Gunnhildur sýnir Úkraínu samstöðu á meðan hún berst gegn Hvít-Rússum Sindri Sverrisson skrifar 7. apríl 2022 16:28 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins. Foto: Hulda Margrét Óladóttir/Hulda Margrét Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sýnir Úkraínu samstöðu með táknrænum hætti í landsleik Íslands og Hvíta-Rússlands sem nú stendur yfir í Belgrad í Serbíu. Gunnhildur Yrsa er með fyrirliðabandið sitt í fánalitum Úkraínu, gulum og bláum, í leiknum sem er liður í undankeppni HM í fótbolta. Með fyrirliðaband í úkraínsku fánalitunum gegn Hvíta Rússlandi. Vel gert. #fotboltinet pic.twitter.com/g4WT9tuhco— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) April 7, 2022 Gunnhildur er búin að koma sér á blað í leiknum með því að skora annað mark Íslands en lýsingu frá leiknum má finna hér: Samkvæmt ákvörðun UEFA mega landslið Hvíta-Rússlands ekki spila heimaleiki sína í landinu, vegna stuðnings Hvít-Rússa við innrás Rússa í Úkraínu. Knattspyrnusamband Hollands gekk skrefi lengra og neitar að láta landslið sín spila leiki við Hvíta-Rússland, svo að leik Hollands og Hvíta-Rússlands í riðli Íslands, sem fara átti fram á þriðjudaginn, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Knattspyrnusamband Íslands fer hins vegar eftir uppleggi UEFA og neitar að spila landsleiki við Rússland en heimilar leiki við Hvíta-Rússland utan landamæra Hvíta-Rússlands. Gunnhildur Yrsa er áfram fyrirliði Íslands þrátt fyrir að Sara Björk Gunnarsdóttir sé nýkomin aftur í hópinn eftir að hafa eignast barn í nóvember. Gunnhildur hefur verið fyrirliði frá því að Þorsteinn Halldórsson tók við sem landsliðsþjálfari í janúar í fyrra. Gunnhildur hefur á þessu ári einnig látið til sín taka í baráttu gegn nýjum lögum í Flórída sem kölluð hafa verið „Don‘t say gay“-lög af gagnrýnendum. Þau fela meðal annars í sér að foreldrum sé gert kleift að höfða mál á hendur skólastjórnendum ef fjallað er um samkynhneigð í kennslu 5 til 11 ára barna. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Gunnhildur Yrsa er með fyrirliðabandið sitt í fánalitum Úkraínu, gulum og bláum, í leiknum sem er liður í undankeppni HM í fótbolta. Með fyrirliðaband í úkraínsku fánalitunum gegn Hvíta Rússlandi. Vel gert. #fotboltinet pic.twitter.com/g4WT9tuhco— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) April 7, 2022 Gunnhildur er búin að koma sér á blað í leiknum með því að skora annað mark Íslands en lýsingu frá leiknum má finna hér: Samkvæmt ákvörðun UEFA mega landslið Hvíta-Rússlands ekki spila heimaleiki sína í landinu, vegna stuðnings Hvít-Rússa við innrás Rússa í Úkraínu. Knattspyrnusamband Hollands gekk skrefi lengra og neitar að láta landslið sín spila leiki við Hvíta-Rússland, svo að leik Hollands og Hvíta-Rússlands í riðli Íslands, sem fara átti fram á þriðjudaginn, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Knattspyrnusamband Íslands fer hins vegar eftir uppleggi UEFA og neitar að spila landsleiki við Rússland en heimilar leiki við Hvíta-Rússland utan landamæra Hvíta-Rússlands. Gunnhildur Yrsa er áfram fyrirliði Íslands þrátt fyrir að Sara Björk Gunnarsdóttir sé nýkomin aftur í hópinn eftir að hafa eignast barn í nóvember. Gunnhildur hefur verið fyrirliði frá því að Þorsteinn Halldórsson tók við sem landsliðsþjálfari í janúar í fyrra. Gunnhildur hefur á þessu ári einnig látið til sín taka í baráttu gegn nýjum lögum í Flórída sem kölluð hafa verið „Don‘t say gay“-lög af gagnrýnendum. Þau fela meðal annars í sér að foreldrum sé gert kleift að höfða mál á hendur skólastjórnendum ef fjallað er um samkynhneigð í kennslu 5 til 11 ára barna.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira