Fótbolti

Hope Solo tekin drukkin undir stýri með börnin í aftursætinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hope Solo var drukkin undir stýri með börnin sín í aftursæti bílsins.
Hope Solo var drukkin undir stýri með börnin sín í aftursæti bílsins. vísir/getty

Hope Solo, fyrrverandi markvörður bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, var handtekin síðastliðinn fimmtudag fyrir að keyra undir áhrifum áfengis. Solo var með börnin sín í bílnum.

Lögreglan handtók Solo á bílastæði fyrir utan verslunarmiðstöð í Winston-Salem, Norður-Karólínu. Solo var þá sofandi undir stýri, en í aftursæti bílsins sátu tveggja ára tvíburasynir hennar.

Solo hefur verið ákærð fyrir að keyra undir áhrifum áfengis, streitast gegn handtöku og vanrækslu gagnvart börnum sínum.

Samkvæmt skýrslu lögreglu hafði vegfarandi tekið eftir markverðinum fyrrverandi sofandi undir stýri í meira en klukkutíma með bílinn í gangi og dætur sínar í aftursætinu.

Lögreglumaðurinn sem handtók Solo fann lykt af áfengi, en Solo neitaði að gangast undir áfengispróf á staðnum og því var blóðprufa tekin í staðin.

Henni hefur verið sleppt úr haldi lögreglu, en á að mæta fyrir dóm þann 28. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×