Björgólfur Thor og Davíð taka stökk á milljarðamæringalista Forbes Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2022 10:35 Björgólfur Thor Björgólfsson og Davíð Helgason þurfa ekki að brjóta sparibaukinn á næstunni. Samsett Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir tekur stökk á nýjum milljarðamæringalista Forbes og hækkar úr 1.444. sæti í það 1.238. milli ára. Forbes metur nú auðæfi Björgólfs Thors á 2,5 milljarða bandaríkjadala eða um 323 milljarða íslenskra króna. Aukast þau um 300 milljónir bandaríkjadala milli ára. Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnenda Unity Technologies, hækkar sömuleiðis á lista Forbes milli ára og fer úr 2.674. sæti í 2.448. en Forbes metur auð hans á 1,1 milljarð bandaríkjadala eða um 142 milljarðar íslenskrar króna. Davíð kom nýr inn á milljarðamæringalista Forbes í fyrra en áður prýddi Björgólfur Thor listann einn Íslendinga. Forbes áætlar að auður Davíðs aukist úr 1,0 milljarði í 1,1 milljarð bandaríkjadala milli ára en greint hefur verið frá því að hann hafi selt hluti í Unity fyrir fleiri milljarða króna í fyrra. Davíð stofnaði Unity ásamt Joachim og Dananum Nicholas Francis árið 2004. Í dag þróar fyrirtækið vinsælt leikjaumhverfi sem notað er til að þróa tölvuleiki og annan hugbúnað. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun og er í dag eitt það stærsta á sínu sviði. Elon í fyrsta sinn á toppi listans Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, situr efst á lista Forbes þetta árið með 219 milljarða bandaríkjadali en hann var í öðru sæti listans fyrir ári síðan og 31. árið 2020. Þetta er í fyrsta sinn sem Musk leiðir listann en á sama tíma fellur Jeff Bezos, stofnandi Amazon, niður í annað sæti með 171 milljarð bandaríkjadala. Í þriðja sæti situr Bernard Arnault og fjölskylda, eigendur tísku- og verslunarveldisins LVMH sem inniheldur meðal annars Louis Vuitton og Sephora. Næst á lista Forbes er Bill Gates, stofnandi Microsoft, en tvö ár eru síðan hann prýddi annað sæti listans. Fjárfestirinn Warren Buffett er fimmti ríkasti maður heims að mati Forbes og hækkar um eitt sæti. Hann er sagður hafa auðgast um 22 milljarða bandaríkjadali milli ára, eða andvirði um 2.840 milljarða íslenskra króna. Íslendingar erlendis Tækni Tengdar fréttir Davíð seldi í Unity fyrir 4,3 milljarða og hyggst nýta auðæfin í þágu loftslagsins Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, seldi hluti í félaginu fyrir um 1,7 milljarða króna í lok ágúst. 10. september 2021 14:22 Fyrirtæki Davíðs kaupir fyrirtæki Peters Jackson Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Technologies ætlar að kaupa hluta tæknibrellufyrirtækisins WETA Digital. Leikstjórinn Peter Jackson stofnaði Weta á árum áður og fyrirtækið er hvað þekktast fyrir að hafa komið að tæknibrellunum í Lord of the Rings kvikmyndunum. 10. nóvember 2021 13:51 Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. 2. desember 2020 08:16 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnenda Unity Technologies, hækkar sömuleiðis á lista Forbes milli ára og fer úr 2.674. sæti í 2.448. en Forbes metur auð hans á 1,1 milljarð bandaríkjadala eða um 142 milljarðar íslenskrar króna. Davíð kom nýr inn á milljarðamæringalista Forbes í fyrra en áður prýddi Björgólfur Thor listann einn Íslendinga. Forbes áætlar að auður Davíðs aukist úr 1,0 milljarði í 1,1 milljarð bandaríkjadala milli ára en greint hefur verið frá því að hann hafi selt hluti í Unity fyrir fleiri milljarða króna í fyrra. Davíð stofnaði Unity ásamt Joachim og Dananum Nicholas Francis árið 2004. Í dag þróar fyrirtækið vinsælt leikjaumhverfi sem notað er til að þróa tölvuleiki og annan hugbúnað. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun og er í dag eitt það stærsta á sínu sviði. Elon í fyrsta sinn á toppi listans Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, situr efst á lista Forbes þetta árið með 219 milljarða bandaríkjadali en hann var í öðru sæti listans fyrir ári síðan og 31. árið 2020. Þetta er í fyrsta sinn sem Musk leiðir listann en á sama tíma fellur Jeff Bezos, stofnandi Amazon, niður í annað sæti með 171 milljarð bandaríkjadala. Í þriðja sæti situr Bernard Arnault og fjölskylda, eigendur tísku- og verslunarveldisins LVMH sem inniheldur meðal annars Louis Vuitton og Sephora. Næst á lista Forbes er Bill Gates, stofnandi Microsoft, en tvö ár eru síðan hann prýddi annað sæti listans. Fjárfestirinn Warren Buffett er fimmti ríkasti maður heims að mati Forbes og hækkar um eitt sæti. Hann er sagður hafa auðgast um 22 milljarða bandaríkjadali milli ára, eða andvirði um 2.840 milljarða íslenskra króna.
Íslendingar erlendis Tækni Tengdar fréttir Davíð seldi í Unity fyrir 4,3 milljarða og hyggst nýta auðæfin í þágu loftslagsins Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, seldi hluti í félaginu fyrir um 1,7 milljarða króna í lok ágúst. 10. september 2021 14:22 Fyrirtæki Davíðs kaupir fyrirtæki Peters Jackson Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Technologies ætlar að kaupa hluta tæknibrellufyrirtækisins WETA Digital. Leikstjórinn Peter Jackson stofnaði Weta á árum áður og fyrirtækið er hvað þekktast fyrir að hafa komið að tæknibrellunum í Lord of the Rings kvikmyndunum. 10. nóvember 2021 13:51 Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. 2. desember 2020 08:16 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Davíð seldi í Unity fyrir 4,3 milljarða og hyggst nýta auðæfin í þágu loftslagsins Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, seldi hluti í félaginu fyrir um 1,7 milljarða króna í lok ágúst. 10. september 2021 14:22
Fyrirtæki Davíðs kaupir fyrirtæki Peters Jackson Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Technologies ætlar að kaupa hluta tæknibrellufyrirtækisins WETA Digital. Leikstjórinn Peter Jackson stofnaði Weta á árum áður og fyrirtækið er hvað þekktast fyrir að hafa komið að tæknibrellunum í Lord of the Rings kvikmyndunum. 10. nóvember 2021 13:51
Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. 2. desember 2020 08:16
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent