Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk var opnuð í Reykjavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 4. apríl 2022 19:58 Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðastjóri móttöku flóttamanna. Vísir/Sigurjón Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk hefur opnað í Reykjavík þar sem Domus Medica var áður til húsa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að flóttafólkið geti leitað allrar nauðsynlegrar þjónustu á einum stað. „Þetta hefur gegnið mjög vel. Það sem gerist í þessu herbergi er svokölluð myndataka og birting. Við erum tengd Þjóðskrá hér þannig að fólk fær sína kennitölu um leið,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 á meðan hann sýndi nýja móttökumiðstöð. Í miðstöðinni heldur bæði Útlendingastofnun og lögreglan úti starfsemi, þar fer fram fingrafaraskönnun og fleira. „Hér fyrir ofan erum við svo með heilsugæsluna, röntgen og fjölmenningarsetur þannig að fólk komist í búsetuúrræði. Hér eru fjölbreyttar stofnanir og hér er ein stoppistöð svo hægt sé að klára allt á einum stað.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra opnaði í dag miðstöðina sem hann segir gríðarlega mikilvæg flóttafólkinu. „Þetta er auðvitað metár í móttöku á fólki sem er að sækja um alþjóðlega vernd og þegar hafa yfir sex hundruð komið bara frá Úkraínu núna í ár. Þess vegna skiptir líka svo miklu máli að við séum að stíga þetta skref sem við erum að taka í dag að samþætta þessa þjónustu sem fólkið þarf að leitast eftir,“ sagði Guðmundur Ingi í kvöldfréttum. „Þið getið ímyndað ykkur að í þessum aðstæðum, sem þetta fólk er í að koma til nýs lands, að í staðin fyrir að þvælast milli fjögurra staða er núna hægt að sækja alla þjónustu á einum stað. Þannig að þetta er stórt skref fyrir móttöku á fólki sem er að leita sér að alþjóðlegri vernd hér á Íslandi.“ Hér að neðan má sjá ljósmyndir úr móttökumiðstöðinni. Fjölmenningarsetur er með móttökumiðstöð.Vísir/SigurjónVísir/SigurjónVísir/SigurjónVísir/SigurjónHér eru teknar ljósmyndir af flóttafólkinu.Vísir/sigurjón Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Reykjavík Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
„Þetta hefur gegnið mjög vel. Það sem gerist í þessu herbergi er svokölluð myndataka og birting. Við erum tengd Þjóðskrá hér þannig að fólk fær sína kennitölu um leið,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 á meðan hann sýndi nýja móttökumiðstöð. Í miðstöðinni heldur bæði Útlendingastofnun og lögreglan úti starfsemi, þar fer fram fingrafaraskönnun og fleira. „Hér fyrir ofan erum við svo með heilsugæsluna, röntgen og fjölmenningarsetur þannig að fólk komist í búsetuúrræði. Hér eru fjölbreyttar stofnanir og hér er ein stoppistöð svo hægt sé að klára allt á einum stað.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra opnaði í dag miðstöðina sem hann segir gríðarlega mikilvæg flóttafólkinu. „Þetta er auðvitað metár í móttöku á fólki sem er að sækja um alþjóðlega vernd og þegar hafa yfir sex hundruð komið bara frá Úkraínu núna í ár. Þess vegna skiptir líka svo miklu máli að við séum að stíga þetta skref sem við erum að taka í dag að samþætta þessa þjónustu sem fólkið þarf að leitast eftir,“ sagði Guðmundur Ingi í kvöldfréttum. „Þið getið ímyndað ykkur að í þessum aðstæðum, sem þetta fólk er í að koma til nýs lands, að í staðin fyrir að þvælast milli fjögurra staða er núna hægt að sækja alla þjónustu á einum stað. Þannig að þetta er stórt skref fyrir móttöku á fólki sem er að leita sér að alþjóðlegri vernd hér á Íslandi.“ Hér að neðan má sjá ljósmyndir úr móttökumiðstöðinni. Fjölmenningarsetur er með móttökumiðstöð.Vísir/SigurjónVísir/SigurjónVísir/SigurjónVísir/SigurjónHér eru teknar ljósmyndir af flóttafólkinu.Vísir/sigurjón
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Reykjavík Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira