Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Heimir Már Pétursson skrifar 5. apríl 2022 21:30 Hundur stendur við hlið sex brenndra líka í Bucha. AP Photo/Felipe Dana Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. Zelesnskyy Úkraínuforseti sagði í dag að hann ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd allra þeirra sem daglega syrgðu ástvini sína eftir stríðsglæpi Rússa sem væru þeir verstu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann sýndi fulltrúum ráðsins myndir frá Bucha og Irpin þar sem hundruð kvenna, barna og karla voru limlest og myrt meðhrottafengnum hætti. Vólódímír Zelenskyy Úkraínuforseti ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag.AP/John Minchillo Forsetinn hvatti aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að afnema verði neitunarvald stórvelda í öryggisráðinu og draga alla þá sem framið hafi stríðsglæpi í Úkraínu fyrir alþjóðlegan stríðsglæpadómstól. Það ætti reka Rússa úr öryggisráðinu svo þeir gætu ekki stoppað ályktanir gegn eigin glæpum. „Við höfum óhrekjandi sannanir. Við höfum gervihnattamyndir og getum rannsakað málið til hlítar. Við höfum áhuga á því. Við viljum fullan aðgang fréttamanna og starfa óhindrað með alþjóðastofnunum. Við viljum aðkomu alþjóðaglæpadómstólsins. Við viljum fá allan sannleikann upp á borðið og draga menn til ábyrgðar,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu til öryggisráðsins í dag. Vassily Nebenzia er fastafulltrúi Rússa í öryggisráði sameinuðu þjóðanna. Lev Radin/Getty Vassily Nebenzia sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum hélt því blákalt fram á fréttamannafundi í dag að undir hernámi Rússa hafi íbúar Bucha verið frjálsir ferða sinna og getað tekið myndir og sett á samfélagsmiðla. Hann þvaðraði áfram um nasistastjórn í Kænugarði sem hefði sviðsett fjöldamorðin til að kenna Rússum um voðavek Úkraínumanna. „Hugsanlegt markmið þessarar ögrunar er hræðilegt og minnir á martraðir nasismans frá síðari heimstyrjöldinni,“ sagði sendiherrann. Forseti Úkraínu hafi gefið í skyn þegar hann heimsótti Bucha að þessar fölsuðu aðstæður yrðu notaðar sem átylla. „Með þessu staðfesti hann að stjórnin í Kænugarði telur þjóðarmorð vera aðferð í stríði. Nú hafa þjóðernissinnarnir fengið átyllu til að fremja fjöldamorð ásaklausum úkraínskum borgurum og aflífa þá sem svikara,“ sagði sendiherrann og bergmálar þar innihaldslausar fullyrðingar Putins til heimabrúks í sjónvarpsstöðvum sem allar eru undir hælnum á einræðisherranum. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins greindi frá nýjum refsiaðgerðum í dag. Öllum rússneskum skipum verður bannað að koma til hafnar í Evrópuríkjunum með örfáum undantekningum varðandi flutning nauðsynja og hjálpargagna, innflutningsbann sett á vörur allt frá timbri til lax og fleira. „Við munum leggja bann við kolainnflutning frá Rússlandi að andvirði fjögurra milljarða evra á ári,“ sagði von der Leyen. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Tengdar fréttir Skelfilegir stríðsglæpir koma í ljós Alþjóðleg mannréttindasamtök segja ljóst að rússneskir hermenn hafi framið ýmsa stríðsglæpi í Úkraínu. Hræðilegar sögur berast frá íbúum þeirra svæða sem Rússar hafa horfið frá. 3. apríl 2022 12:39 Segir hryllinginn í Bucha aðeins eitt dæmi af mörgum og krefst aðgerða Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar í New York í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði meðal annars ráðið í gegnum fjarfundarbúnað. Hann lýsti hryllingnum í Bucha, og víðar, kallaði eftir alvöru aðgerðum og gagnrýndi viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stríðsglæpum Rússa. 5. apríl 2022 15:52 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Zelesnskyy Úkraínuforseti sagði í dag að hann ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd allra þeirra sem daglega syrgðu ástvini sína eftir stríðsglæpi Rússa sem væru þeir verstu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann sýndi fulltrúum ráðsins myndir frá Bucha og Irpin þar sem hundruð kvenna, barna og karla voru limlest og myrt meðhrottafengnum hætti. Vólódímír Zelenskyy Úkraínuforseti ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag.AP/John Minchillo Forsetinn hvatti aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að afnema verði neitunarvald stórvelda í öryggisráðinu og draga alla þá sem framið hafi stríðsglæpi í Úkraínu fyrir alþjóðlegan stríðsglæpadómstól. Það ætti reka Rússa úr öryggisráðinu svo þeir gætu ekki stoppað ályktanir gegn eigin glæpum. „Við höfum óhrekjandi sannanir. Við höfum gervihnattamyndir og getum rannsakað málið til hlítar. Við höfum áhuga á því. Við viljum fullan aðgang fréttamanna og starfa óhindrað með alþjóðastofnunum. Við viljum aðkomu alþjóðaglæpadómstólsins. Við viljum fá allan sannleikann upp á borðið og draga menn til ábyrgðar,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu til öryggisráðsins í dag. Vassily Nebenzia er fastafulltrúi Rússa í öryggisráði sameinuðu þjóðanna. Lev Radin/Getty Vassily Nebenzia sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum hélt því blákalt fram á fréttamannafundi í dag að undir hernámi Rússa hafi íbúar Bucha verið frjálsir ferða sinna og getað tekið myndir og sett á samfélagsmiðla. Hann þvaðraði áfram um nasistastjórn í Kænugarði sem hefði sviðsett fjöldamorðin til að kenna Rússum um voðavek Úkraínumanna. „Hugsanlegt markmið þessarar ögrunar er hræðilegt og minnir á martraðir nasismans frá síðari heimstyrjöldinni,“ sagði sendiherrann. Forseti Úkraínu hafi gefið í skyn þegar hann heimsótti Bucha að þessar fölsuðu aðstæður yrðu notaðar sem átylla. „Með þessu staðfesti hann að stjórnin í Kænugarði telur þjóðarmorð vera aðferð í stríði. Nú hafa þjóðernissinnarnir fengið átyllu til að fremja fjöldamorð ásaklausum úkraínskum borgurum og aflífa þá sem svikara,“ sagði sendiherrann og bergmálar þar innihaldslausar fullyrðingar Putins til heimabrúks í sjónvarpsstöðvum sem allar eru undir hælnum á einræðisherranum. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins greindi frá nýjum refsiaðgerðum í dag. Öllum rússneskum skipum verður bannað að koma til hafnar í Evrópuríkjunum með örfáum undantekningum varðandi flutning nauðsynja og hjálpargagna, innflutningsbann sett á vörur allt frá timbri til lax og fleira. „Við munum leggja bann við kolainnflutning frá Rússlandi að andvirði fjögurra milljarða evra á ári,“ sagði von der Leyen.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Tengdar fréttir Skelfilegir stríðsglæpir koma í ljós Alþjóðleg mannréttindasamtök segja ljóst að rússneskir hermenn hafi framið ýmsa stríðsglæpi í Úkraínu. Hræðilegar sögur berast frá íbúum þeirra svæða sem Rússar hafa horfið frá. 3. apríl 2022 12:39 Segir hryllinginn í Bucha aðeins eitt dæmi af mörgum og krefst aðgerða Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar í New York í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði meðal annars ráðið í gegnum fjarfundarbúnað. Hann lýsti hryllingnum í Bucha, og víðar, kallaði eftir alvöru aðgerðum og gagnrýndi viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stríðsglæpum Rússa. 5. apríl 2022 15:52 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Skelfilegir stríðsglæpir koma í ljós Alþjóðleg mannréttindasamtök segja ljóst að rússneskir hermenn hafi framið ýmsa stríðsglæpi í Úkraínu. Hræðilegar sögur berast frá íbúum þeirra svæða sem Rússar hafa horfið frá. 3. apríl 2022 12:39
Segir hryllinginn í Bucha aðeins eitt dæmi af mörgum og krefst aðgerða Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar í New York í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði meðal annars ráðið í gegnum fjarfundarbúnað. Hann lýsti hryllingnum í Bucha, og víðar, kallaði eftir alvöru aðgerðum og gagnrýndi viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stríðsglæpum Rússa. 5. apríl 2022 15:52