Ekki misnota sameiginlegar eigur Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir skrifar 7. apríl 2022 09:32 Það er mikilvægt fyrir sveitarfélag eins og okkar í Ölfusi að íbúar og samtök þeirra tali saman um málefni sem okkur varða, og til þess höfum við meðal annars flokka og önnur stjórnmálasamtök. Það skiptir líka miklu máli að umræður og skoðanaskipti fari fram á jafnræðislegum grunni. Sérstaklega ber að gæta þess að sameiginlegur vettvangur íbúanna allra og eigur þeirra, sveitarfélagið og stofnanir þess, séu lausar við átökin sem eru því miður fylgifiskur pólitíkurinnar. Mér finnst þess vegna langt gengið þegar á vefsvæði Ölfuss, olfus.is, birtist ritgerð sem ekki er hægt að líta á öðruvísi en innlegg í umræður milli Íbúalistans og Sjálfstæðisflokksins um ástandið í málefnum aldraðra, fyrst á vefsvæði Íbúalistans með grein Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur, og svo í grein í Hafnarfréttum eftir „fulltrúa D-lista“ 23. mars. Ritsmíðin á olfus.is er nánast eins og skrifuð upp úr grein „fulltrúanna“, enda lætur höfundur hennar ekki nafns síns getið. Ég ætla mér ekki að meta hér rök og mótrök um frammistöðu sveitarstjórnarinnar í málefnum aldraðra, en vil hins vegar mótmæla því að vefsvæði sveitarfélagsins sé nýtt í þágu eins af framboðslistunum í kosningunum nú í maí. Og alveg sérstaklega orðalaginu í ritsmíðinni á Ölfusvefnum, sem einkennist af hroka, steigurlæti og „hrútskýringum“. Nánast öll sveitarfélög landsins eiga sér vefsvæði, og þau nýtast bæði íbúum og gestum oftast frábærlega, og þá er vefsvæði okkar ekki undan skilið þótt ýmislegt mætti bæta. Ég veit hins engin dæmi um það annars staðar að vefsvæðið sé notað fyrir pólitík meirihlutans eða eins meirihlutaflokksins. Það yrðu engin smá-læti ef vefsvæði Reykjavíkur undir forystu Dags B. Eggertssonar væri notað svona gegn einhverjum minnihlutaflokkanna þar. Eða ef Gísli Halldór Halldórsson skrifaði slíka nafnlausa grein á Árborg.is, eða Kjartan Már Kjartanssn á vef Reykjanesbæjar, þannig að nefndir séu bæði kosnir bæjarstjórar og ráðnir í nokkrum grannbyggðum okkar. Ætli það hitnaði ekki svo undir þeim að þeim yrði varla sætt í stólnum. Ég tel að ráðamenn Sveitarfélagsins Ölfuss skuldi okkur íbúunum skýringar á þessari ritsmíð, þar sem sagt væri frá höfundi hennar og tilefni, og því lýst hver lét birta hana. Mér finnst ótækt að sameiginlegar eigur okkar séu misnotaðar með þessum hætti. Höfundur er íbúi í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt fyrir sveitarfélag eins og okkar í Ölfusi að íbúar og samtök þeirra tali saman um málefni sem okkur varða, og til þess höfum við meðal annars flokka og önnur stjórnmálasamtök. Það skiptir líka miklu máli að umræður og skoðanaskipti fari fram á jafnræðislegum grunni. Sérstaklega ber að gæta þess að sameiginlegur vettvangur íbúanna allra og eigur þeirra, sveitarfélagið og stofnanir þess, séu lausar við átökin sem eru því miður fylgifiskur pólitíkurinnar. Mér finnst þess vegna langt gengið þegar á vefsvæði Ölfuss, olfus.is, birtist ritgerð sem ekki er hægt að líta á öðruvísi en innlegg í umræður milli Íbúalistans og Sjálfstæðisflokksins um ástandið í málefnum aldraðra, fyrst á vefsvæði Íbúalistans með grein Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur, og svo í grein í Hafnarfréttum eftir „fulltrúa D-lista“ 23. mars. Ritsmíðin á olfus.is er nánast eins og skrifuð upp úr grein „fulltrúanna“, enda lætur höfundur hennar ekki nafns síns getið. Ég ætla mér ekki að meta hér rök og mótrök um frammistöðu sveitarstjórnarinnar í málefnum aldraðra, en vil hins vegar mótmæla því að vefsvæði sveitarfélagsins sé nýtt í þágu eins af framboðslistunum í kosningunum nú í maí. Og alveg sérstaklega orðalaginu í ritsmíðinni á Ölfusvefnum, sem einkennist af hroka, steigurlæti og „hrútskýringum“. Nánast öll sveitarfélög landsins eiga sér vefsvæði, og þau nýtast bæði íbúum og gestum oftast frábærlega, og þá er vefsvæði okkar ekki undan skilið þótt ýmislegt mætti bæta. Ég veit hins engin dæmi um það annars staðar að vefsvæðið sé notað fyrir pólitík meirihlutans eða eins meirihlutaflokksins. Það yrðu engin smá-læti ef vefsvæði Reykjavíkur undir forystu Dags B. Eggertssonar væri notað svona gegn einhverjum minnihlutaflokkanna þar. Eða ef Gísli Halldór Halldórsson skrifaði slíka nafnlausa grein á Árborg.is, eða Kjartan Már Kjartanssn á vef Reykjanesbæjar, þannig að nefndir séu bæði kosnir bæjarstjórar og ráðnir í nokkrum grannbyggðum okkar. Ætli það hitnaði ekki svo undir þeim að þeim yrði varla sætt í stólnum. Ég tel að ráðamenn Sveitarfélagsins Ölfuss skuldi okkur íbúunum skýringar á þessari ritsmíð, þar sem sagt væri frá höfundi hennar og tilefni, og því lýst hver lét birta hana. Mér finnst ótækt að sameiginlegar eigur okkar séu misnotaðar með þessum hætti. Höfundur er íbúi í Ölfusi.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun