Stefna á að birta niðurstöður úttektarinnar í júní Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. apríl 2022 17:32 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fór þess sjálfur á leit við Ríkisendurskoðun að úttekt yrði gerð á sölunni á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um úttekt á nýafstöðnu útboði og sölu á tæplega fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka. Stefnt er að því að niðurstaðan verði birt í júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun. Þar segir að áætlun um afmörkun og framkvæmd úttektarinnar liggi ekki fyrir, en slík áætlun verði í endurskoðun eftir því sem úttektinni vindur fram. Í gær fór Bjarni þess á leit við Ríkisendurskoðun að úttekt yrði gerð á söluferlinu. Útboðið sem fram fór fyrir tveimur vikum hefur sætt harðri gagnrýni og hefur meðal annars Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur við Yale háskóla, en hún átti sæti í Rannsóknarnefnd Alþingis sem rannsakaði bankahrunið 2008, sagt að hún telji að lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa í dag haft uppi háværar kröfur um að þingið taki afstöðu til kröfu sem sett hefur verið fram um tillögu þess efnis að Alþingi skipi sérstaka rannsóknarnefnd til þess að rannsaka útboðið. Stjórnarliðar hafa lagt á það áherslu, í umræðu á þinginu í dag, að skipa megi rannsóknarnefnd eftir að Ríkisendurskoðun hefur farið yfir málið. Stjórnarandstaðan hefur á móti bent á að það sé óþarfur millileikur, rannsóknarnefnd hafi miklu víðtækari heimildir. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta eru gríðarleg vonbrigði“ Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingar kvaddi sér hljóðs í Um fundarstjórn forseta og tilkynnti að stjórnarliðar hafi ekki fallist á tillögu stjórnarandstöðunnar um að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8. apríl 2022 17:28 Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar. 8. apríl 2022 16:21 Sigríður telur að lög hafi verið brotin við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka Sigríður Benediktsdóttir, sem er hagfræðingur við Yale háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, telur lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8. apríl 2022 13:58 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun. Þar segir að áætlun um afmörkun og framkvæmd úttektarinnar liggi ekki fyrir, en slík áætlun verði í endurskoðun eftir því sem úttektinni vindur fram. Í gær fór Bjarni þess á leit við Ríkisendurskoðun að úttekt yrði gerð á söluferlinu. Útboðið sem fram fór fyrir tveimur vikum hefur sætt harðri gagnrýni og hefur meðal annars Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur við Yale háskóla, en hún átti sæti í Rannsóknarnefnd Alþingis sem rannsakaði bankahrunið 2008, sagt að hún telji að lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa í dag haft uppi háværar kröfur um að þingið taki afstöðu til kröfu sem sett hefur verið fram um tillögu þess efnis að Alþingi skipi sérstaka rannsóknarnefnd til þess að rannsaka útboðið. Stjórnarliðar hafa lagt á það áherslu, í umræðu á þinginu í dag, að skipa megi rannsóknarnefnd eftir að Ríkisendurskoðun hefur farið yfir málið. Stjórnarandstaðan hefur á móti bent á að það sé óþarfur millileikur, rannsóknarnefnd hafi miklu víðtækari heimildir.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta eru gríðarleg vonbrigði“ Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingar kvaddi sér hljóðs í Um fundarstjórn forseta og tilkynnti að stjórnarliðar hafi ekki fallist á tillögu stjórnarandstöðunnar um að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8. apríl 2022 17:28 Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar. 8. apríl 2022 16:21 Sigríður telur að lög hafi verið brotin við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka Sigríður Benediktsdóttir, sem er hagfræðingur við Yale háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, telur lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8. apríl 2022 13:58 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
„Þetta eru gríðarleg vonbrigði“ Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingar kvaddi sér hljóðs í Um fundarstjórn forseta og tilkynnti að stjórnarliðar hafi ekki fallist á tillögu stjórnarandstöðunnar um að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8. apríl 2022 17:28
Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar. 8. apríl 2022 16:21
Sigríður telur að lög hafi verið brotin við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka Sigríður Benediktsdóttir, sem er hagfræðingur við Yale háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, telur lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8. apríl 2022 13:58