Vill viðræður um þjóðarhöll á Selfossi Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2022 14:01 Strákarnir okkar gætu spilað heimaleiki sína á Selfossi ef hugmyndir formanns bæjarráðs Árborgar ganga eftir. Vísir/Hulda Margrét Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir gæti risið á Selfossi ef hugmyndir formanns bæjarráðs Árborgar ganga eftir. Hann kallar eftir samtali við ríkisstjórnina í ljósi „vandræðagangs í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar.“ Selfyssingar hafa hafið umfangsmikla uppbyggingu íþróttamannvirkja og er fyrsta áfanga lokið með vígslu 6.500 fermetra fjölnota íþróttahúsi, þar sem hægt er að stunda fótbolta og frjálsar íþróttir. Alls er áætlað að fullbyggð íþróttamiðstöð Selfyssinga verði 22.000 fermetrar og meðal annars verður byggt nýtt íþróttahús fyrir handbolta og körfubolta. Tómas Ellert Tómasson, formaður bæjarráðs Árborgar, hefur nú opnað á þann möguleika að það hús verði ný þjóðarhöll Íslands. Um þetta fjallar Tómas í aðsendri grein á Vísi í gær; „Þjóðarhöllin rísi í mekka handboltans.“ Ætla má að með því að lýsa Selfossi sem mekka handboltans vísi Tómas í þá staðreynd að í flaggskipi íslensks handbolta, karlalandsliðinu sem endaði í 6. sæti á EM í janúar, á Selfoss flesta fulltrúa. Í byrjun vikunnar kom í ljós að hvorki ný þjóðarhöll né nýr þjóðarleikvangur er kominn inn í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, fyrir árin 2023-2027.´ „Vandræðagangur í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar í málefnum þjóðarhallar fyrir handboltann á Íslandi er orðinn verulega pínlegur,“ skrifar Tómas í grein sinni og bætir við: „Enn pínlegra er málið svo orðið fyrir Framsóknarflokkinn og ráðherra þess, sem lofuðu íþróttahreyfingunni öllu fögru daginn fyrir síðustu alþingiskosningar og sögðu að tíminn fyrir byggingu þjóðarhallar væri „núna“. Orðið „núna“ hefur nú bæst við teygjanlega orðabankann.“ Um langt árabil hefur vantað íþróttahöll á Íslandi sem uppfyllir skilyrði alþjóðlegra íþróttasambanda á borð við handknattleikssamband Evrópu og körfuknattleikssamband Evrópu, fyrir alþjóðlegri keppni. Undanþágur hafa verið veittar fyrir leikjum í Laugardalshöll og í íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum. Selfyssingar fengu þó ekki leyfi til að spila í Meistaradeild Evrópu í handbolta karla þegar þeir sóttu um það árið 2019. Tómas segir að Selfyssingar séu tilbúnir í viðræður um að þjóðarhöllin rísi á Selfossi: „Er ekki bara best eins og staðan er nú, að ríkisstjórnin og ráðherrar Framsóknarflokksins horfi til þess að taka upp viðræður við sveitarfélagið Árborg um framtíðarstaðsetningu Þjóðarhallar fyrir handboltann? Ég er til í viðræður, boltinn er kominn til ykkar.“ Ný þjóðarhöll Handbolti Árborg Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Selfyssingar hafa hafið umfangsmikla uppbyggingu íþróttamannvirkja og er fyrsta áfanga lokið með vígslu 6.500 fermetra fjölnota íþróttahúsi, þar sem hægt er að stunda fótbolta og frjálsar íþróttir. Alls er áætlað að fullbyggð íþróttamiðstöð Selfyssinga verði 22.000 fermetrar og meðal annars verður byggt nýtt íþróttahús fyrir handbolta og körfubolta. Tómas Ellert Tómasson, formaður bæjarráðs Árborgar, hefur nú opnað á þann möguleika að það hús verði ný þjóðarhöll Íslands. Um þetta fjallar Tómas í aðsendri grein á Vísi í gær; „Þjóðarhöllin rísi í mekka handboltans.“ Ætla má að með því að lýsa Selfossi sem mekka handboltans vísi Tómas í þá staðreynd að í flaggskipi íslensks handbolta, karlalandsliðinu sem endaði í 6. sæti á EM í janúar, á Selfoss flesta fulltrúa. Í byrjun vikunnar kom í ljós að hvorki ný þjóðarhöll né nýr þjóðarleikvangur er kominn inn í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, fyrir árin 2023-2027.´ „Vandræðagangur í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar í málefnum þjóðarhallar fyrir handboltann á Íslandi er orðinn verulega pínlegur,“ skrifar Tómas í grein sinni og bætir við: „Enn pínlegra er málið svo orðið fyrir Framsóknarflokkinn og ráðherra þess, sem lofuðu íþróttahreyfingunni öllu fögru daginn fyrir síðustu alþingiskosningar og sögðu að tíminn fyrir byggingu þjóðarhallar væri „núna“. Orðið „núna“ hefur nú bæst við teygjanlega orðabankann.“ Um langt árabil hefur vantað íþróttahöll á Íslandi sem uppfyllir skilyrði alþjóðlegra íþróttasambanda á borð við handknattleikssamband Evrópu og körfuknattleikssamband Evrópu, fyrir alþjóðlegri keppni. Undanþágur hafa verið veittar fyrir leikjum í Laugardalshöll og í íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum. Selfyssingar fengu þó ekki leyfi til að spila í Meistaradeild Evrópu í handbolta karla þegar þeir sóttu um það árið 2019. Tómas segir að Selfyssingar séu tilbúnir í viðræður um að þjóðarhöllin rísi á Selfossi: „Er ekki bara best eins og staðan er nú, að ríkisstjórnin og ráðherrar Framsóknarflokksins horfi til þess að taka upp viðræður við sveitarfélagið Árborg um framtíðarstaðsetningu Þjóðarhallar fyrir handboltann? Ég er til í viðræður, boltinn er kominn til ykkar.“
Ný þjóðarhöll Handbolti Árborg Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira