Stærsta herskip sem sést hefur á Íslandi við bryggju í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 4. apríl 2022 20:42 Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales siglir inn til Reykjavíkur í morgun. Vilhelm Gunnarsson Stærsta herskip sem komið hefur til Íslands og flaggskip breska sjóhersins, flugmóðurskipið Prince of Wales, verður í Reykjavík fram á föstudag. Koma skipsins tengist þó ekki varnaræfingunni Norður-Víkingi heldur er liður í reynslusiglingum skipsins um Norður-Atlantshaf. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá flugmóðurskipið leggjast að bryggju í Reykjavík. Skipið er það nýtt að það telst enn vera í reynslusiglingum, sem hófust í fyrra, en gert er ráð fyrir að það verði komið í fulla þjónustu breska sjóhersins á næsta ári. Fjórir dráttarbátar og tveir lóðsbátar tóku þátt í að koma flugmóðurskipinu að bryggju.Egill Aðalsteinsson Hingað kemur það frá Noregsströndum þar sem það tók þátt í sinni fyrstu heræfingu, NATO-æfingunni Cold Response. Freigátan Richmond fylgir skipinu. Ásamt systurskipi sínu, Queen Elizabeth, er Prince of Wales stærsta og fullkomnasta herskip sem smíðað hafa verið fyrir breska sjóherinn sem lítur á þessa bryndreka sem flaggskip bresku krúnunnar. Skipið er 280 metra langt og mesta breidd þess 73 metrar og er þetta stærsta herskip sem komið hefur til Íslands. Það er stærra en bandaríska flugmóðurskipið Wasp sem áður átti metið og kom hingað árið 1964. Það skip var 250 metra langt en lagðist þó ekki að bryggju. Flugmóðurskipið er 280 metra langt og 73 metra breitt.Egill Aðalsteinsson Fjögur herskip sem taka þátt í Norður-Víkingi voru hér í höfn um helgina og von á einhverjum þeirra til Reykjavíkur eftir æfinguna í næstu viku. Koma breska flugmóðurskipsins og fylgdarskips þess tengist hins vegar ekki Norður-Víkingi. Þau eru sögð hér í reynslusiglingum um Norður-Atlantshaf. Áhugamönnum um stríðstól gefst hins vegar kostur á að berja þau augum í Sundahöfn næstu fjóra sólarhringa því áætlað er að þau liggi þar við bryggju fram á föstudagsmorgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Öryggis- og varnarmál NATO Bretland Reykjavík Hernaður Tengdar fréttir Tímasetning heræfingar á Íslandi ekki sögð tengjast Úkraínustríði Herskip frá fimm NATO-ríkjum taka þátt í heræfingunni Norður-Víkingi sem fram fer á Íslandi og í hafinu við landið í fyrri hluta næsta mánaðar. Sérfræðingur um varnarmál telur engar líkur á að æfingin tengist spennu vegna Úkraínustríðsins. 23. mars 2022 22:02 270 metra langur prins leggur að bryggju í Reykjavík Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales siglir nú inn til hafnar í Skarfabakka. Vera skipsins er alls ótengd varnaræfingunni Norður-Víkingi sem stendur yfir hér á landi. 4. apríl 2022 08:51 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá flugmóðurskipið leggjast að bryggju í Reykjavík. Skipið er það nýtt að það telst enn vera í reynslusiglingum, sem hófust í fyrra, en gert er ráð fyrir að það verði komið í fulla þjónustu breska sjóhersins á næsta ári. Fjórir dráttarbátar og tveir lóðsbátar tóku þátt í að koma flugmóðurskipinu að bryggju.Egill Aðalsteinsson Hingað kemur það frá Noregsströndum þar sem það tók þátt í sinni fyrstu heræfingu, NATO-æfingunni Cold Response. Freigátan Richmond fylgir skipinu. Ásamt systurskipi sínu, Queen Elizabeth, er Prince of Wales stærsta og fullkomnasta herskip sem smíðað hafa verið fyrir breska sjóherinn sem lítur á þessa bryndreka sem flaggskip bresku krúnunnar. Skipið er 280 metra langt og mesta breidd þess 73 metrar og er þetta stærsta herskip sem komið hefur til Íslands. Það er stærra en bandaríska flugmóðurskipið Wasp sem áður átti metið og kom hingað árið 1964. Það skip var 250 metra langt en lagðist þó ekki að bryggju. Flugmóðurskipið er 280 metra langt og 73 metra breitt.Egill Aðalsteinsson Fjögur herskip sem taka þátt í Norður-Víkingi voru hér í höfn um helgina og von á einhverjum þeirra til Reykjavíkur eftir æfinguna í næstu viku. Koma breska flugmóðurskipsins og fylgdarskips þess tengist hins vegar ekki Norður-Víkingi. Þau eru sögð hér í reynslusiglingum um Norður-Atlantshaf. Áhugamönnum um stríðstól gefst hins vegar kostur á að berja þau augum í Sundahöfn næstu fjóra sólarhringa því áætlað er að þau liggi þar við bryggju fram á föstudagsmorgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Öryggis- og varnarmál NATO Bretland Reykjavík Hernaður Tengdar fréttir Tímasetning heræfingar á Íslandi ekki sögð tengjast Úkraínustríði Herskip frá fimm NATO-ríkjum taka þátt í heræfingunni Norður-Víkingi sem fram fer á Íslandi og í hafinu við landið í fyrri hluta næsta mánaðar. Sérfræðingur um varnarmál telur engar líkur á að æfingin tengist spennu vegna Úkraínustríðsins. 23. mars 2022 22:02 270 metra langur prins leggur að bryggju í Reykjavík Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales siglir nú inn til hafnar í Skarfabakka. Vera skipsins er alls ótengd varnaræfingunni Norður-Víkingi sem stendur yfir hér á landi. 4. apríl 2022 08:51 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira
Tímasetning heræfingar á Íslandi ekki sögð tengjast Úkraínustríði Herskip frá fimm NATO-ríkjum taka þátt í heræfingunni Norður-Víkingi sem fram fer á Íslandi og í hafinu við landið í fyrri hluta næsta mánaðar. Sérfræðingur um varnarmál telur engar líkur á að æfingin tengist spennu vegna Úkraínustríðsins. 23. mars 2022 22:02
270 metra langur prins leggur að bryggju í Reykjavík Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales siglir nú inn til hafnar í Skarfabakka. Vera skipsins er alls ótengd varnaræfingunni Norður-Víkingi sem stendur yfir hér á landi. 4. apríl 2022 08:51