Konan hans Klopp hannaði að hans mati „besta barinn“ í Liverpool á Anfield Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2022 09:01 Jürgen Klopp fagnar sigrinum á Watford um helgina. Hann hefur væntanlega farið á litla barinn sinn á Anfield eftir leikinn. Getty/Clive Brunskill Nú vitum við hvar Jürgen Klopp heldur sig eftir heimaleiki Liverpool á Anfield. Hann og hans fólk hafa útbúið sér sérstakan samastað undir nýju stóru stúkunni á leikvanginum. Boot Room, skóherbergið fræga á Liverpool, á sér stóran sess í sögu félagsins og fær athygli þessa dagana vegna nýrrar heimildarmyndar sem er að koma út. Heimildarmyndin heitir einfaldlega „The Boot Room Boys“ og er framleidd af BT Sport Films. Knattspyrnustjórinn Bill Shankly og eftirmenn hans Bob Paisley, Joe Fagan, Kenny Dalglish og Roy Evans áttu allir samastað í Boot Room á Anfield þar sem málin voru rædd. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fór í viðtal hjá BT Sport í tengslum við frumsýningu Boot Room heimildarmyndarinnar. Klopp sagði meðal annars frá því sem hann vissi um Boot Room áður en hann gerðist knattspyrnustjóri Liverpool árið 2015, fyrstu skoðunarferð sinni um Anfield með viðkomu í Boot Room og svo aðstöðuna hans eftir leikina á Anfield leikvanginum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=kXRgFz0_D8c">watch on YouTube</a> „Þegar ég kom til Liverpool og fékk skoðunarferð um leikvanginn þá sýndu þeir mér búningsherbergið sem var ekki mjög merkilegt í gömlu aðalstúkunni ef ég segi alveg eins og er. Svo sýndu þeir mér litla herbergið sem bar nafnið Boot Room. Ég spurði: Hvað er þetta? Þeir útskýrðu þetta síðan fyrir mig og það var mjög notalegt herbergi eins og lítill bar á leikvanginum sem var bara fyrir knattspyrnustjórann,“ sagði Jürgen Klopp. Liverpool tók Anfield í gegn fyrir nokkum árum og endurbyggði aðalstúkuna. Stækkuðu hana mikið og bætti alla búningsaðstöðu sem og aðra aðstöðu á bak við tjöldin. Eiginkona Jürgen Klopp, Ulla Sandrock, fékk heiðurinn af því að hanna herbergi á bak við tjöldin í nýju stúkunni á Anfield. „Ég var mjög hrifinn af gamla Boot Room og við bjuggum því til okkar eigin útgáfu undir nýju stúkunni. Ulla, konan mín, bar ábyrgð á húsgögnunum og hvernig það leit út. Að mínu mati er þetta besti barinn í Liverpool-borg,“ sagði Klopp hlæjandi. „Eftir leikina þá fer ég þangað með starfsfólki mínu og öllum vinum mínum. Það er frábært og eitthvað sem við höfum ekki í Þýskalandi,“ sagði Klopp. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira
Boot Room, skóherbergið fræga á Liverpool, á sér stóran sess í sögu félagsins og fær athygli þessa dagana vegna nýrrar heimildarmyndar sem er að koma út. Heimildarmyndin heitir einfaldlega „The Boot Room Boys“ og er framleidd af BT Sport Films. Knattspyrnustjórinn Bill Shankly og eftirmenn hans Bob Paisley, Joe Fagan, Kenny Dalglish og Roy Evans áttu allir samastað í Boot Room á Anfield þar sem málin voru rædd. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fór í viðtal hjá BT Sport í tengslum við frumsýningu Boot Room heimildarmyndarinnar. Klopp sagði meðal annars frá því sem hann vissi um Boot Room áður en hann gerðist knattspyrnustjóri Liverpool árið 2015, fyrstu skoðunarferð sinni um Anfield með viðkomu í Boot Room og svo aðstöðuna hans eftir leikina á Anfield leikvanginum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=kXRgFz0_D8c">watch on YouTube</a> „Þegar ég kom til Liverpool og fékk skoðunarferð um leikvanginn þá sýndu þeir mér búningsherbergið sem var ekki mjög merkilegt í gömlu aðalstúkunni ef ég segi alveg eins og er. Svo sýndu þeir mér litla herbergið sem bar nafnið Boot Room. Ég spurði: Hvað er þetta? Þeir útskýrðu þetta síðan fyrir mig og það var mjög notalegt herbergi eins og lítill bar á leikvanginum sem var bara fyrir knattspyrnustjórann,“ sagði Jürgen Klopp. Liverpool tók Anfield í gegn fyrir nokkum árum og endurbyggði aðalstúkuna. Stækkuðu hana mikið og bætti alla búningsaðstöðu sem og aðra aðstöðu á bak við tjöldin. Eiginkona Jürgen Klopp, Ulla Sandrock, fékk heiðurinn af því að hanna herbergi á bak við tjöldin í nýju stúkunni á Anfield. „Ég var mjög hrifinn af gamla Boot Room og við bjuggum því til okkar eigin útgáfu undir nýju stúkunni. Ulla, konan mín, bar ábyrgð á húsgögnunum og hvernig það leit út. Að mínu mati er þetta besti barinn í Liverpool-borg,“ sagði Klopp hlæjandi. „Eftir leikina þá fer ég þangað með starfsfólki mínu og öllum vinum mínum. Það er frábært og eitthvað sem við höfum ekki í Þýskalandi,“ sagði Klopp. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira