Framsýnn landbúnaður Svandís Svavarsdóttir skrifar 31. mars 2022 11:24 Framsýnn landbúnaður er yfirskrift Búnaðarþings sem fram fer í dag. Fyrsta búnaðarþings eftir sameiningu Bændasamtaka Íslands. Yfirskriftin rímar vel við þann tón sem ég hef þegar slegið á mínum fyrstu vikum sem matvælaráðherra. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að vita að vita hvernig við viljum haga málum til lengri tíma. Sýnin er að efla landbúnaðinn Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að finna kjarngott nesti fyrir mig sem matvælaráðherra um hvert skal stefna í landbúnaðarmálum. Við viljum setja metnaðarfull markmið um að auka hlutfall hollra og næringarríkra matvæla. Um að auka sjálfbærni og fæðuöryggi. Auka lífræna framleiðslu. Um hvernig við styrkjum og fjölgum stoðum landbúnaðar á grunni sjálfbærrar nýtingar. Sýn þessarar ríkisstjórnar er að efla landbúnaðinn. Fæðuöryggi á dagskrá Heimsfaraldur og stríð hefur sett umræðu um fæðuöryggi í nýtt samhengi og þarna þurfum við að gefa í. Fæðuöryggi er grundvöllur sjálfstæðra þjóða. Þannig eru stefnumið þessarar ríkisstjórnar tímanlegri í dag heldur en fyrir hálfu ári. En jafnframt er ekkert sem ógnar fæðuöryggi Íslendinga meir til lengri tíma heldur en loftslagsbreytingar. Það bætist sífellt í staflann af skýrslum vísindamanna sem sýna fram á að með vályndari veðrum mun uppskera á stórum kornræktarsvæðum verða ótryggari og þannig aukist líkurnar á áföllum. Landbúnaður á að vera í sókn Á tímum sem þessum er landbúnaðurinn miðlægur í að takast á við breyttar aðstæður. Landbúnaðurinn hér á landi sér þjóðinni fyrir mestu því kjöti og mjólkurvörum sem við neytum en sóknarfæri eru víðar. Við þurfum að spyrja okkur hvað við getum gert meira. Grænmetið, kornið og áburðurinn. Landbúnaðurinn er of mikilvægur til þess að vera í vörn. Hann verður að vera í sókn og hefur til þess alla burði. Græn skref í átt að fæðuöryggi Ég hef þá trú að til þess að við náum árangri í loftslagsmálum þurfa stuðningskerfin að verðlauna árangur. Þannig virkjum við búvit bænda til þess að ná árangri betur en með boðum og bönnum. Við þurfum græn skref í átt að fæðuöryggi. Í dag mun ég veita þrenn verðlaun fyrir góðan árangur á sviði landbúnaðar. Verðlaunahafar endurspegla öll þau stefnumið sem matvælaráðuneytið hefur sett sér og nefni ég hér nokkur; öflug nýsköpun, lífræn framleiðsla, sjálfbærni, rannsóknir, og heilbrigði dýra. Íslenskir bændur hafa oft tekist á við áskoranir, ég nefni framlag bænda til þjóðarsáttarinnar og eftir efnahagshrunið. Lausnirnar eru í framtíðinni, í nýsköpun og hugkvæmni, með rannsóknum og þróun. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Matvælaframleiðsla Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Framsýnn landbúnaður er yfirskrift Búnaðarþings sem fram fer í dag. Fyrsta búnaðarþings eftir sameiningu Bændasamtaka Íslands. Yfirskriftin rímar vel við þann tón sem ég hef þegar slegið á mínum fyrstu vikum sem matvælaráðherra. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að vita að vita hvernig við viljum haga málum til lengri tíma. Sýnin er að efla landbúnaðinn Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að finna kjarngott nesti fyrir mig sem matvælaráðherra um hvert skal stefna í landbúnaðarmálum. Við viljum setja metnaðarfull markmið um að auka hlutfall hollra og næringarríkra matvæla. Um að auka sjálfbærni og fæðuöryggi. Auka lífræna framleiðslu. Um hvernig við styrkjum og fjölgum stoðum landbúnaðar á grunni sjálfbærrar nýtingar. Sýn þessarar ríkisstjórnar er að efla landbúnaðinn. Fæðuöryggi á dagskrá Heimsfaraldur og stríð hefur sett umræðu um fæðuöryggi í nýtt samhengi og þarna þurfum við að gefa í. Fæðuöryggi er grundvöllur sjálfstæðra þjóða. Þannig eru stefnumið þessarar ríkisstjórnar tímanlegri í dag heldur en fyrir hálfu ári. En jafnframt er ekkert sem ógnar fæðuöryggi Íslendinga meir til lengri tíma heldur en loftslagsbreytingar. Það bætist sífellt í staflann af skýrslum vísindamanna sem sýna fram á að með vályndari veðrum mun uppskera á stórum kornræktarsvæðum verða ótryggari og þannig aukist líkurnar á áföllum. Landbúnaður á að vera í sókn Á tímum sem þessum er landbúnaðurinn miðlægur í að takast á við breyttar aðstæður. Landbúnaðurinn hér á landi sér þjóðinni fyrir mestu því kjöti og mjólkurvörum sem við neytum en sóknarfæri eru víðar. Við þurfum að spyrja okkur hvað við getum gert meira. Grænmetið, kornið og áburðurinn. Landbúnaðurinn er of mikilvægur til þess að vera í vörn. Hann verður að vera í sókn og hefur til þess alla burði. Græn skref í átt að fæðuöryggi Ég hef þá trú að til þess að við náum árangri í loftslagsmálum þurfa stuðningskerfin að verðlauna árangur. Þannig virkjum við búvit bænda til þess að ná árangri betur en með boðum og bönnum. Við þurfum græn skref í átt að fæðuöryggi. Í dag mun ég veita þrenn verðlaun fyrir góðan árangur á sviði landbúnaðar. Verðlaunahafar endurspegla öll þau stefnumið sem matvælaráðuneytið hefur sett sér og nefni ég hér nokkur; öflug nýsköpun, lífræn framleiðsla, sjálfbærni, rannsóknir, og heilbrigði dýra. Íslenskir bændur hafa oft tekist á við áskoranir, ég nefni framlag bænda til þjóðarsáttarinnar og eftir efnahagshrunið. Lausnirnar eru í framtíðinni, í nýsköpun og hugkvæmni, með rannsóknum og þróun. Höfundur er matvælaráðherra.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun