Pedri skaut Barcelona upp í annað sæti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. apríl 2022 21:04 Börsungar sitja nú í öðru sæti La Liga eftir sigur kvöldsins. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Barcelona lyfti sér upp í annað sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 1-0 sigri gegn Sevilla í kvöld. Þrjú stig skildu liðin að fyrir leik kvöldsins, en Sevilla sat í öðru sæti og Barcelona því fjórða. Leikurinn var því gríðarlega mikilvægur í baráttunni um annað sæti deildarinnar, en ólíklegt er að liðin nái toppliði Real Madrid úr þessu. Markalaust var að loknum fyrri hálfleik, en fyrsta og eina mark leiksins leit ekki dagsins ljós fyrr en á 72. mínútu þegar Pedri fékk boltann frá Ousmane Dembele, lék á varnarmenn Sevilla og kláraði færið vel. Sigurinn lyftir Barcelona upp í annað sæti deildarinnar. Liðið er með 57 stig, líkt og Atlético Madrid og Sevilla, en með bestu markatöluna af liðunum þrem. Börsungar eiga einnig einn leik til góða á Atlético Madrid og Sevilla og geta því náð þriggja stiga forskoti á liðin sem þeir eru í baráttu við. Fótbolti Spænski boltinn
Barcelona lyfti sér upp í annað sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 1-0 sigri gegn Sevilla í kvöld. Þrjú stig skildu liðin að fyrir leik kvöldsins, en Sevilla sat í öðru sæti og Barcelona því fjórða. Leikurinn var því gríðarlega mikilvægur í baráttunni um annað sæti deildarinnar, en ólíklegt er að liðin nái toppliði Real Madrid úr þessu. Markalaust var að loknum fyrri hálfleik, en fyrsta og eina mark leiksins leit ekki dagsins ljós fyrr en á 72. mínútu þegar Pedri fékk boltann frá Ousmane Dembele, lék á varnarmenn Sevilla og kláraði færið vel. Sigurinn lyftir Barcelona upp í annað sæti deildarinnar. Liðið er með 57 stig, líkt og Atlético Madrid og Sevilla, en með bestu markatöluna af liðunum þrem. Börsungar eiga einnig einn leik til góða á Atlético Madrid og Sevilla og geta því náð þriggja stiga forskoti á liðin sem þeir eru í baráttu við.