Klúðurslegt hjá Sigurði Inga Snorri Másson skrifar 4. apríl 2022 20:24 Sigurður Ingi Jóhannsson baðst fyrr í dag afsökunar á því sem hann lýsti sem „óviðurkvæmilegum ummælum“ sínum í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Ummælin tengdust kynþætti hennar og er hann sagður hafa vísað til hennar sem „þeirrar svörtu.“ Þess hefur verið krafist að Sigurður Ingi segi af sér vegna málsins en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur varið ráðherrann og sagt að taka verði það gilt þegar menn biðjist afsökunar. Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, var til viðtals í Íslandi í dag í kvöld. Í þættinum, sem má sjá hér að ofan, var stemningin á Alþingi einkum til umræðu og einnig var rætt við þingmenn um starfsandann, sem skiptar skoðanir eru um. Komið var inn á ummæli Sigurðar Inga og Brynjar sagði þar að hann teldi að vel kynni að vera að málið hefði pólitískar afleiðingar fyrir Sigurð Inga. „En hann hefur beðist afsökunar. Þetta er klúðurslegt, það eru klúðursleg viðbrögðin í upphafi. En hann hefur beðist afsökunar og þá er ég þannig maður að þá er málinu bara lokið af minni hálfu. Auðvitað kann þetta þó að hafa einhverjar pólitískar afleiðingar fyrir hann,“ sagði Brynjar. „Vigdís er mikil afbragðskona, mikill vinur minn, og þetta er bara mjög leiðinlegt. En ég geri ráð fyrir því að þetta sé gert bara einhverri fýlu og reiði og svo bara biðst hann afsökunar. Þá bara finnst mér að málinu sé lokið,“ sagði Brynjar. Eðlileg krafa að ráðherrar sigti fólk ekki út vegna kynþáttar Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International. Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, var einnig til viðtals. Hann sagði undarlegt að afsökunarbeiðnin kæmi nú eftir að því var fyrst haldið fram að Sigurður Ingi hafi vísað til þess að Vigdís sé í Sjálfstæðisflokknum. Þeim framburði hafi síðan verið breytt. Hver afdrif ráðherra verði segir Atli að velti á Framsóknarmönnum. „Það fer náttúrulega fyrst og fremst eftir því hvort kjósendur Framsóknarflokksins séu tilbúnir að vera með ráðherra sem er með svona ummæli um annað fólk. Þar verður þrýstingurinn að koma,“ sagði Atli. „Mér finnst nú alveg eðlileg krafa á ráðherra að þeir séu ekki að sigta fólk út vegna kynþátta. Ég veit ekki hvort málinu sé því lokið alveg strax,“ sagði Atli. Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísland í dag Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir „Verðum að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar með mjög skýrum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki draga í efa heilindi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. Sigurður Ingi kallaði framkvæmdastjóra Búnaðarþings „þá svörtu“ á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. 4. apríl 2022 15:50 „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4. apríl 2022 19:10 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Þess hefur verið krafist að Sigurður Ingi segi af sér vegna málsins en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur varið ráðherrann og sagt að taka verði það gilt þegar menn biðjist afsökunar. Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, var til viðtals í Íslandi í dag í kvöld. Í þættinum, sem má sjá hér að ofan, var stemningin á Alþingi einkum til umræðu og einnig var rætt við þingmenn um starfsandann, sem skiptar skoðanir eru um. Komið var inn á ummæli Sigurðar Inga og Brynjar sagði þar að hann teldi að vel kynni að vera að málið hefði pólitískar afleiðingar fyrir Sigurð Inga. „En hann hefur beðist afsökunar. Þetta er klúðurslegt, það eru klúðursleg viðbrögðin í upphafi. En hann hefur beðist afsökunar og þá er ég þannig maður að þá er málinu bara lokið af minni hálfu. Auðvitað kann þetta þó að hafa einhverjar pólitískar afleiðingar fyrir hann,“ sagði Brynjar. „Vigdís er mikil afbragðskona, mikill vinur minn, og þetta er bara mjög leiðinlegt. En ég geri ráð fyrir því að þetta sé gert bara einhverri fýlu og reiði og svo bara biðst hann afsökunar. Þá bara finnst mér að málinu sé lokið,“ sagði Brynjar. Eðlileg krafa að ráðherrar sigti fólk ekki út vegna kynþáttar Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International. Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, var einnig til viðtals. Hann sagði undarlegt að afsökunarbeiðnin kæmi nú eftir að því var fyrst haldið fram að Sigurður Ingi hafi vísað til þess að Vigdís sé í Sjálfstæðisflokknum. Þeim framburði hafi síðan verið breytt. Hver afdrif ráðherra verði segir Atli að velti á Framsóknarmönnum. „Það fer náttúrulega fyrst og fremst eftir því hvort kjósendur Framsóknarflokksins séu tilbúnir að vera með ráðherra sem er með svona ummæli um annað fólk. Þar verður þrýstingurinn að koma,“ sagði Atli. „Mér finnst nú alveg eðlileg krafa á ráðherra að þeir séu ekki að sigta fólk út vegna kynþátta. Ég veit ekki hvort málinu sé því lokið alveg strax,“ sagði Atli.
Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísland í dag Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir „Verðum að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar með mjög skýrum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki draga í efa heilindi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. Sigurður Ingi kallaði framkvæmdastjóra Búnaðarþings „þá svörtu“ á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. 4. apríl 2022 15:50 „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4. apríl 2022 19:10 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
„Verðum að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar með mjög skýrum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki draga í efa heilindi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. Sigurður Ingi kallaði framkvæmdastjóra Búnaðarþings „þá svörtu“ á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. 4. apríl 2022 15:50
„Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4. apríl 2022 19:10