Akureyrarbær skilaði óvæntum 752 milljóna afgangi Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2022 12:16 Allir flokkar starfa saman í bæjarstjórn á Akureyri. Vísir/Vilhelm Rekstur Akureyrarbæjar gekk mun betur á síðasta ári en áætlanir gerðu ráð fyrir og var samstæða bæjarins rekin með 752 milljóna króna afgangi. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 1.184 milljarða króna tapi. Rekstrarniðurstaða samstæðu bæjarins fyrir fjármagnsliði og tekjuskatt var jákvæð um 2.460 milljónir króna en áætlun hafði gert ráð fyrir 482 milljóna króna rekstrarafgangi. Að sögn bæjarstjórnar eru meginskýringar á bættri afkomu hærri skatttekjur af útsvari og minni aukning lífeyrisskuldbindinga en gert var ráð fyrir. Ársreikningar Akureyrarbæjar fyrir árið 2021 voru lagðir fram í bæjarráði í dag. Niðurstaða rekstrar A-hluta, sem inniheldur ekki fjárhagslega sjálfstæð dótturfyrirtæki bæjarins, var jákvæð um 318 milljónir en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um 1.447 milljónir króna. Sjóðsstreymi batnaði milli ára og nam veltufé frá rekstri samstæðu 3.906 milljónum króna sem var 1.736 milljónum hærra en áætlað var. Árið 2020 var upphæðin 2.312 milljónir króna. Handbært fé frá rekstri samstæðunnar nam 2.748 milljónum í fyrra. Stöðugildum fækkaði Fjöldi stöðugilda hjá bænum var að meðaltali 1.495 á síðasta ári sem er fækkun um 136 frá árinu áður. Fækkun starfsmanna á milli ára er sögð skýrast af því að Akureyrarbær hætti rekstri öldrunarheimilanna vorið 2021. „Fjárhagur Akureyrarbæjar er traustur og nam skuldaviðmið samstæðunnar í árslok 86% samkvæmt reglum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga en það var 85% árið áður. Skuldaviðmið í A-hluta var 61% í árslok en var 62% árið áður,” segir í tilkynningu frá bænum. Auknar langtímaskuldir Afborgun langtímalána nam 1.145 milljónum króna en ný langtímalán samstæðunnar voru 2.000 milljónir. Hækkun á handbæru fé á árinu nam 703 milljónum og var handbært fé samstæðunnar í árslok 3.215 milljónir króna. Skuldir sveitarfélagsins með lífeyrisskuldbindingum námu samkvæmt efnahagsreikningi 36.137 milljónum króna en þar af voru skammtímaskuldir 4.935 milljónum króna. Skatttekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga voru 921 þúsund krónur á hvern íbúa en tekjur voru samtals 1.448 þúsund krónur á hvern íbúa. Árið 2020 voru skatttekjurnar 876 þúsund krónur á hvern íbúa og heildartekjurnar 1.437 þúsund. Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Rekstrarniðurstaða samstæðu bæjarins fyrir fjármagnsliði og tekjuskatt var jákvæð um 2.460 milljónir króna en áætlun hafði gert ráð fyrir 482 milljóna króna rekstrarafgangi. Að sögn bæjarstjórnar eru meginskýringar á bættri afkomu hærri skatttekjur af útsvari og minni aukning lífeyrisskuldbindinga en gert var ráð fyrir. Ársreikningar Akureyrarbæjar fyrir árið 2021 voru lagðir fram í bæjarráði í dag. Niðurstaða rekstrar A-hluta, sem inniheldur ekki fjárhagslega sjálfstæð dótturfyrirtæki bæjarins, var jákvæð um 318 milljónir en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um 1.447 milljónir króna. Sjóðsstreymi batnaði milli ára og nam veltufé frá rekstri samstæðu 3.906 milljónum króna sem var 1.736 milljónum hærra en áætlað var. Árið 2020 var upphæðin 2.312 milljónir króna. Handbært fé frá rekstri samstæðunnar nam 2.748 milljónum í fyrra. Stöðugildum fækkaði Fjöldi stöðugilda hjá bænum var að meðaltali 1.495 á síðasta ári sem er fækkun um 136 frá árinu áður. Fækkun starfsmanna á milli ára er sögð skýrast af því að Akureyrarbær hætti rekstri öldrunarheimilanna vorið 2021. „Fjárhagur Akureyrarbæjar er traustur og nam skuldaviðmið samstæðunnar í árslok 86% samkvæmt reglum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga en það var 85% árið áður. Skuldaviðmið í A-hluta var 61% í árslok en var 62% árið áður,” segir í tilkynningu frá bænum. Auknar langtímaskuldir Afborgun langtímalána nam 1.145 milljónum króna en ný langtímalán samstæðunnar voru 2.000 milljónir. Hækkun á handbæru fé á árinu nam 703 milljónum og var handbært fé samstæðunnar í árslok 3.215 milljónir króna. Skuldir sveitarfélagsins með lífeyrisskuldbindingum námu samkvæmt efnahagsreikningi 36.137 milljónum króna en þar af voru skammtímaskuldir 4.935 milljónum króna. Skatttekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga voru 921 þúsund krónur á hvern íbúa en tekjur voru samtals 1.448 þúsund krónur á hvern íbúa. Árið 2020 voru skatttekjurnar 876 þúsund krónur á hvern íbúa og heildartekjurnar 1.437 þúsund.
Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira