Umsækjendur látnir byggja flugvél með legókubbum undir dúndrandi tónlist Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. apríl 2022 20:01 Jónína Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Play. Vísir/Egill Hátt í fimm þúsund manns sóttust eftir því að verða flugmenn og flugliðar hjá flugfélaginu Play, þegar auglýst var eftir umsóknum fyrr á þessu ári. Umsækjendur voru látnir byggja flugvél með legókubbum með háværa tónlist í eyrunum og spurðir í hvaða hljómsveit forstjórinn hefði spilað á trommur. Flugfreyjustarfið hefur almennt verið sveipa ðeinhvers konar dýrðarljóma sem fagrar, brosmildar konur í háum hælum virtust einna helst hafa sóst eftir. Flug-tímarnir hafa sannarlega breyst því á meðan það var frekar undantekningin en reglan að halda út í heim, prúðbúinn að sjálfsögðu, eru utanlandsferðir orðnar mun hversdagslegri. En - þrátt fyrir breytta tíma er eitt sem hefur ekkert breyst. Flugfreyjustarfið, eða flugliðastarfið eins og það kallast í dag, er alveg jafn eftirsóknarvert, líka hjá körlum, og það sést einna helst á fjölda umsækjenda. Hátt í fimm þúsund manns sóttu nefnilega um starf hjá Play í sumar, en til að setja það ísamhengi eru það jafn margir og allir íbúar Grindavíkur og Sandgerðis samanlagt og fleiri en allir íbúar Seltjarnarness. „Vissulega eru þessi störf skemmtileg, en eru líka mjög krefjandi og henta ekkert öllum,“ segir Jónína Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Play. Aðsóknin var sömuleiðis mikil hjá Icelandair, þar sem umsóknir um sumarstarf voru 1500 talsins, og um 540 verða ráðnir. Um 100 voru ráðnir hjá hinu nýja flugfélagi, Play. Umsóknarferlið var hins vegar ekki þrautalaust, umsækjendur fóru fyrst í viðtöl, svo hópaviðtöl, þar sem þau þurftu að leysa ýmis verkefni. „Við vorum meðal annars með verkefni þar sem fólk er undir mikilli truflun, látið byggja ákveðinn skúlptúr úr legókubbum, og hjálpast að blindandi,“ segir Jónína. Þá voru einnig hraðaspurningar og spurningakeppni þar sem umsækjendur voru meðal annars spurðir í hvaða hljómsveit forstjórinn, Birgir Jónsson, var. „Það mátti svara vitlaust en ég held að forstjóranum hafi fundist skemmtilegt þegar hann var sagður vera í Skítamóral og öðrum hljómsveitum,“ segir Jónína og hlær. En hljómsveitin Dimma var það víst. Og þau 100 sem komust áfram hafa undanfarnar vikur sótt þjálfun hjá Play og fóru meðal annars til Kaupmannahafnar þar sem þau lærðu réttu handtökin fyrir háloftin. Fréttir af flugi Play Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira
Flugfreyjustarfið hefur almennt verið sveipa ðeinhvers konar dýrðarljóma sem fagrar, brosmildar konur í háum hælum virtust einna helst hafa sóst eftir. Flug-tímarnir hafa sannarlega breyst því á meðan það var frekar undantekningin en reglan að halda út í heim, prúðbúinn að sjálfsögðu, eru utanlandsferðir orðnar mun hversdagslegri. En - þrátt fyrir breytta tíma er eitt sem hefur ekkert breyst. Flugfreyjustarfið, eða flugliðastarfið eins og það kallast í dag, er alveg jafn eftirsóknarvert, líka hjá körlum, og það sést einna helst á fjölda umsækjenda. Hátt í fimm þúsund manns sóttu nefnilega um starf hjá Play í sumar, en til að setja það ísamhengi eru það jafn margir og allir íbúar Grindavíkur og Sandgerðis samanlagt og fleiri en allir íbúar Seltjarnarness. „Vissulega eru þessi störf skemmtileg, en eru líka mjög krefjandi og henta ekkert öllum,“ segir Jónína Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Play. Aðsóknin var sömuleiðis mikil hjá Icelandair, þar sem umsóknir um sumarstarf voru 1500 talsins, og um 540 verða ráðnir. Um 100 voru ráðnir hjá hinu nýja flugfélagi, Play. Umsóknarferlið var hins vegar ekki þrautalaust, umsækjendur fóru fyrst í viðtöl, svo hópaviðtöl, þar sem þau þurftu að leysa ýmis verkefni. „Við vorum meðal annars með verkefni þar sem fólk er undir mikilli truflun, látið byggja ákveðinn skúlptúr úr legókubbum, og hjálpast að blindandi,“ segir Jónína. Þá voru einnig hraðaspurningar og spurningakeppni þar sem umsækjendur voru meðal annars spurðir í hvaða hljómsveit forstjórinn, Birgir Jónsson, var. „Það mátti svara vitlaust en ég held að forstjóranum hafi fundist skemmtilegt þegar hann var sagður vera í Skítamóral og öðrum hljómsveitum,“ segir Jónína og hlær. En hljómsveitin Dimma var það víst. Og þau 100 sem komust áfram hafa undanfarnar vikur sótt þjálfun hjá Play og fóru meðal annars til Kaupmannahafnar þar sem þau lærðu réttu handtökin fyrir háloftin.
Fréttir af flugi Play Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira