Fyrstu stórtónleikar Katrínar Halldóru í Eldborg 7. apríl 2022 09:15 „Það er loksins komið að þessu, þetta er þriðja dagsetningin sem við setjum en platan kom út í október í fyrra. Þetta verða mínir fyrstu stórtónleikar og ég hlakka ofboðslega mikið til,“ segir Katrín Halldóra Sigurðardóttir, leik- og söngkona en hún heldur langþráða útgáfutónleika þann 10. apríl í Eldborg. Katrín Halldóra syngur lög Jóns Múla er fyrsta sólóplata söngkonunnar en Haukur Gröndal útsetur lögin. „Þetta verður tónlistarveisla og ekki til betri leið til þess að byrja páskana. Ég verð með sjö manna hljómsveit með mér á sviðinu og Páll Óskar er sérstakur gestur.“ Páll Óskar og Katrín Halldóra í hljóðverinu þegar upptökur á plötunni fóru fram. Páll Óskar verður sérstakur gestur á tónleikunum „Þeir bræður Jón Múli og Jónas voru snillingar og sömdu mörg okkar þekktustu og vinsælustu dægurlög. Þeir unnu mikið saman og höfðu þann háttinn á að Jón Múli samdi lögin alltaf fyrst og svo samdi Jónas textana. Sjálf get ég ekki gert upp á milli laganna eftir þá en held mikið upp á Augun þín blá og Í hjarta þér. Svo finnst mér Blóm á þakinu ofboðslega fallegt lag og texti,“ segir Katrín Halldóra og er augljóslega á heimavelli í þessum gömlu dægurperlum. „Þessi lög henta mér mjög vel og það er virkilega gaman að syngja þau. Sem leikkona skipta textar mig alltaf miklu máli og þegar svona góð lög og vandaðir textar fara saman getur ekkert klikkað,“ segir hún. Katrín Halldóra ásamt hljómsveitinni en hana skipa Snorri Sigurðarson, Haukur Gröndal, Ólafur Jónsson, Ásgeir J. Ásgeirsson Birgir Steinn Theódórsson, Erik Qvick og Hjörtur Ingvi Jóhannsson. Katrín Halldóra lærði söng í Danmörku áður en hún fór í leiklistarnámið og var á djass og rokkbraut FÍH. Hún segir söng- og leiklist ólíka miðla en frábært að geta blandað þeim saman. Katrín Halldóra bræddi til að mynda hjörtu áhorfenda eftirminnilega í söngleiknum Ellý. „Ellý var ótrúlegt ævintýri, það rann allt svo auðveldlega fram. Ég hafði sungið lögin lengi áður en ég fór að leika hana og mér finnst alltaf gaman að vinna með það sem hreyfir við mér hverju sinni. Þá nýt ég mín best. En það er allt öðruvísi að syngja á tónleikum eða leika. Í leikriti er maður í karakter og breytir sér í aðra manneskju sem hugsar og gerir annað en maður sjálfur en þegar ég syng fer ég í ferðalag með tónlistinni og er meira ég sjálf,“ segir Katrín Halldóra. Um þessar mundir leikur Katrín Halldóra í söngleiknum Sem á himni og Ást og upplýsingum í Þjóðleikhúsinu, auk þess sem hún treður upp sem söngkona „út um allt“ eins og hún orðar það. Hún er einnig farin að leggja drög að næstu plötu en stefnir á náðugt páskafrí eftir tónleikana í Eldborg. „Þetta verða kósý páskar hjá mér, í bústað með fjölskyldunni. Það verður kærkomið frí eftir törnina.“ Miða er hægt að nágast miða á tix.is og Harpa.is en nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér sæti. Tónlist Menning Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Sjá meira
Katrín Halldóra syngur lög Jóns Múla er fyrsta sólóplata söngkonunnar en Haukur Gröndal útsetur lögin. „Þetta verður tónlistarveisla og ekki til betri leið til þess að byrja páskana. Ég verð með sjö manna hljómsveit með mér á sviðinu og Páll Óskar er sérstakur gestur.“ Páll Óskar og Katrín Halldóra í hljóðverinu þegar upptökur á plötunni fóru fram. Páll Óskar verður sérstakur gestur á tónleikunum „Þeir bræður Jón Múli og Jónas voru snillingar og sömdu mörg okkar þekktustu og vinsælustu dægurlög. Þeir unnu mikið saman og höfðu þann háttinn á að Jón Múli samdi lögin alltaf fyrst og svo samdi Jónas textana. Sjálf get ég ekki gert upp á milli laganna eftir þá en held mikið upp á Augun þín blá og Í hjarta þér. Svo finnst mér Blóm á þakinu ofboðslega fallegt lag og texti,“ segir Katrín Halldóra og er augljóslega á heimavelli í þessum gömlu dægurperlum. „Þessi lög henta mér mjög vel og það er virkilega gaman að syngja þau. Sem leikkona skipta textar mig alltaf miklu máli og þegar svona góð lög og vandaðir textar fara saman getur ekkert klikkað,“ segir hún. Katrín Halldóra ásamt hljómsveitinni en hana skipa Snorri Sigurðarson, Haukur Gröndal, Ólafur Jónsson, Ásgeir J. Ásgeirsson Birgir Steinn Theódórsson, Erik Qvick og Hjörtur Ingvi Jóhannsson. Katrín Halldóra lærði söng í Danmörku áður en hún fór í leiklistarnámið og var á djass og rokkbraut FÍH. Hún segir söng- og leiklist ólíka miðla en frábært að geta blandað þeim saman. Katrín Halldóra bræddi til að mynda hjörtu áhorfenda eftirminnilega í söngleiknum Ellý. „Ellý var ótrúlegt ævintýri, það rann allt svo auðveldlega fram. Ég hafði sungið lögin lengi áður en ég fór að leika hana og mér finnst alltaf gaman að vinna með það sem hreyfir við mér hverju sinni. Þá nýt ég mín best. En það er allt öðruvísi að syngja á tónleikum eða leika. Í leikriti er maður í karakter og breytir sér í aðra manneskju sem hugsar og gerir annað en maður sjálfur en þegar ég syng fer ég í ferðalag með tónlistinni og er meira ég sjálf,“ segir Katrín Halldóra. Um þessar mundir leikur Katrín Halldóra í söngleiknum Sem á himni og Ást og upplýsingum í Þjóðleikhúsinu, auk þess sem hún treður upp sem söngkona „út um allt“ eins og hún orðar það. Hún er einnig farin að leggja drög að næstu plötu en stefnir á náðugt páskafrí eftir tónleikana í Eldborg. „Þetta verða kósý páskar hjá mér, í bústað með fjölskyldunni. Það verður kærkomið frí eftir törnina.“ Miða er hægt að nágast miða á tix.is og Harpa.is en nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér sæti.
Miða er hægt að nágast miða á tix.is og Harpa.is en nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér sæti.
Tónlist Menning Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Sjá meira