Útilokar ekki að vísa starfsmönnum sendiráðs Rússa úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2022 13:55 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld fylgjast vel með stöðunni. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist reikna með frekari viðskiptaþvingunum í garð Rússlands eftir nýleg tíðindi af fjöldamorðum Rússa í úkraínskum bæjum, þar á meðal Bucha. „Við gerum ráð fyrir frekari viðskiptaþvingunum. Við munum áfram hér eftir sem hingað til taka þátt í þeim. Það er eitthvað sem skýrist á næstu sólarhringum,“ segir Þórdís Kolbrún. Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að vísa fimmtán rússneskum embættismönnum úr landi. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, greindi frá því í morgun að utanríkismálanefnd landsins hafi komist að þessari niðurstöðu. Þórdís var spurð hvort eitthvað slíkt yrði gert hér á landi. Hún benti á að rússneskir starfsmenn sendiráðsins væru öfáir. „Ef svarað er í sömu mynt þýðir það að við verðum ekki með starfrækt sendiráð í Rússlandi. Við tökum tillit til þess í okkar hagsmunamati og mati á stöðunni.“ Það sé alveg rétt að sífelld meiri harka færist í leikinn. „Þessar myndir og upplýsingar eru með algjörum ólíkindum og hörmungarnar af svo miklum skala að það er ótrúlegt að eftir allan þennan tíma séum við á rangri braut. Við eigum langt í land,“ segir Þórdís Kolbrún. Íslensk stjórnvöld fylgist með því hvað vina- og bandalagsþjóðir geri. „Nú eru þau orðin allmörg sem eru að senda hluta starfsmanna til baka. Þau eru með svo miklu meiri fjölda fólks. Við erum með örfá. Við munum áfram fylgjast með því sem önnur ríki gera,“ segir Þórdís Kolbrún. Þá var Þórdís spurð út í hlutverk starfsmanna sendiráðs Rússa hér á landi. „Það er alveg rétt að starfsmenn hér eru að fylgjast með því sem er að gerast í íslenskri þjóðfélagsumræðu. Við höfum fundið fyrir því. En við erum meðvituð um það og höfum það í huga. Þau ríki, eins og Litháen, sem er að senda sendiherrann til baka eru ekki að slíta stjórnmálasambandi. Þannig að það er líka munur þar á. Við þurfum að taka tillit til þess hversu fámenn við erum í Rússlandi. Það er það sem vði þurfum að huga að. En það er hreyfing á þessu. Ég útiloka ekkert hvort okkar mat kunni að breyast. Að því leytinu fylgjumst við með,“ segir Þórdís. „Við sjáum bara í þessari stöðu hversu hratt hlutirnir geta breyst. Því miður erum við enn á leiðinni í ranga átt. Það lengist alltaf og lengist í land. Það er fátt sem ég get útilokað. Við allavega sjáum þróun annars staðar, sem er í þá veru að senda fleiri starfsmenn, jafnvel sendiherrann. Að því leytinu til ef við ætlum að fylgjast með og fylgja okkar vina- og bandalagsþjóðum þá eru þau nær því, þannig að já.“ Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Sindri þekkti bæjarstjórann sem Rússar skutu: Þetta hefðu getað verið við Íslenskur maður sem flúði Kænugarð segir mikla heppni að hann hafi ekki verið fluttur inn í hús sem hann var að byggja í bænum Motishin. Hann þekkti bæjarstjórann þar vel sem fannst í gær látin ásamt eiginmanni sínum og syni. Þau höfðu verið skotin af Rússum. 5. apríl 2022 12:01 Vaktin: Segja 165 börn hafa látið lífið í átökunum til þessa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kemur til með að ávarpa öryggisráð Sameinuð þjóðanna í dag en þetta er í fyrsta sinn sem hann ávarpar ráðið frá því að innrás Rússa hófst í febrúar. 5. apríl 2022 22:25 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
„Við gerum ráð fyrir frekari viðskiptaþvingunum. Við munum áfram hér eftir sem hingað til taka þátt í þeim. Það er eitthvað sem skýrist á næstu sólarhringum,“ segir Þórdís Kolbrún. Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að vísa fimmtán rússneskum embættismönnum úr landi. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, greindi frá því í morgun að utanríkismálanefnd landsins hafi komist að þessari niðurstöðu. Þórdís var spurð hvort eitthvað slíkt yrði gert hér á landi. Hún benti á að rússneskir starfsmenn sendiráðsins væru öfáir. „Ef svarað er í sömu mynt þýðir það að við verðum ekki með starfrækt sendiráð í Rússlandi. Við tökum tillit til þess í okkar hagsmunamati og mati á stöðunni.“ Það sé alveg rétt að sífelld meiri harka færist í leikinn. „Þessar myndir og upplýsingar eru með algjörum ólíkindum og hörmungarnar af svo miklum skala að það er ótrúlegt að eftir allan þennan tíma séum við á rangri braut. Við eigum langt í land,“ segir Þórdís Kolbrún. Íslensk stjórnvöld fylgist með því hvað vina- og bandalagsþjóðir geri. „Nú eru þau orðin allmörg sem eru að senda hluta starfsmanna til baka. Þau eru með svo miklu meiri fjölda fólks. Við erum með örfá. Við munum áfram fylgjast með því sem önnur ríki gera,“ segir Þórdís Kolbrún. Þá var Þórdís spurð út í hlutverk starfsmanna sendiráðs Rússa hér á landi. „Það er alveg rétt að starfsmenn hér eru að fylgjast með því sem er að gerast í íslenskri þjóðfélagsumræðu. Við höfum fundið fyrir því. En við erum meðvituð um það og höfum það í huga. Þau ríki, eins og Litháen, sem er að senda sendiherrann til baka eru ekki að slíta stjórnmálasambandi. Þannig að það er líka munur þar á. Við þurfum að taka tillit til þess hversu fámenn við erum í Rússlandi. Það er það sem vði þurfum að huga að. En það er hreyfing á þessu. Ég útiloka ekkert hvort okkar mat kunni að breyast. Að því leytinu fylgjumst við með,“ segir Þórdís. „Við sjáum bara í þessari stöðu hversu hratt hlutirnir geta breyst. Því miður erum við enn á leiðinni í ranga átt. Það lengist alltaf og lengist í land. Það er fátt sem ég get útilokað. Við allavega sjáum þróun annars staðar, sem er í þá veru að senda fleiri starfsmenn, jafnvel sendiherrann. Að því leytinu til ef við ætlum að fylgjast með og fylgja okkar vina- og bandalagsþjóðum þá eru þau nær því, þannig að já.“
Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Sindri þekkti bæjarstjórann sem Rússar skutu: Þetta hefðu getað verið við Íslenskur maður sem flúði Kænugarð segir mikla heppni að hann hafi ekki verið fluttur inn í hús sem hann var að byggja í bænum Motishin. Hann þekkti bæjarstjórann þar vel sem fannst í gær látin ásamt eiginmanni sínum og syni. Þau höfðu verið skotin af Rússum. 5. apríl 2022 12:01 Vaktin: Segja 165 börn hafa látið lífið í átökunum til þessa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kemur til með að ávarpa öryggisráð Sameinuð þjóðanna í dag en þetta er í fyrsta sinn sem hann ávarpar ráðið frá því að innrás Rússa hófst í febrúar. 5. apríl 2022 22:25 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Sindri þekkti bæjarstjórann sem Rússar skutu: Þetta hefðu getað verið við Íslenskur maður sem flúði Kænugarð segir mikla heppni að hann hafi ekki verið fluttur inn í hús sem hann var að byggja í bænum Motishin. Hann þekkti bæjarstjórann þar vel sem fannst í gær látin ásamt eiginmanni sínum og syni. Þau höfðu verið skotin af Rússum. 5. apríl 2022 12:01
Vaktin: Segja 165 börn hafa látið lífið í átökunum til þessa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kemur til með að ávarpa öryggisráð Sameinuð þjóðanna í dag en þetta er í fyrsta sinn sem hann ávarpar ráðið frá því að innrás Rússa hófst í febrúar. 5. apríl 2022 22:25