Atvinnumál í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 7. apríl 2022 12:01 „Við viljum leggja okkar að mörkum til að laða að nýjan rekstur í sveitarfélagi“, „renna sterkari stoðum undir fjölbreyttan rekstur í sveitarfélaginu“, „fjölga nýsköpunarfyrirtækjum í sveitarfélaginu“. Ef þessi orð hljóma kunnulega, þá kemur það ekki á óvart. Allt eru þetta tilvitnanir í stefnuskrár hinna ýmsu flokka í hinum ýmsu sveitarfélögum varðandi atvinnumál í gegnum árin. Óneitanlega er öflugt og fjölbreytt atvinnulíf ein af undirstöðum þess að samfélag geti verið blómlegt og dafnað og þar að leiðandi ekki furða að þeir sem sækjast eftir setu í sveitarstjórnum víðs vegar um landið vilji leggja áherslu á þann risastóra málaflokk sem atvinnumálin eru. En hvernig má ná markmiðum í atvinnumálum? Hvernig fáum við nýjan rekstur í sveitarfélagið? Sterkari stoðir? Nýsköpunarfyrirtæki? Án efa koma upp í hugann hlutir eins og framboð atvinnulóða, hófleg fasteignagjöld o.s.frv, en það er eitt sem virðist oft gleymast í umræðunni um atvinnumál og það er hverjir standa á bakvið atvinnulífið. Á bak við blómlegt atvinnulíf stendur fólk. Á bak við allan þann fjölbreytta rekstur og nýsköpunarfyrirtæki er fólk eins og ég og þú. Fólkið sem er í rekstri er ekkert öðruvísi en aðrir. Fólk vill barnvænt samfélag, fólk vill trausta innviði, fólk vill öflugt íþróttalíf og fólk vill fjölskylduvænt samfélag. Að efla atvinnulífið felst í því að ráðast að rótunum. Það er röng nálgun stjórnmálamanna að horfa á það hvernig megi laða fyrirtæki í sveitarfélagið. Það er rétt nálgun að horfa á það hvernig megi laða fólk í sveitarfélagið. Forsenda öflugs atvinnulífs er fjölskylduvænt samfélag þar sem fólk vill búa. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sósíalistaflokkurinn Vinnumarkaður Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
„Við viljum leggja okkar að mörkum til að laða að nýjan rekstur í sveitarfélagi“, „renna sterkari stoðum undir fjölbreyttan rekstur í sveitarfélaginu“, „fjölga nýsköpunarfyrirtækjum í sveitarfélaginu“. Ef þessi orð hljóma kunnulega, þá kemur það ekki á óvart. Allt eru þetta tilvitnanir í stefnuskrár hinna ýmsu flokka í hinum ýmsu sveitarfélögum varðandi atvinnumál í gegnum árin. Óneitanlega er öflugt og fjölbreytt atvinnulíf ein af undirstöðum þess að samfélag geti verið blómlegt og dafnað og þar að leiðandi ekki furða að þeir sem sækjast eftir setu í sveitarstjórnum víðs vegar um landið vilji leggja áherslu á þann risastóra málaflokk sem atvinnumálin eru. En hvernig má ná markmiðum í atvinnumálum? Hvernig fáum við nýjan rekstur í sveitarfélagið? Sterkari stoðir? Nýsköpunarfyrirtæki? Án efa koma upp í hugann hlutir eins og framboð atvinnulóða, hófleg fasteignagjöld o.s.frv, en það er eitt sem virðist oft gleymast í umræðunni um atvinnumál og það er hverjir standa á bakvið atvinnulífið. Á bak við blómlegt atvinnulíf stendur fólk. Á bak við allan þann fjölbreytta rekstur og nýsköpunarfyrirtæki er fólk eins og ég og þú. Fólkið sem er í rekstri er ekkert öðruvísi en aðrir. Fólk vill barnvænt samfélag, fólk vill trausta innviði, fólk vill öflugt íþróttalíf og fólk vill fjölskylduvænt samfélag. Að efla atvinnulífið felst í því að ráðast að rótunum. Það er röng nálgun stjórnmálamanna að horfa á það hvernig megi laða fyrirtæki í sveitarfélagið. Það er rétt nálgun að horfa á það hvernig megi laða fólk í sveitarfélagið. Forsenda öflugs atvinnulífs er fjölskylduvænt samfélag þar sem fólk vill búa. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar