Var tuttugu mínútum frá því að spila hundraðasta landsleikinn í nýjum skóm Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2022 09:00 Dagný Brynjarsdóttir er ein tólf fótboltakvenna sem hafa leikið hundrað landsleiki fyrir Ísland. vísir/bjarni Dagný Brynjarsdóttir lék sinn hundraðasta landsleik þegar Ísland rúllaði yfir Hvíta-Rússland, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún bjóst ekki endilega við að ná þessum áfanga og litlu munaði að hún þyrfti að spila tímamótaleikinn í nýjum takkaskóm. „Ég var búin að bíða lengi eftir þessum leik. Við höfum spilað færri leiki vegna covid eftir að ég kom til baka eftir að ég átti son minn. Ég hélt ég myndi aldrei ná að spila hundraðasta leikinn. En svo kom loksins að honum og þá vantaði ferðatöskuna mína,“ sagði Dagný í samtali við Vísi á hóteli landsliðsins í Prag í gær. „Ég var ekki með takkaskó, legghlífar eða neitt. Þannig ég þurfti að fara í búð og kaupa allt. Ég var að fara að spila hundraðasta landsleikinn ekki í neinu frá sjálfri mér. En síðan kom taskan tuttugu mínútum fyrir brottför í leik með allt dótið. Þannig ég skipti um allt. Ég var tilbúin í leikinn og var að fara út af herberginu þegar taskan kom. Ég var ekki búin að sjá fyrir mér að spila hundraðasta landsleikinn í öllu nýju“ Gerði þetta enn sætara að skora Dagný spilaði því leikinn stóra í sínum skóm og með sínar legghlífar. Og tímamótaleikurinn hefði varla getað gengið betur hjá Dagnýju sem kom Íslandi á bragðið með sínu 34. landsliðsmarki. „Þetta er eitthvað sem ég er búin að bíða eftir síðan ég var átján ára. Þetta var ótrúlega gaman og sætt að ná loksins hundraðasta leiknum. Ég hefði vart getað beðið um betri leik. Auðvitað hefði verið gaman að hafa áhorfendur en það var flott að skora og vinna,“ sagði Dagný. „Auðvitað er ótrúlega gaman að skora og gerði þetta enn sætara. Mér er samt að mörgu leyti sama ef við vinnum. Þetta var mikilvægur leikur.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Sjá meira
„Ég var búin að bíða lengi eftir þessum leik. Við höfum spilað færri leiki vegna covid eftir að ég kom til baka eftir að ég átti son minn. Ég hélt ég myndi aldrei ná að spila hundraðasta leikinn. En svo kom loksins að honum og þá vantaði ferðatöskuna mína,“ sagði Dagný í samtali við Vísi á hóteli landsliðsins í Prag í gær. „Ég var ekki með takkaskó, legghlífar eða neitt. Þannig ég þurfti að fara í búð og kaupa allt. Ég var að fara að spila hundraðasta landsleikinn ekki í neinu frá sjálfri mér. En síðan kom taskan tuttugu mínútum fyrir brottför í leik með allt dótið. Þannig ég skipti um allt. Ég var tilbúin í leikinn og var að fara út af herberginu þegar taskan kom. Ég var ekki búin að sjá fyrir mér að spila hundraðasta landsleikinn í öllu nýju“ Gerði þetta enn sætara að skora Dagný spilaði því leikinn stóra í sínum skóm og með sínar legghlífar. Og tímamótaleikurinn hefði varla getað gengið betur hjá Dagnýju sem kom Íslandi á bragðið með sínu 34. landsliðsmarki. „Þetta er eitthvað sem ég er búin að bíða eftir síðan ég var átján ára. Þetta var ótrúlega gaman og sætt að ná loksins hundraðasta leiknum. Ég hefði vart getað beðið um betri leik. Auðvitað hefði verið gaman að hafa áhorfendur en það var flott að skora og vinna,“ sagði Dagný. „Auðvitað er ótrúlega gaman að skora og gerði þetta enn sætara. Mér er samt að mörgu leyti sama ef við vinnum. Þetta var mikilvægur leikur.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Sjá meira