Með skilaboð til Íslendinga: „Hjálpin sem þið hafið veitt okkur gleymist aldrei“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. apríl 2022 20:31 Olexander er frá Kænugarði en hann kom til Íslands fyrir viku síðan. vísir Vesturbæingar og fyrirtæki í nágrenninu hafa tekið höndum saman við að útvega úkraínskum flóttamönnum sem dvelja á Hótel Sögu ýmsar nauðsynjar, þar á meðal sundkort. Við hittum flóttamann sem var með skilaboð til íslensku þjóðarinnar. Rúmlega níutíu flóttamenn dvelja nú í þessari sögufrægu byggingu og þá getur vantað ýmislegt. „Fólk getur vantað rosalega margt. Þetta er fólk sem er að koma beint úr stríðsástandi og er að koma beint af flugvellinum og er ekki einu sinni með föt á sig eða neitt. Vantar hreinlætisvörur, klósettpappír og alls konar hluti,“ segir Markús Már Efraím Sigurðsson, sjálfboðaliði sem hefur séð um að afla nauðsynjum fyrir flóttamannahópinn. Markús hefur haldið utan um söfnun fyrir hópinn.vísir Vesturbæingar hafa lagst á eitt og í dag hefur verið stríður straumur af fólki sem kemur með alls kyns nauðsynjavörur fyrir hópinn. „Föt, hjól fyrir krakkana, leikföng, alls konar nauðsynjar, svona hluti sem manni dettur ekki einu sinni í hug alltaf; dömubindi, bleyjur og annað slíkt,“ segir Markús. Þá hafa veitingastaðir í nágrenninu einnig fært fólkinu mat. Markús stofnaði síðu á Facebook þar sem búið er að koma á skilvirku kerfi til að halda utan um hvað flóttamennirnir þurfa, svo fólk komi ekki með allt of mikið af óþörfum hlutum. Á leiðinni í sund Við hittum Olexander sem flúði heimili sitt í Kænugarði og kom til Íslands fyrir viku síðan fyrir utan Hótel Sögu í dag, sem var afar þakklátur Vesturbæingum: „Ég hef aldrei orðið aðnjótandi svo mikillar hjálpar eins og hér,“ segir hann. „Við erum ykkur afar þakklát. Við gleymum aldrei þessari hjartagæsku. Hjálpin sem þið hafið veitt okkur gleymist aldrei.“ Meðal þess sem hópurinn hefur fengið er þriggja mánaða sundkort og var Olexander einmitt á leið í sund með krökkum en þeir eru margir á hótelinu. „Þetta eru mest börn, en líka fullorðnir, við erum um tíu menn alls hér. Við reynum að hjálpa og gera okkar besta,“ segir Olexander. „Mig langar að segja við ykkur Íslendinga: Kærar þakkir fyrir hlýjuna og stuðninginn. Við erum mjög þakklát. Kærar þakkir.“ Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vesturbæingar sjá um hundrað flóttamönnum á Hótel Sögu fyrir nauðsynjum Tæplega eitt hundrað úkraínskir flóttamenn, konur og börn, hafa fengið þak yfir höfuðið í Bændahöllinni, þar sem Hótel Saga var þar til nýlega. Svo virðist sem fólkið fái ekki mikið meira en þak yfir höfuðið enda hafa íbúar Vesturbæjar tekið það á sig að verða fólkinu úti um helstu nauðsynjar. 2. apríl 2022 23:03 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira
Rúmlega níutíu flóttamenn dvelja nú í þessari sögufrægu byggingu og þá getur vantað ýmislegt. „Fólk getur vantað rosalega margt. Þetta er fólk sem er að koma beint úr stríðsástandi og er að koma beint af flugvellinum og er ekki einu sinni með föt á sig eða neitt. Vantar hreinlætisvörur, klósettpappír og alls konar hluti,“ segir Markús Már Efraím Sigurðsson, sjálfboðaliði sem hefur séð um að afla nauðsynjum fyrir flóttamannahópinn. Markús hefur haldið utan um söfnun fyrir hópinn.vísir Vesturbæingar hafa lagst á eitt og í dag hefur verið stríður straumur af fólki sem kemur með alls kyns nauðsynjavörur fyrir hópinn. „Föt, hjól fyrir krakkana, leikföng, alls konar nauðsynjar, svona hluti sem manni dettur ekki einu sinni í hug alltaf; dömubindi, bleyjur og annað slíkt,“ segir Markús. Þá hafa veitingastaðir í nágrenninu einnig fært fólkinu mat. Markús stofnaði síðu á Facebook þar sem búið er að koma á skilvirku kerfi til að halda utan um hvað flóttamennirnir þurfa, svo fólk komi ekki með allt of mikið af óþörfum hlutum. Á leiðinni í sund Við hittum Olexander sem flúði heimili sitt í Kænugarði og kom til Íslands fyrir viku síðan fyrir utan Hótel Sögu í dag, sem var afar þakklátur Vesturbæingum: „Ég hef aldrei orðið aðnjótandi svo mikillar hjálpar eins og hér,“ segir hann. „Við erum ykkur afar þakklát. Við gleymum aldrei þessari hjartagæsku. Hjálpin sem þið hafið veitt okkur gleymist aldrei.“ Meðal þess sem hópurinn hefur fengið er þriggja mánaða sundkort og var Olexander einmitt á leið í sund með krökkum en þeir eru margir á hótelinu. „Þetta eru mest börn, en líka fullorðnir, við erum um tíu menn alls hér. Við reynum að hjálpa og gera okkar besta,“ segir Olexander. „Mig langar að segja við ykkur Íslendinga: Kærar þakkir fyrir hlýjuna og stuðninginn. Við erum mjög þakklát. Kærar þakkir.“
Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vesturbæingar sjá um hundrað flóttamönnum á Hótel Sögu fyrir nauðsynjum Tæplega eitt hundrað úkraínskir flóttamenn, konur og börn, hafa fengið þak yfir höfuðið í Bændahöllinni, þar sem Hótel Saga var þar til nýlega. Svo virðist sem fólkið fái ekki mikið meira en þak yfir höfuðið enda hafa íbúar Vesturbæjar tekið það á sig að verða fólkinu úti um helstu nauðsynjar. 2. apríl 2022 23:03 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira
Vesturbæingar sjá um hundrað flóttamönnum á Hótel Sögu fyrir nauðsynjum Tæplega eitt hundrað úkraínskir flóttamenn, konur og börn, hafa fengið þak yfir höfuðið í Bændahöllinni, þar sem Hótel Saga var þar til nýlega. Svo virðist sem fólkið fái ekki mikið meira en þak yfir höfuðið enda hafa íbúar Vesturbæjar tekið það á sig að verða fólkinu úti um helstu nauðsynjar. 2. apríl 2022 23:03