndlun hjá félaginu. Mér var gefið til kynna að það að spila fyrir Brasilíu væri ekki gott fyrir framtíð mína hjá félaginu. Ég var króuð af með hrottafullum hætti svo að ég myndi ekki spila fyrir brasilíska landsliðið. Í febrúar 2021 var ég lokuð inni ólöglega af félaginu. Því var haldið fram að ég hefði verið í nánu samneyti við Covid-smitaðan einstakling. Eftir að ég lauk sóttkví fékk ég leyfi FIFA til að fara til móts við brasilíska landsliðshópinn í Bandaríkjunum,“ skrifaði Quieroz. Giovana Queiroz segir slæma meðferð hjá Barcelona tengjast því að hún hafi farið til að spila með brasilíska landsliðinu.Getty/Steve Christo „Þegar ég sneri aftur til félagsins var ég boðuð á fund með stjórnanda þar sem ég var ranglega sökuð um að brjóta reglur og ferðast án leyfis félagsins. Eftir þetta breyttist líf mitt til frambúðar. Ég lenti ítrekað í niðurlægjandi aðstæðum hjá félaginu, í marga mánuði. Það var greinilegt að hann vildi eyðileggja orðspor mitt, grafa undan sjálfstrausti mínu og skemma vinnuaðstæður mínar,“ skrifaði Queiroz og bætti við: „FC Barcelona ber ekki beint ábyrgð á þessari illu meðferð en félagið ber ábyrgð á að tryggja andlegt og siðferðilegt öryggi gagnvart hvers kyns misnotkun. Minningarnar, áföllin og afleiðingarnar munu vara um árabil og mitt faglega líf og einkalíf hefur orðið fyrir miklum áhrifum.“ Barcelona segir ásakanirnar ósannar Í yfirlýsingu vísar Barcelona ásökunum Queiroz á bug. „Ásakanirnar um andlegt ofbeldi og áreitni á vinnustað eru ósannar. Giovana umgekkst náið aðila sem smitaðist af Covid-19 og félagið tjáði henni að hún gæti ekki ferðast til Orlando í Bandaríkjunum með brasilíska landsliðinu samkvæmt reglum spænskra stjórnvalda. Leikmaðurinn kvartaði til félagsin sog FIFA. FC Barcelona og FIFA komust að þeirri niðurstöðu að þau hefðu bæði brugðist rétt við. Málinu var lokið,“ sagði í yfirlýsingunni. Spænski boltinn Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
Queiroz, sem er núna að láni hjá öðru spænsku félagi, Levante, lýsir þessu í opnu bréfi til Joan Laporta, forseta Barcelona. Queiroz segir að aðili hjá félaginu hafi „viljað eyðileggja orðspor mitt, grafa undan sjálfstrausti mínu og skemma vinnuaðstæður mínar.“ Barcelona segir ásakanirnar ósannar. Fréttir af bréfi Queiroz birtast sama dag og liðið leikur afar mikilvægan leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, gegn Real Madrid á Camp Nou þar sem uppselt er. Barcelona, sem er Evrópumeistari, vann fyrri leikinn 3-1. Segist hafa verið lokuð inni án ástæðu Queiroz segir í bréfinu að þeir erfiðleikar sem hún hafi upplifað hafi að hluta tengst því þegar hún var kölluð í brasilíska landsliðið. „Ég fór að fá öðruvísi meðhöndlun hjá félaginu. Mér var gefið til kynna að það að spila fyrir Brasilíu væri ekki gott fyrir framtíð mína hjá félaginu. Ég var króuð af með hrottafullum hætti svo að ég myndi ekki spila fyrir brasilíska landsliðið. Í febrúar 2021 var ég lokuð inni ólöglega af félaginu. Því var haldið fram að ég hefði verið í nánu samneyti við Covid-smitaðan einstakling. Eftir að ég lauk sóttkví fékk ég leyfi FIFA til að fara til móts við brasilíska landsliðshópinn í Bandaríkjunum,“ skrifaði Quieroz. Giovana Queiroz segir slæma meðferð hjá Barcelona tengjast því að hún hafi farið til að spila með brasilíska landsliðinu.Getty/Steve Christo „Þegar ég sneri aftur til félagsins var ég boðuð á fund með stjórnanda þar sem ég var ranglega sökuð um að brjóta reglur og ferðast án leyfis félagsins. Eftir þetta breyttist líf mitt til frambúðar. Ég lenti ítrekað í niðurlægjandi aðstæðum hjá félaginu, í marga mánuði. Það var greinilegt að hann vildi eyðileggja orðspor mitt, grafa undan sjálfstrausti mínu og skemma vinnuaðstæður mínar,“ skrifaði Queiroz og bætti við: „FC Barcelona ber ekki beint ábyrgð á þessari illu meðferð en félagið ber ábyrgð á að tryggja andlegt og siðferðilegt öryggi gagnvart hvers kyns misnotkun. Minningarnar, áföllin og afleiðingarnar munu vara um árabil og mitt faglega líf og einkalíf hefur orðið fyrir miklum áhrifum.“ Barcelona segir ásakanirnar ósannar Í yfirlýsingu vísar Barcelona ásökunum Queiroz á bug. „Ásakanirnar um andlegt ofbeldi og áreitni á vinnustað eru ósannar. Giovana umgekkst náið aðila sem smitaðist af Covid-19 og félagið tjáði henni að hún gæti ekki ferðast til Orlando í Bandaríkjunum með brasilíska landsliðinu samkvæmt reglum spænskra stjórnvalda. Leikmaðurinn kvartaði til félagsin sog FIFA. FC Barcelona og FIFA komust að þeirri niðurstöðu að þau hefðu bæði brugðist rétt við. Málinu var lokið,“ sagði í yfirlýsingunni.
Spænski boltinn Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira