Vann mót á Augusta National golfvellinum áður en hún fékk bílprófið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2022 14:01 Anna Davis með bikarinn sem hún fékk fyrir sigur á áhugamóti kvenna á Augusta National golfvellinum. AP/Matt Slocum Hin sextán ára gamla Anna Davis fagnaði sigri á Augusta National áhugamannamóti kvenna sem lauk um helgina en spilar var á sama velli og hýsir Mastersmót karlanna næstu vikuna. Anna Davis var nær óþekkt og að keppa á sínu fyrsta móti á Augusta National vellinum en hún náði heldur betur að skapa sér nafn með frábærri spilamennsku. Hún fékk meira segja hrós frá sjálfum Tiger Woods eftir sigur sinn. Congratulations, Anna Davis! The 2022 @anwagolf champion gets her Butler Cabin moment. pic.twitter.com/e1b9IzyWmX— Golf Digest (@GolfDigest) April 2, 2022 Davis lagði grunninn að sigri sínum með því að ná tveimur fuglum í kringum hið fræga Amen horn en hún lék síðasta hringinn á þremur höggum undir pari. Davis græddi á því að Latanna Stone klúðraði góðri stöðu sinni á síðustu tveimur holunum. Davis endaði á því að vera sú eina sem kláraði mótið á undir parinu. Davis er örvhent og er frá bæ rétt austur af San Diego í Kaliforníu-fylki. Hún lét stóra sviðið ekki slá sig út af laginu. Hey Siri, add "2022 Augusta National Women's Amateur champion" to Anna Davis' accolades. #ANWAgolf pic.twitter.com/Llt0kWhgdq— Augusta National Women's Amateur (@anwagolf) April 2, 2022 „Ég held að ég hafi aldrei spilað fyrir svo margt fólk áður. Ég var samt ekki stressuð. Ég vissi að ég var lítilmagninn. Það var því ekki eins mikil pressa á mér að standa mig sérstaklega vel. Ég var bara að hugsa um að hafa gaman,“ sagði Anna Davis. Davis er enn bara á öðru ári í gagnfræðaskóla og er ekki búin að fá ökuskírteinið sitt. Hún má meira segja ekki tala við fulltrúa háskólanna fyrr en í júní en það má búast við að margir þeirra vilji reyna að sannfæra hana um að koma í sinn skóla. A few words from our 2022 #ANWAgolf champion Anna Davis pic.twitter.com/bZjSEuiqcv— Augusta National Women's Amateur (@anwagolf) April 2, 2022 Golf Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Anna Davis var nær óþekkt og að keppa á sínu fyrsta móti á Augusta National vellinum en hún náði heldur betur að skapa sér nafn með frábærri spilamennsku. Hún fékk meira segja hrós frá sjálfum Tiger Woods eftir sigur sinn. Congratulations, Anna Davis! The 2022 @anwagolf champion gets her Butler Cabin moment. pic.twitter.com/e1b9IzyWmX— Golf Digest (@GolfDigest) April 2, 2022 Davis lagði grunninn að sigri sínum með því að ná tveimur fuglum í kringum hið fræga Amen horn en hún lék síðasta hringinn á þremur höggum undir pari. Davis græddi á því að Latanna Stone klúðraði góðri stöðu sinni á síðustu tveimur holunum. Davis endaði á því að vera sú eina sem kláraði mótið á undir parinu. Davis er örvhent og er frá bæ rétt austur af San Diego í Kaliforníu-fylki. Hún lét stóra sviðið ekki slá sig út af laginu. Hey Siri, add "2022 Augusta National Women's Amateur champion" to Anna Davis' accolades. #ANWAgolf pic.twitter.com/Llt0kWhgdq— Augusta National Women's Amateur (@anwagolf) April 2, 2022 „Ég held að ég hafi aldrei spilað fyrir svo margt fólk áður. Ég var samt ekki stressuð. Ég vissi að ég var lítilmagninn. Það var því ekki eins mikil pressa á mér að standa mig sérstaklega vel. Ég var bara að hugsa um að hafa gaman,“ sagði Anna Davis. Davis er enn bara á öðru ári í gagnfræðaskóla og er ekki búin að fá ökuskírteinið sitt. Hún má meira segja ekki tala við fulltrúa háskólanna fyrr en í júní en það má búast við að margir þeirra vilji reyna að sannfæra hana um að koma í sinn skóla. A few words from our 2022 #ANWAgolf champion Anna Davis pic.twitter.com/bZjSEuiqcv— Augusta National Women's Amateur (@anwagolf) April 2, 2022
Golf Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira