Lægðin kemur á land uppúr hádegi á Suður- og Vesturlandi en færir sig norður í land í kvöld. Í nót byrjar að snjóa á Austurlandi.
Á morgun mun vindur snúast á suðvestanátt með skúrum eftir hádegi en éljum norðantil. Annað kvöld gengur í norðlæga átt með kólnandi veðri og bætir heldur í ofankomu en birtir til um landið sunnanvert.