Kanarí grínstjórar á Heimsins mikilvægasta kvöldi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. mars 2022 15:40 Kanarí hópurinn. Stjörnulið skemmtikrafta kemur fram í grínsketsum söfnunar- og skemmtiþáttar UNICEF á RÚV 2. apríl. Grínhópurinn Kanarí mun halda uppi gleðinni sem grínstjórar á „Heimsins mikilvægasta kvöldi“ söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF á Íslandi sem verður í beinni útsendingu á RÚV laugardagskvöldið 2. apríl klukkan 19:45. Kanarí hefur vakið mikla athygli undanfarið, meðal annars fyrir grínþætti sína á RÚV og tóku því fagnandi að geta lagt UNICEF og góðu málefni lið sem grínstjórar þáttarins. „Það er mikill heiður fyrir okkur að fá að vera grínstjórar á Heimsins mikilvægasta kvöldi. Að fá að nota grínið okkar til að vekja athygli fólks á bágri stöðu barna víðs vegar um heiminn er ómetanlegt. Svo var líka sjúklega gaman að fá að vinna með Jóni Gnarr, Annie Mist og goðsögnunum úr Spaugstofunni og fleirum,“ segja Kanarí en hópurinn samanstendur af Guðmundi Felixsyni, Steiney Skúladóttur, Guðmundi Einari, Mána Arnarsyni, Pálma Frey Haukssyni og Eygló Hilmarsdóttur. Klippa: Kanarí fyrir UNICEF „Heimsins mikilvægasta kvöld er þáttur sem enginn má missa af. Þar verður fjallað um stríðið í Úkraínu og neyðaraðgerðir UNICEF á svæðinu og eins sýnt frá margvíslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónaveirunnar á líf barna, meðal annars í Malaví, Sierra Leone, Indónesíu, Bangladess og Jemen,“ segir í tilkynningu frá UNICEF. „Gleði og von mun gegna mikilvægu hlutverki í þættinum við að tryggja jafnvægi í þeirri tilfinningarússíbanareið sem þátturinn mun leiða áhorfendur um. Óhætt er að segja að Kanarí hafi lyft grettistaki í að fá ótal þjóðþekkta einstaklinga til liðs við sig fyrir gríninnslög þáttarins, eins og sjá má í meðfylgjandi stiklu.“ Fjöldi þekktra Íslendinga leggur málefninu lið.Baldur Kristjáns Meðal gestaleikara í innslögum grínstjóranna má nefna: Annie Mist Þórisdóttir, Jón Gnarr, Steindi Jr., Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Gísli Örn Garðarsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Að ógleymdu stjörnuliði tónlistarfólks á borð við Glowie, Jón Jónsson, Króla, Reykjavíkurdætur, Bassa Maraj, Gugusar, JFDR og Vigdísi í Flott, sem koma að geggjaðri endurgerð á Prumpulaginu sem einmitt fagnar 25 ára afmæli sínu á þessu ári. „Heimsins mikilvægasta kvöld er þáttur sem enginn má missa af. UNICEF á Íslandi þakkar öllum þeim fjölmörgu sem gáfu vinnu sína og lögðu samtökunum lið til að láta hann verða að veruleika. Styrktaraðilar átaksins eru Vodafone, Lindex, og Kvika banki. Einnig fær UNICEF á Íslandi styrk frá Utanríkisráðuneytinu til að halda úti öflugu kynningar- og fræðslustarfi sem er hluti af þættinum. Auglýsingastofan TVIST vann markaðsátak herferðarinnar og útlit þáttarins.“ Annie Mist og Jón Gnarr taka þátt í verkefninu.Baldur Kristjáns Heimsins mikilvægasta kvöld er laugardaginn 2. apríl klukkan 19:45 á RÚV og Vodafone mun sjá um símaverið í söfnuninni. Vísir er í eigu SÝN sem er einnig eigandi Vodafone. Börn og uppeldi Grín og gaman Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Grínhópurinn Kanarí mun halda uppi gleðinni sem grínstjórar á „Heimsins mikilvægasta kvöldi“ söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF á Íslandi sem verður í beinni útsendingu á RÚV laugardagskvöldið 2. apríl klukkan 19:45. Kanarí hefur vakið mikla athygli undanfarið, meðal annars fyrir grínþætti sína á RÚV og tóku því fagnandi að geta lagt UNICEF og góðu málefni lið sem grínstjórar þáttarins. „Það er mikill heiður fyrir okkur að fá að vera grínstjórar á Heimsins mikilvægasta kvöldi. Að fá að nota grínið okkar til að vekja athygli fólks á bágri stöðu barna víðs vegar um heiminn er ómetanlegt. Svo var líka sjúklega gaman að fá að vinna með Jóni Gnarr, Annie Mist og goðsögnunum úr Spaugstofunni og fleirum,“ segja Kanarí en hópurinn samanstendur af Guðmundi Felixsyni, Steiney Skúladóttur, Guðmundi Einari, Mána Arnarsyni, Pálma Frey Haukssyni og Eygló Hilmarsdóttur. Klippa: Kanarí fyrir UNICEF „Heimsins mikilvægasta kvöld er þáttur sem enginn má missa af. Þar verður fjallað um stríðið í Úkraínu og neyðaraðgerðir UNICEF á svæðinu og eins sýnt frá margvíslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónaveirunnar á líf barna, meðal annars í Malaví, Sierra Leone, Indónesíu, Bangladess og Jemen,“ segir í tilkynningu frá UNICEF. „Gleði og von mun gegna mikilvægu hlutverki í þættinum við að tryggja jafnvægi í þeirri tilfinningarússíbanareið sem þátturinn mun leiða áhorfendur um. Óhætt er að segja að Kanarí hafi lyft grettistaki í að fá ótal þjóðþekkta einstaklinga til liðs við sig fyrir gríninnslög þáttarins, eins og sjá má í meðfylgjandi stiklu.“ Fjöldi þekktra Íslendinga leggur málefninu lið.Baldur Kristjáns Meðal gestaleikara í innslögum grínstjóranna má nefna: Annie Mist Þórisdóttir, Jón Gnarr, Steindi Jr., Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Gísli Örn Garðarsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Að ógleymdu stjörnuliði tónlistarfólks á borð við Glowie, Jón Jónsson, Króla, Reykjavíkurdætur, Bassa Maraj, Gugusar, JFDR og Vigdísi í Flott, sem koma að geggjaðri endurgerð á Prumpulaginu sem einmitt fagnar 25 ára afmæli sínu á þessu ári. „Heimsins mikilvægasta kvöld er þáttur sem enginn má missa af. UNICEF á Íslandi þakkar öllum þeim fjölmörgu sem gáfu vinnu sína og lögðu samtökunum lið til að láta hann verða að veruleika. Styrktaraðilar átaksins eru Vodafone, Lindex, og Kvika banki. Einnig fær UNICEF á Íslandi styrk frá Utanríkisráðuneytinu til að halda úti öflugu kynningar- og fræðslustarfi sem er hluti af þættinum. Auglýsingastofan TVIST vann markaðsátak herferðarinnar og útlit þáttarins.“ Annie Mist og Jón Gnarr taka þátt í verkefninu.Baldur Kristjáns Heimsins mikilvægasta kvöld er laugardaginn 2. apríl klukkan 19:45 á RÚV og Vodafone mun sjá um símaverið í söfnuninni. Vísir er í eigu SÝN sem er einnig eigandi Vodafone.
Börn og uppeldi Grín og gaman Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira