Afhjúpa styttu af Agüero á tíu ára afmæli marksins sem tryggði titilinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. apríl 2022 10:30 Sergio Agüero tryggði Manchester City enska meistaratitilinn árið 2012. Ed Garvey/Manchester City FC via Getty Images Manchester City ætlar að afhjúpa styttu af Sergio Agüero fyrir utan heimavöll sinn þann 13. maí næstkomandi, nákvæmlega tíu árum eftir að framherjinn tryggði liðinu enska meistaratitilinn með marki gegn QPR í uppbótartíma. Argentínumaðurinn tryggði City 3-2 sigur gegn Queens Park Rangers á fjórðu mínútu uppbótartíma þann 13. maí 2012. Markið tryggði þó meira en bara þrjú stig því með sigrinum varð Manchester City enskur meistari í fyrsta sinn síðan 1968. Félagið segir að með styttunni sé verið að varðveita arfleifð Agüero, sem og eina bestu endurkomu allra tíma. Styttan af Agüero verður í góðum félagsskap hjá styttunum af fyrrum liðsfélögum hans hjá City, þeimVincent Kompany og David Silva. „Arfleifð Sergios Agüero verður heiðruð með því að afhjúpa styttu af honum sem er hönnuð og smíðuð af frægum myndhöggvara, Andy Scott,“ sagði talsmaður Mancester City. Afhjúpun styttunnar verður þó ekki það eina sem verður í gangi þann 13. maí fyrir utan Etihad-völlinn, en City hefur skiðulagt heilan dag af afmælisfögnuði í tilefni af tíu ára afmæli titilsins. Þar á meðal munu tvö þúsund stuðningsmenn liðsins fá tækifæri til að berja hetjuna augum þegar Sergio Agüero sjálfur mætir á svið og ávarpar mannfjöldann. Manchester City confirm plans to unveil statue of club legend Sergio Aguero https://t.co/tWZ8JNWb2g— MailOnline Sport (@MailSport) April 7, 2022 Agüero er af mörgum talinn einn besti framherji ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Á tíu árum sínum hjá félaginu vann hann ensku deildina fimm sinnum, FA-bikarinn einu sinni og enska deildarbikarinn sex sinnum. Hann er markahæsti leikmaður City frá upphafi með 260 mörk í öllum keppnum. Í ensku úrvalsdeildinni skoraði hann 184 mörk sem gerir hann að markahæsta erlenda leikmanni deildarinnar frá upphafi. Þá er hann í heildina fjórði markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, en aðeins Alan Shearer (260 mörk), Wayne Rooney (208 mörk) og Andrew Cole (187 mörk) hafa skorað fleiri. Engum á listanum yfir markahæstu menn deildarinnar hefur þó tekist að skora jafn ört og hann, en að meðaltali liðu aðeins tæplega 108 mínútur á milli marka hjá Agüero. Enski boltinn Styttur og útilistaverk Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Sjá meira
Argentínumaðurinn tryggði City 3-2 sigur gegn Queens Park Rangers á fjórðu mínútu uppbótartíma þann 13. maí 2012. Markið tryggði þó meira en bara þrjú stig því með sigrinum varð Manchester City enskur meistari í fyrsta sinn síðan 1968. Félagið segir að með styttunni sé verið að varðveita arfleifð Agüero, sem og eina bestu endurkomu allra tíma. Styttan af Agüero verður í góðum félagsskap hjá styttunum af fyrrum liðsfélögum hans hjá City, þeimVincent Kompany og David Silva. „Arfleifð Sergios Agüero verður heiðruð með því að afhjúpa styttu af honum sem er hönnuð og smíðuð af frægum myndhöggvara, Andy Scott,“ sagði talsmaður Mancester City. Afhjúpun styttunnar verður þó ekki það eina sem verður í gangi þann 13. maí fyrir utan Etihad-völlinn, en City hefur skiðulagt heilan dag af afmælisfögnuði í tilefni af tíu ára afmæli titilsins. Þar á meðal munu tvö þúsund stuðningsmenn liðsins fá tækifæri til að berja hetjuna augum þegar Sergio Agüero sjálfur mætir á svið og ávarpar mannfjöldann. Manchester City confirm plans to unveil statue of club legend Sergio Aguero https://t.co/tWZ8JNWb2g— MailOnline Sport (@MailSport) April 7, 2022 Agüero er af mörgum talinn einn besti framherji ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Á tíu árum sínum hjá félaginu vann hann ensku deildina fimm sinnum, FA-bikarinn einu sinni og enska deildarbikarinn sex sinnum. Hann er markahæsti leikmaður City frá upphafi með 260 mörk í öllum keppnum. Í ensku úrvalsdeildinni skoraði hann 184 mörk sem gerir hann að markahæsta erlenda leikmanni deildarinnar frá upphafi. Þá er hann í heildina fjórði markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, en aðeins Alan Shearer (260 mörk), Wayne Rooney (208 mörk) og Andrew Cole (187 mörk) hafa skorað fleiri. Engum á listanum yfir markahæstu menn deildarinnar hefur þó tekist að skora jafn ört og hann, en að meðaltali liðu aðeins tæplega 108 mínútur á milli marka hjá Agüero.
Enski boltinn Styttur og útilistaverk Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Sjá meira