„Ef við drullum upp á bak núna þá erum við í enn verri vandræðum“ Sindri Sverrisson skrifar 7. apríl 2022 11:01 Þorsteinn Halldórsson stýrir Íslandi á EM í júlí og vonast til að fara einnig með liðið á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. vísir/vilhelm Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, segir ekki koma annað til greina en að leggja allt í sölurnar í Belgrad í dag til að ná sigri gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM. Ísland mætir Tékklandi ytra á þriðjudaginn í algjörum lykilleik í toppbaráttu C-riðils, þar sem Ísland berst við Tékkland og Holland um efstu tvö sætin. Efsta liðið kemst beint á HM og næstefsta liðið í umspil. Fyrir fram er Ísland mun sigurstranglegra en Hvíta-Rússland í dag en Þorsteinn segir ekki koma til greina að hvíla leikmenn eða fara varlega í dag eins og hægt væri að gera með leikinn við Tékka í huga: „Við erum ekki að fara að hvíla einn né neinn. Við mætum með fulla virðingu fyrir andstæðingnum og ætlum ekki að taka sénsa á einu né neinu,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í gær. „Við ætlum að vinna þennan leik, sama hvað við þurfum að gera. Þessi leikur er alveg jafnmikilvægur og leikurinn við Tékka á þriðjudaginn. Ef við drullum upp á bak núna þá erum við í enn verri vandræðum fyrir þriðjudaginn. Við gerum okkur algjörlega grein fyrir því að við erum að fara í leik sem er mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn. Þýðir ekkert hálfkák þó að við vitum að við séum betri Vinni Ísland bæði Hvíta-Rússland og Tékkland gæti liðinu dugað að ná jafntefli gegn Hollandi á útivelli í september til að tryggja sér efsta sæti riðilsins og farseðil á HM í fyrsta sinn. Holland vann Hvíta-Rússland 2-0 í Minsk á síðasta ári, áður en stríðið í Úkraínu hófst og Hvít-Rússar máttu enn spila á sínum heimavelli, en bæði mörk Hollendinga komu þá eftir 70 mínútna leik. „Hvít-Rússarnir eru skipulagðir varnarlega. Þær geta alveg varist og sýndu á móti Hollandi að þú þarft að vera hugmyndaríkur, áræðinn og spila af krafti á móti þeim. Það þýðir ekkert hálfkák þó að við segjum við sjálf okkur, trúum því og vitum það, að við séum betri en þær. Við þurfum að vera góð í þessum leik og leggja hart að okkur til að brjóta þær á bak aftur,“ sagði Þorsteinn. Leikur Hvíta-Rússlands og Íslands hefst klukkan 16 í dag að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Sjá meira
Ísland mætir Tékklandi ytra á þriðjudaginn í algjörum lykilleik í toppbaráttu C-riðils, þar sem Ísland berst við Tékkland og Holland um efstu tvö sætin. Efsta liðið kemst beint á HM og næstefsta liðið í umspil. Fyrir fram er Ísland mun sigurstranglegra en Hvíta-Rússland í dag en Þorsteinn segir ekki koma til greina að hvíla leikmenn eða fara varlega í dag eins og hægt væri að gera með leikinn við Tékka í huga: „Við erum ekki að fara að hvíla einn né neinn. Við mætum með fulla virðingu fyrir andstæðingnum og ætlum ekki að taka sénsa á einu né neinu,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í gær. „Við ætlum að vinna þennan leik, sama hvað við þurfum að gera. Þessi leikur er alveg jafnmikilvægur og leikurinn við Tékka á þriðjudaginn. Ef við drullum upp á bak núna þá erum við í enn verri vandræðum fyrir þriðjudaginn. Við gerum okkur algjörlega grein fyrir því að við erum að fara í leik sem er mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn. Þýðir ekkert hálfkák þó að við vitum að við séum betri Vinni Ísland bæði Hvíta-Rússland og Tékkland gæti liðinu dugað að ná jafntefli gegn Hollandi á útivelli í september til að tryggja sér efsta sæti riðilsins og farseðil á HM í fyrsta sinn. Holland vann Hvíta-Rússland 2-0 í Minsk á síðasta ári, áður en stríðið í Úkraínu hófst og Hvít-Rússar máttu enn spila á sínum heimavelli, en bæði mörk Hollendinga komu þá eftir 70 mínútna leik. „Hvít-Rússarnir eru skipulagðir varnarlega. Þær geta alveg varist og sýndu á móti Hollandi að þú þarft að vera hugmyndaríkur, áræðinn og spila af krafti á móti þeim. Það þýðir ekkert hálfkák þó að við segjum við sjálf okkur, trúum því og vitum það, að við séum betri en þær. Við þurfum að vera góð í þessum leik og leggja hart að okkur til að brjóta þær á bak aftur,“ sagði Þorsteinn. Leikur Hvíta-Rússlands og Íslands hefst klukkan 16 í dag að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Sjá meira