Mokgræddi með töfum á tilkynningu um Twitter-kaup Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. apríl 2022 10:29 Elon Musk er best þekktur sem eigandi bílaframleiðands Tesla og tæknifyrirtækisins SpaceX Christian Marquardt/Getty Images Auðkýfingurinn Elon Musk virðist hafa mokgrætt á því að tefja það að senda inn tilkynningu um að hann hafi eignast stóran hlut í samfélagsmiðlinum Twitter. Greint var frá því í vikunni að Musk hafði eignast 9,2 prósent hlut í Twitter. Alls eignaðist hann 73 milljónir hluta fyrir um 2,9 milljarða dollara. Gengi hlutabréfa Twitter ruku upp eftir að Musk tilkynnti um kaupin. Hafa þau hækkað um tæp þrjátíu prósent síðan þá. Washington Post greindi hins vegar frá því í gær að Musk hafi sent tilkynningu um að hann hafi eignast stóran hlut of seint miðað við gildandi lög. Hefði átt að greina frá kaupunum í síðasta lagi 24. mars Líkt og á Íslandi eru í gildi lög í Bandaríkjunum sem gera fjárfestum skylt að tilkynna það til kauphallar þegar eignarhlutur þeirra í skráðum félögum á hlutabréfamarkaði fer yfir fimm prósent. Fjárfestar hafa tíu daga til að senda inn slíka tilkynningu samkvæmt bandarískum lögum. Samkvæmt tilkynningunni sem Musk sendi þegar greint var frá 9,2 prósent hlut hans í Twitter eignaðist Musk yfir fimm prósent hlut í samfélagsmiðlinum þann 14. mars síðastliðinn. Hann hefði því átt að senda tilkynninguna í síðasta lagi þann 24. mars. Í millitíðinni hélt Musk áfram að kaupa hlutabréf í Twitter þar sem meðalverð á hverju hlutabréfi í kaupunum var um 39 dollarar. Það var ekki fyrr en Musk var kominn með 9,2 prósent eignarhlut að hann sendi tilkynningu þar sem kaupin voru opinberuð, þann 4. apríl síðastliðinn. Hlutabréfaverðið fór á flug þegar greint var frá kaupunum Við tilkynninguna tók hlutabréfaverð Twitter kipp og hefur það farið hækkandi í vikunni. Stendur það nú í 50,77 dollurum á hlut, um þrjátíu prósent hækkun. Í frétt Washington Post er rætt við sérfræðing sem telur að Musk hafi hagnast um 156 milljónir dollara, um tuttugu milljarða króna, með því að tilkynna of seint um að hann hafi farið yfir fimm prósent eignarhlut, líkt og lög kveða á um. „Ég átta mig ekki á því hvað hefur farið í gegnum huga hans. Vissi hann eða vissi hann ekki að hann var að brjóta lög?“ er haft eftir David Kass, prófessor í fjármálum við viðskiptafræðideild Háskólans í Maryland. Möguleg sekt aðeins dropi í hafið Reikna má með að ef Musk hefði tilkynnt um fimm prósent eignarhlutinn hafi hlutabréfaverð Twitter hækkað, og því hefði það verið kostnaðarsamara fyrir Musk, sem trónir á toppi Forbes yfir ríkustu auðjöfra heims, að stækka við hlut sinn í samfélagsmiðlinum. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að afleiðingarnar verði að öllum líkindum litlar fyrir Musk, yfirvöld í Bandaríkjunum geti sektað hann um nokkur hundruð þúsund dollar. Er það aðeins dropi í hafið fyrir Musk en auðævi hans eru metin á 219 milljarða dollara. Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tesla Tengdar fréttir Elon Musk dansar við opnun Giga verksmiðjunnar í Berlin Framkvæmdastjóri Tesla, Elon Must tók nokkur dansspor þegar fyrstu bílarnir fóru að rúlla út úr Gíga verksmiðju Telsa í Berlín. Kanslari Þýskalands, Olaf Scholz var viðstaddur en tók ekki sporið með Musk. 23. mars 2022 07:02 Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter. 4. apríl 2022 11:30 Björgólfur Thor og Davíð taka stökk á milljarðamæringalista Forbes Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir tekur stökk á nýjum milljarðamæringalista Forbes og hækkar úr 1.444. sæti í það 1.238. milli ára. Forbes metur nú auðæfi Björgólfs Thors á 2,5 milljarða bandaríkjadala eða um 323 milljarða íslenskra króna. Aukast þau um 300 milljónir bandaríkjadala milli ára. 6. apríl 2022 10:35 Elon Musk manneskja ársins hjá tímaritinu Time Athafnamaðurinn og auðjöfurinn Elon Musk hefur verið valinn „manneskja ársins“ af bandaríska tímaritinu Time. 13. desember 2021 13:23 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Greint var frá því í vikunni að Musk hafði eignast 9,2 prósent hlut í Twitter. Alls eignaðist hann 73 milljónir hluta fyrir um 2,9 milljarða dollara. Gengi hlutabréfa Twitter ruku upp eftir að Musk tilkynnti um kaupin. Hafa þau hækkað um tæp þrjátíu prósent síðan þá. Washington Post greindi hins vegar frá því í gær að Musk hafi sent tilkynningu um að hann hafi eignast stóran hlut of seint miðað við gildandi lög. Hefði átt að greina frá kaupunum í síðasta lagi 24. mars Líkt og á Íslandi eru í gildi lög í Bandaríkjunum sem gera fjárfestum skylt að tilkynna það til kauphallar þegar eignarhlutur þeirra í skráðum félögum á hlutabréfamarkaði fer yfir fimm prósent. Fjárfestar hafa tíu daga til að senda inn slíka tilkynningu samkvæmt bandarískum lögum. Samkvæmt tilkynningunni sem Musk sendi þegar greint var frá 9,2 prósent hlut hans í Twitter eignaðist Musk yfir fimm prósent hlut í samfélagsmiðlinum þann 14. mars síðastliðinn. Hann hefði því átt að senda tilkynninguna í síðasta lagi þann 24. mars. Í millitíðinni hélt Musk áfram að kaupa hlutabréf í Twitter þar sem meðalverð á hverju hlutabréfi í kaupunum var um 39 dollarar. Það var ekki fyrr en Musk var kominn með 9,2 prósent eignarhlut að hann sendi tilkynningu þar sem kaupin voru opinberuð, þann 4. apríl síðastliðinn. Hlutabréfaverðið fór á flug þegar greint var frá kaupunum Við tilkynninguna tók hlutabréfaverð Twitter kipp og hefur það farið hækkandi í vikunni. Stendur það nú í 50,77 dollurum á hlut, um þrjátíu prósent hækkun. Í frétt Washington Post er rætt við sérfræðing sem telur að Musk hafi hagnast um 156 milljónir dollara, um tuttugu milljarða króna, með því að tilkynna of seint um að hann hafi farið yfir fimm prósent eignarhlut, líkt og lög kveða á um. „Ég átta mig ekki á því hvað hefur farið í gegnum huga hans. Vissi hann eða vissi hann ekki að hann var að brjóta lög?“ er haft eftir David Kass, prófessor í fjármálum við viðskiptafræðideild Háskólans í Maryland. Möguleg sekt aðeins dropi í hafið Reikna má með að ef Musk hefði tilkynnt um fimm prósent eignarhlutinn hafi hlutabréfaverð Twitter hækkað, og því hefði það verið kostnaðarsamara fyrir Musk, sem trónir á toppi Forbes yfir ríkustu auðjöfra heims, að stækka við hlut sinn í samfélagsmiðlinum. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að afleiðingarnar verði að öllum líkindum litlar fyrir Musk, yfirvöld í Bandaríkjunum geti sektað hann um nokkur hundruð þúsund dollar. Er það aðeins dropi í hafið fyrir Musk en auðævi hans eru metin á 219 milljarða dollara.
Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tesla Tengdar fréttir Elon Musk dansar við opnun Giga verksmiðjunnar í Berlin Framkvæmdastjóri Tesla, Elon Must tók nokkur dansspor þegar fyrstu bílarnir fóru að rúlla út úr Gíga verksmiðju Telsa í Berlín. Kanslari Þýskalands, Olaf Scholz var viðstaddur en tók ekki sporið með Musk. 23. mars 2022 07:02 Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter. 4. apríl 2022 11:30 Björgólfur Thor og Davíð taka stökk á milljarðamæringalista Forbes Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir tekur stökk á nýjum milljarðamæringalista Forbes og hækkar úr 1.444. sæti í það 1.238. milli ára. Forbes metur nú auðæfi Björgólfs Thors á 2,5 milljarða bandaríkjadala eða um 323 milljarða íslenskra króna. Aukast þau um 300 milljónir bandaríkjadala milli ára. 6. apríl 2022 10:35 Elon Musk manneskja ársins hjá tímaritinu Time Athafnamaðurinn og auðjöfurinn Elon Musk hefur verið valinn „manneskja ársins“ af bandaríska tímaritinu Time. 13. desember 2021 13:23 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Elon Musk dansar við opnun Giga verksmiðjunnar í Berlin Framkvæmdastjóri Tesla, Elon Must tók nokkur dansspor þegar fyrstu bílarnir fóru að rúlla út úr Gíga verksmiðju Telsa í Berlín. Kanslari Þýskalands, Olaf Scholz var viðstaddur en tók ekki sporið með Musk. 23. mars 2022 07:02
Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter. 4. apríl 2022 11:30
Björgólfur Thor og Davíð taka stökk á milljarðamæringalista Forbes Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir tekur stökk á nýjum milljarðamæringalista Forbes og hækkar úr 1.444. sæti í það 1.238. milli ára. Forbes metur nú auðæfi Björgólfs Thors á 2,5 milljarða bandaríkjadala eða um 323 milljarða íslenskra króna. Aukast þau um 300 milljónir bandaríkjadala milli ára. 6. apríl 2022 10:35
Elon Musk manneskja ársins hjá tímaritinu Time Athafnamaðurinn og auðjöfurinn Elon Musk hefur verið valinn „manneskja ársins“ af bandaríska tímaritinu Time. 13. desember 2021 13:23